Fjallkonan - 08.11.1892, Blaðsíða 2
178
FJALLKONAN.
IX, 45.
son og Guðinundr Guðmundsson. Auk þess gáfu
skólasveinar honum gullhring til ininja. Dr. Jón
Þorkelsson er enn ern og heldr enn óskertum sín-
um andlegu kröftum og vinnuþreki. — Hann er
nú að gefa út hið þriðja íslenska orðasafn sitt (úr
nýja málinu), og er vonandi að honum auðnist að
Ijúka því, og vinna enn margt í þarfir islenskrar
málvísi.
Þilskipaafli í Keykjavík og á Seltjarnarnesi. Vér
höfum ekki getað fengið áreiðanlegar skýrslur frá
öllum þilskipaeigendum hér í grend við Reykjavík um
aflaupphæð, og ekki verðr sagt um skippundatal hjá
sumum, af því fiskrinn er óverkaðr.
Kaupm. Geir Zoéga & Co. hefir, eins og kunnugt er,
langmesta þilskipaútgerð hér, og hafa skip hans aflað
þannig:
i. .Geir’, skipstj. Sigurður Símonarson. . . . 13,700 fisk. 327 tn. lifr
2. .fijlfe’ — Finnur Finnsson 39,100 - 234 -
3. .Margrethe’, skipstj. linðni. Kristjánsson . 73,100 - „
4. ,Anc Mathilde’, skipstj. Stefán Pálsson. . 26,800 - 163 -
5. .Haraldr', skipstj. Ásgeir Þorsteinsson . . 61,400 - „
6. ,Litli Geir', — Marteinn Teitsson . . . 17,000 - „
7. ,To Venner’, skipstj. Jo'n Þo'rJarson . . . 66,400 - „
Skip kaupm. Eyþ. Félixsonar hafa aflað þannig:
1. .Einingin’, skipstj. l’áll Ihifliðason. 44,500 lisk. 261 skpd.
2. .Hebrides’, — Hannes llafliðason .... 37,500 - 176 —
3. .Agnes’, — Pétr Þo'rJarson............. 29,500 - 150 —
Hið síðasttalda skip áttu þeir Ásgeir Eyþórsson og
Guðmundr Einarsson í Nesi.
Skip G. Zoéga & Co. lögðu öll út snemma í marz
og hættu síðast í ágúst, eða fyrst í sept., nema (Litli
Geir‘, sem lagði út um 20. maí.
Á (Geir‘ vóru 10—12 manns (10 á hákarli), á
(Gylfa‘ og A. Mathilde‘ 10—14 (10 á hákarli), á
(Margrethe‘ 20, (Haraldi‘ 14, (Litla Geir‘ 8 og (To
Venner' 16. — Skip Eyþórs Felixsonar (Einingin‘ og
(Hebrides‘ lögðu út 20. mars og hættu 15. ágúst,
(Einingin‘ var með 12 menn og (Hebrides‘ með 14.
(Agnes‘ lagði út 14. maí og hætti 15. ág.; 15 menn.
(Ingólfr‘ (skipstj. og eigandi Ólafr Wáge) mun hafa
fengið um 6000.
(Njáll‘ (skipstj. Jón Jónsson í Melshúsum, eig. sami,
Ingjaldr á Lambastöðum o. fl.) mun hafa fengið um
60,000 eða um 350 skpd.
(Klarine‘ (skipstj. Runólfr Ólafsson, eig. Erlendr 1
Skildinganesi og Pétr í Hrólfskála) mun hafa fengið
um 41,000 eða um 215 skpd.
(Auðr‘ (skipstj. Jón Árnason, eig. Jón í Melshúsum
og Þórðr í Ráðagerði), mun hafa fengið 23,000 eða
115 skpd.
(Komet‘ (skipstj. Sig. Jónsson, sömu eigendr og að
Njáli), um 30,000.
(Engeyin‘ (skipstj. Bjarni Sigurðsson, eig. Kristinn
og Brynjólfr í Engey) mun hafa fengið um 40,000.
(Sleipnir‘ (eign bænda í Leiru) fékk 43 þús. eða
220 skpd.
Um þiiskip úr Hafnarfirði og af Akranesi vitum
vér ekki. _____________
Skemmdir þær á Ölfusárbrúnni, sem getið var í
síð. blaði, eru sagðar tilhæfulausar sem betr fer. Enn
þessi fregn var tekin í Fjallk. úr bréfi frá hr. Brynj-
ólfi Jónssyni á Eyrarbakka, sem er mjög áreiðanlegr
maðr og réttorðr, og hefir þetta því eflaust verið
orðfleygt þar eystra.
