Fjallkonan - 08.11.1892, Blaðsíða 3
.8 nóv. 1892.
FJALLKONAN.
179
„Eeyndu ekki, þér tii afbötunar, að hugga ]>ig við það, að ég j
hafi aldrei elskað þig, og að ég hafi notað kærkomíð tækifæri. j
Ég elskaði þig, Karsten, einungis alt of mikið — nú hryllir mig
við, hvað ég var blind, og heíi fyrirlitningu á þér. Þú slcalt
fá að vita það: ég fyrirlít þig, fyrirlit þig eins og menn fyrir-
líta níðingsskapinn.
„Það er hœgt að særa menn so í sinni elsku, að elskan deyi.
Menn geta slitið hana út úr hjarta sínu, þegar sóminn heimtar
það.
„Og so mikil sómatilfinning er þó líklega eftir í þér, að þú
fer ekki að betla þar um ást sem tóm fyririitning er fyrir.
„Annars liggr þér víst mín elska i léttu rúmi; enn það sem j
þér ekki getr staðið á sama um, er það, að frá þessum degi er j
maðr á lífi, sem hefir rétt til að segja þér upp í opin eyrun, að j
þú ert níðingr.
„Ég tek ekki við neinu bréfi frá þér; ég heimta, að þú hlífir
mér við nýrri lygi, því það er ekkert hikandi frá minni hálfu.
Enn til þess þú samt getir ekki sagt: „Hún vissi þó ekkert
fyrir víst“ — þá ætla ég að bæta þessu við:
„Ég sá hana í glugganum hjá þér, þegar ég fór. Ég læddist j
upp stigann aftr og heyrði alt. Líka, að þú lýgr að henni j
eins og mér.
„Ég ætti kannske að hugga mig við það, að þú virðir hana
þó ekki meira!“
Hann sat fiötum beinum í rúminu, meðan hann las bréfið.
Þegar hann var búinn, lét hann það detta niðr á yfirsængina
og leit flóttalega í kringum sig í herberginu. Honum fanBt líkt
og einhver hefði hrækt framan í sig, og var nú hræddr um, að
einhver kynni að hafa séð það.
Svo hallaði hann sér aftr á bak, og lá og starði upp í loftið,
án þess að geta hugsað alminnilega um nokkurn skapaðan hlut.
Enn alt í einu datt það upp úr honum. „Það er, svei mér, lag-
lega stilað! So skírt, og so laust við alt þetta kvennvæfiu-
lega“.
-----tx^oa----
ALMENNINGSBÁLKR.
Lítilfjörleg leiðrétting. Sökum þess að ritstjóri Fjallkon-
unnar hefir mót fyrirmælum tilsk. % 1855 dregið að taka grein
þessa upp í biað sitt, hefir það dregist að hún kæmi fyrir al-
mennings sjónir.
Þótt ég reyndar sjái að grein hr. Daviðs læknis Schev. Thor-
steinsens í 10. nr. Fjallk. þ. á. sé rituð í reiði og þess vegna
eigi svara verð, þá getr þó verið, að ókunnugir menn kunni að
leiðast til að trúa einhverju af þeim ósannindaóhróðri, sem þar
er skráðr, og finn ég mig þvi tilknúðan að sýna almenningi fram
á, hversu óhróðr hans er ósannr. — Mér þykir það engin furða,
þó hr. Davíð þykki það, að ómentaðr bóndi skyldi vera svo
djarfr, að láta almenning vita á hverju hann mætti eiga von, ef
húsa hans væri leitað; enn mér fanst full ástæða til að vara
menn við að koma á þann bæ, þar sem von er á slíkri móttöku
og ég fékk hjá honum, sérstaklega þar eð heimili hans er ná-
lægt langri og torfærri heiði.
Fjórar ástæður færði hann fyrir sinni dæmafáu kurteisi og
gestrisni við mig, og vil ég nú reyna að sýna fram á, hversu
fátæklegar þær eru.
