Fjallkonan


Fjallkonan - 08.11.1892, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 08.11.1892, Blaðsíða 1
IX. ár. Nr. 45. FJALLKONAN. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. jiilí. Reylgavík, 8. nóvember 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þinghollsslræti 18. Gufubátsmál. Einhver hreyfing virðist nú vera á Breiðfirðing- i um í þá átt, að útvega sér gufubát og nota sér j þannig styrkveitinguna í fjárlögunum. Liklegt er að þeir heykist ekki á því, því að talsverðr dugr er i Breiðfirðingum, og þar eru ýmsir efnamenn, sem munu vilja styðja fyrirtækið. Breiðfirðingar eru jafnvel liklegastir allra landsmanna til að verða fyrstir að koma á gufubátaferðum hjá sér, eins og þeir vóru hinir fyrstu íslensku sjómenn, sem tóku upp aftr á þessari öld að sigla landa á milli, sem íslendingar höfðu ekki gert síðan á 16. öld. Því að áhuginn á gufubátaferðum hér sunnan- lands er alment mjög daufr, og hér hafa menn eiginlega ekki áhuga á neinu, nema að róa til fiskjar. Þótt „Faxi“ væri fyrsta tilraun til innlendra gufu- j bátaferða, var það eingöngu að þakka framtakssemi eins manns. Hér við Faxaflóa ætti þó að vera einna álitleg- ast starfssvið fyrir gufubát, sem um er að gera j hér á landi, og hér eru einnig nógir efnabændr, sem gætu komið fram þessu fyrirtæki, ef þeir væri j sannfærðir um gagnsemi þess og samtök væru um það. Hægast væri það auðvitað fyrir kaupmennina, enn þeir — einkum hinir útlendu — hafa hing- að til aldrei sýnt í neinu, að þeir vildu styðja að samgöngubótum hér, heldr þvert á móti, svo að vér getum naumast vænst góðra eða notadrjúgra framkvæmda úr þeirri átt fyrst um sinn. Það hefir flogið fyrir, að einhverir Reykvíking- ar hafi leitað þeirra mála við Fischer kaupmann í Khöfn, hvort hann mundi fáaníegr til að hafa gufu- bát í förum á Faxaflóa, og hafi þeir heitið honum aðstoð sinni, auk þess sem styrkrinn í fjárlögunum mundi einnig geta komið þar að liði. Sjálfír treyst- ast Reykvikingar ekki upp á eigin spýtur að ráðast í að kaupa gufubát, og jafnvel ekki þó öll héruðin við Faxaflóa vildu vera í félagi um hann. Þetta er allmikil minkun, þar sem nægilega stór gufubátr mundi eigi kosta meira enn 2—3 ný þilskip, og sýnir þetta, að enn lifir hjá oss hugsunarháttr 17. aldarinnar, þegar allir íslendingar treystust ekki til að kaupa eitt haflært skip. Mest munu menn óttast, að gufubátaferðir hér við I Flóann mundu ekki borga sig fyr enn eftir langan tíma og að landssjóðsstyrkrinn mundi ekki nægja til j að jafna áhallann. Enn reynsla sú, sem menn hafa af „Faxa“, bendir fremr á, þó lítil sé, að slíkar ferðir mundu brátt borga sig. Sjálfsagt væri það æskilegast, að einn maðr tæki að sér að koma á slíkum gufubátaferðum og halda þeim áfram. Enn vér getum þó ekki séð mikið á móti þvi, að sýslufélögin reyndu að gangast fyrir þessu fyrirtæki, eða jafnvel tæki lán til gufubáts- kaupa. Þótt. allr félagsskapr hafi reynst hér erfiðr viðfangs, getum vér ekki ætlað, að þjóðin sé svo „fallit“ siðferðislega, að ómögulegt sé að stofna hlutafélag í þessum tilgangi, eða að tvær eða þrjár sýslur gæti ekki komið sér saman um þetta mál. 29. okt. hélt kaupm. W. Ó. Breiðfjörð fund um þetta mál hér í bænum, sérstaklega í sambandi við gufubátsmál Breiðfirðinga, enn fundrinn var svo fásóttr, að skoðanir manna hér á máli þessu eru eru jafn-ókunnar eftir sem áðr, nema það eitt er ljóst af þessu fundarhaldi, að hér er enginn áhugi á málinu. W. Ó. Br. vildi, að Reykjavík, sýslu- félög Gullbringu & Kjósar- Mýra & Borgarfjarðar- sýslna beindust fyrir málinu og benti á dæmi Norð- manna; þar hefði landsstjórnin um áratugi haft á hendi gufuskipaferðirnar, því einstakir menn hefði ekki gefið sig fram til þess. Enn þeir fáu, sem á fundinum mættu, virtust enga trú hafa á því, að sýslufélögin gætu komið þessu máli áfram, og því síðr á því, að hlutafélag um það mundi geta þrif- ist, enn töldu það eina ráðið að varpa málinu upp á kaupmenn, og þá liklega einhvern danshan kaup- mann, eins og Isaf. hafði lagt til. Eftir þessu lítr svo út, að þeir sem gengust fyr- ir stofnun „gufubátafélags Faxaflóa og Yest§arða“ hafi nú alveg gefist upp. Enn ef einhver kaupmaðr fengist til að taka að sér málið, ætti það að vera innlendr kaupmaðr, og innlendir menn að hafa atvinnuna, enn ekki sel- stöðukaupmaðr. Útlendir kaupmenn mundu ekki fremr halda fyrirtækinu áfram enn innlendir, ef þeir biðu skaða á því. Svo miklu meiri landsvini getum vér ekki ætlað þá enn landsmenn sjálfa. Gæfi fyrirtækið af sér ágóða, sem búast má við þegar fram í sækir, ætti sá ágóði ekki að renna út úr landinu eins og nú á sér stað um strandferðirnar Menn mundu þá og iðrast þess, að hafa bundið sig við útlenda kaupmenn um þetta mál, enda er ekki ó- líklegt, að ýmsir hinir sömu annmarkar, sem nú eru á strandferðunum, af því þær eru í höndum útlends félags, yrðu á slíkum gufubátaferðum, og jafnvel öllu tilfinnanlegri, ef þær væru í höndum útlendra kaupmanna, sem jafnframt ræki hér verslun. Hví má þá ekki eins snúa sér til hins dn.nska. „samein. gufuskipafélags“, sem hefir reynst oss svo ljúft og leiðitamt í viðskiftunum ? Þess má geta, að alþingismaðr Reykvikinga mætti á fundi W. Ó. Br., og kvaðst hann mundu verða meðmæltr því, að þingið styrktí gufubátaferð- irnar. Rektor Jón Þorkelsson var sjiitugr 5. nóv. í minningu þess, og jafnframt í minningu um, að hann hefir gegnt rektorsstörfum í 20 ár (var settr til að gegna þeim, er Jens Sigurðsson létst), íærði skólinn, kennarar skólans og ýmsir embættismenn honum heillaóskir sínar, og lærisveinar skólans fluttu honum tvö kvæði, sem ort hafði Friðrik Friðriks-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.