Fiskisamþyktarbreyting. Á fundi, er sýslunefnd
Kjósar- & Gullbringusýslu liélt í Hafnarfirði 3. þ. m.,
var gjörð sú breyting á núgildandi fiskisamþykt, að
lóðabrúkun skyldi öllum, heimil og engum takmörkum
bundiu. Hinsvegar var ekki að þessu sinni breytt
tímaákvæðinu um netalagninguna. Almennr fundr
greiðir síðar atkvæði um þetta nýja frumvarp sýslu-
nefndarinnar.
Kvöldkomur.
(P. Nansen: Unge Mennesker.)
Þýtt llríir Þ. A.
(Niðrl.). Honnm þótti liún vera óþolandi sein á sér, og hann
varð að stilla sig um að ýta henni ekki út úr dyrunum.
„Ég þakka í sama máta. Ég þakka þér þúsundsinnum fyrir
alt, sem þú hefir sagt mér í kvöld, Karsten. Ó, hvað ég er
glöð. So, nú var hringt aftr. Nú hleyp ég af stað. Vertu nú
blessaðr og sæll!“
Hann dró djúpt andann. „Guði sé lof!“ So þaut hann út
á ganginn til að taka opið.
Marja var fýld á svipinn.
„Hvað lengi eiga menn að bíða?“
„Þú verðr að fyrirgefa; enn einn af kunningjum mínum var
hjá mér. Og ég varð fyrst að koma honum af stað“.
Hún sá fátið á honum.
„Þú lýgr!“
Hann var svo sljór og eftir sig, að honum fanst það varla
ómaksins vert að fara að telja henni hughvarf, enn sagði hálf-
þreytulega;
„Enn Marja mín góða — það var einn af kunningjum mínum,
trúðu mér þó“.
Hún vildi ekki trúa honum; hún var so reið, að hún ætlaði
að fara strax aftr. Hann nenti ekki að segja neitt, og til þess
að þetta tæki einhvern enda, dró hann hana inn með sér. Enn
hann hafði skömm á henni, og óskaði sér að hún væri komin
langt. í burtu.
Dað fyrsta sem hún gerði eftir það hún var komin inn, var að
þjóta að glugganum til að hyggja út.
„Hvað ætlarðu að gera þarna?“ spurði hann, og hljóp á eftir
henni.
„Ég er að gæta að, hvort nokkur komi hérna út úr húsinu“.
„0, bjáninn litli“ — haun tók utan um hana — „ef nokkuð
væri að sjá, þá væri það nú samt orðið of seint“.
Og hann bar hana burt frá glugganum, setti hana í ruggu-
stól og lagðist sjálfr á gólflð fyrir framan fætrna á henni.
Hann nuggaði hnakkanum letilega aftr og fram við hnén á
henni, og ságði: „Óttalegt barn getrðu verið, Maija, þvi
viltu nú ekki trúa mér? Mér gæti, svei mér, ekki dottið í
hug að vera að ljúga að þér“. Svo fór hann að verða heitari
og keitari af að koma sona við hana, tók hendina á henni til
sin og beit í fingrnai; stóð so alt í einu á fætr og kysti hana
aftan á hálsinn. Hún beygði ánægð höfuðið áfram, og hann
kysti aftr--------
Enn morguuinn eftir fékk Karsten Bróberg svolátandi bréf
frá kærustunni sinni:
„Manni getr borið so ljótt fyrir augu, að það gleymist aldrei.
„Þú gast sagt mér alt, og ég mundi hafa fyrirgefið þér, enn
hugleysið kom þér til að ljúga ódrengilega.
„Þú skammaðist þin ekki fyrir að reka mig, þína tilvonandi
konu, út úr þinum húsum, til að geta tekið á móti lagskonu
þinni í staðinn.
„Fyrst gerðirðu mér þá háðung, að þú bauðst mér að þiggja
af því, sem var keypt handa henni.
„Að þú skyldir alveg hiklaust og án þess það rynni út í fyr-
ir þér, geta haft hjarta til að dauðsvíkja þá sælu, sem þín
Ijúgandi orð höfðu skapað, það er þó fyrst og síðast þetta, sem
ég get aldrei gleymt þér — aldrei.
„Og það er ég búin að sjá og heyra, sem ég ekki þoli að mér
sé boðið: að þin orð eru hin sömu, þín atlot, þin gælunöfn liin
sömu, særandi sífeldlega hin sömu við hana og mig.