Fyrsta ástæðan er sú, að ég hafi riðið yfir þvert túnið þar,
enn það hefir að líkindum misskrifast hjá honum, að ég hafi
verið á ferð um túnasláttinn; það var í ágústm., sem ég fór þar
um farinn veg, og munu þá flestir hafa verið búnir að slá_ og
hirða tún sín. — Tvær næstu ástæðurnar eru, að ég hafi
áð hestum mínum á túnum á tveimr kotum, sem hann nefn-
ir Uppsali og Hellu, er liggi í Brjánslækjarlandi. Ég er
ekki svo fróðr, að ég þekki nokkra jörð í Barðastrandarhreppi
er Uppsalir heita, enda finst hún ei í jarðabðkinni; enn Hella
kannast ég við að sé lögð í eyði fyrir hér ura bil 30 árum, og
mun þar nú vera afréttarland; ég læt því hvern sjálfráðan, hversu
hart hann dæmir mig fyrir það, þó ég hefði áð hestum minum
á þessum stöðum, þar eð ég hefi i „privat“-bréfi til hr. Davíðs
boðið honum sanngjarna borgun fyrir þann átroðning, er ég gerði
honum. Fjórðu og síðustu ástæðuna telr hann þá, að sér hafi
ekki þótt ástæða til að standa á þönum, þar ekki hafi annað
stórmenni verið komið, enn þessi smái „fursti", Bjarni á Reyk-
hólum; það er nú einmitt það, sem ég ekki vissi, að honum
mundi þykja næg ástæða til að úthýsa mér, að ég var bónda-
maðr, enn fyrst svo er, þá verð ég að álita, að aðvörun mín
hafi komið í góðar þarfir. Enn sé það venja hans, að nefna
okkr bændrna „fursta“, og að hýsa ekki neinn af þeirn, þá verða
að líkindum fáir fyrir náðinni. — Grein sína byrjar liann með
glósum um, að mér muni eigi henta að fást við ritsmíði; ég finn
það mikið vel, að ég er ekki fær um það, enda langar mig ekki
til að komast i hálfkvisti við hr. Davið í að rita ósannindaó-
hróðr, sem mér virðist hann vera mjög leikinn í; fátt annað
hefi ég séð eða heyrt eftir hann; honum er því alveg óhætt að
fullyrða í grein sinni, að hann-þori að mæta mér i því efni. Enn
þar sem hann ásakar sig í grein sinni um það, að hann hafi eigi sótt
mig að lögum, fyrir yfirgang þann er ég á að hafa sýnt honum,
þá læt ég hann hér með vita, að ég er reiðubúinu að mæta hve
nær sem hann hefir rænu á að lögsækja mig, og skulu þá fleiri
kurl koma til grafar enn ég læt hér uppskátt. — Hvað því við-
vikr, að hann hefir borið mér það á brýn, að ég hingað til hafi
sýnt höfðingsskap miun í því að „slá mig til riddara á varuar-
litilli ekkju“ mér nákominni og öðru fólki, sem af meinleysi hafi
ekki viljað halda rétti sínum fyrir mér, þá lýsi ég hér með yfir
því, að hr. Davið segir það ósatt frá rótum, eins og annað fleira
mér til handa, og skal hann heita ósannindamaðr, svo lengi sem
hann eigi sannar með eiðsvörnum vitnum allan meiðandi áburð,
er hann hefir um mig skráð.
Að endingu læt ég hann vita, að ég virði hann ekki frarnar
svars, þó hanu ryðji úr sér ósönnum þvaðrsgreinum í blöðunum.
Keykhólum 21. apríl 1892.
Bjarni Þórðarson.
Leiðrétting. í „Sögusafni ísafoldar" 1891, bls. 48, er vísan:
„Tímann líður óðum á“ eignuð Jónatan presti Sigurðssyni frá
Ljósavatni, sem varð prestr að Stað i Hrútafirði. Þetta er ekki
rétt. Vísu þessa kvað Grímr bóndi Þorsteinssou, sem bjó á
Úlfsbæ í Ljósavatnssókn, dáinn nálægt 1826. Grimr skar vísu
þessa á fjöl, er hann negldi yfir útidyrum á bæjarþili í Úlfsbæ,
og til eru enn nokkrir menn, sem sáu vísuna þannig ristna. Svo
er mér þetta kunnugt, þar eð ég er svo nákominn Grími að
frændsemi, að hann var föðurbróðir minn, og fann ég mér skylt
að leiðiétta það.
Þórðarstöðum í Fnjóskadal, 12. sept. 1892.
Jónatan Þorlaksson.
Arnarfírði, 12. okt. Sumarið og haustið var hér eitt hið
besta, sífeld þurkatíð, og var nýting á heyjum góð; tún spruttu
reyndar illa, þau sem harðlend vóru, vegna þurkanna, svo marg-
ir eiga erfitt með að geta haldið kúm sínum. Votlendr úthagi
spratt aftr allvel, svo útheyskapr hefir orðið hjá fiestum í góðu
meðallagi eftir því sem hér er um að gera, því flestar jarðir eru
heldr slægjulitlar í þessu bygðarlagi, og flestir heldr fjárfáir. —
Fé hefir reynst heldr rýrt til frálags, sem stafár af þurveðrun-
um i sumar, þvi þó land sé hrjóstrugt hér, er samt fé heldr
gott til frálags, þegar haganleg tíð er á sumrin. — Ejötprís
er hér lágr, 12—18 aura pd. eftir gæðum, enda er hér mjög
lítið selt í kaupstað af fé, þvi hér eru engir fjárbændr. —
Landbúnaðrinn er líka ekki ræktr nærri eins og skyldi, þvi
allir leggja sig mest eftir sjónnm, og er það einkum túnarækt-
in, sem gæti verið miklu betri enn hún nú er, enn hér vantar
vinnukraft; það eru vandræði að fá hér duglegt vinnufólk.
Margir bændr eru alveg einyrkjar, og eru svo við sjó alt vorið
til sláttar, og svo strax er sláttr hættir aftr, byrja haustróðrar,
svo hjá sumum má heita að iandsbúskaprinn sé bjáverk. Þó eru
nokkrir bændr, sem eru farnir að rækta betr tún sín og hafa
gert talsvert að þúfnasléttun, og sumir byrjaðir á að girða þau,
og búnaðarfélög eru komin hér á og búfræðingr haldinn í
hverjum hreppi nú í tvö siðastl. sumur, svo það má þó segja
að hér sé vaknaðr góðr áhugi til jarðabóta. — Aflabrögð hafa
verið hér ágæt þetta ár. Þilskip á Bildudal öfluðu vel i surnar
frá 40—50 þúsund og eitt nokkuð meira (56,000) og fiskr þeirra
með vænna móti. í haust hefir verið næstum ómuna afli, gæftir
líka góðar; varla að menn muni að fiskr hafi gengið jafnlangt
inn á fjörðinn; t. d. hefir skipstjóri Pétr Bjamarson legið á þil-
skipinu „Snygg“ á Bildudalshöfn og haldið út einum bát með 4
menn, og er búinn að fiska á 5 vikum 9000, og er það alt rétt
fyrir utan höfnina. Þó hafa sumir meiri afla, sem utar búa
með firðinum. Smokkfiskrinn er aðalbeitan, og hefir veiðst nóg
af honum í alt haust, enda eru Arnfirðingar lika klókir við þá
veiði. Aflinn er lika undir því kominn að smokkfiskrinn veiðist,
þvi hér reynist hann hin besta beita fyrir þorsk; líka hefir veiðst
dálitjð af síld í lagnet. Svo árferðið má heita gott hér.