Fjallkonan


Fjallkonan - 13.12.1892, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 13.12.1892, Blaðsíða 1
IX. ár. Nr. 50. FJALLKONAN. Aiy. 3 kr. (4 kr. erlendis). Ojalddaxi 15. júlí. Reykjavík. 13. desember 1892. Skrífst. »« afgrciíslust.: Þingholtsstrjeti 18. ÍT3VLÖ er til leigu í stóru og vönduðu húsi á góðum stað í bænum frá 14. maí 1 vor, 4—5 her- bergi efvill, auk svefnherbergis, eldhúss, nægra geymslu- herbergja, kálgarðs o. fl. Ritstjóri vísar á. Verslun G. Zoéga & Co. BJ ^liomiö z •> & Fionel, fleiri tegundir. v' Flonelsskyrtur, fleiri tegundir. \ & * % Svartir kven-ullarsokkar. Sængurdúltur, fleiri tegundir. Kaingarn. Dúffel. H a 11 a r. Húíur. Herðasjöi. S/j. 0. ii. 0. fi. % <s/ % 4* > Bæjarstjórn Reykjavíkr hefir á fundi 1. des fallist á tilboð Fischers kaupmanns um gufubát a Faxaflóa, þannig að bæjarstjórnin vill leggja á bæjar- búa aukagjöld til gufubátsferðanna, og hefir meir ai segja skrifað sýslunefndunum hér við Faxaflóa um að taka þátt í þessum félagsskap með sér. Enu bæj- arstjórnin hefir að líkindum ekki gætt þess, að hún heflr að svo komuu máli enga heimild til að leggja slíkt gjald á bæjarbúa eða gera samning við önnur héruð um þetta mál. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkr veit enginn hvort er til eða ekki, og því BÍðr þekkir nokkur framkvæmdir hennar. — Nsmir sjúkdómar, sem koma hér upp, svo sem mislingar, tauga- veiki o. fl., breiðast þvi tálmunarlaust út, og þess er aldrei get- íð, að reynt hafl verið að stemma stigu fyrir þeim, eða setja neinar varúðarreglur. — Ekki er ólíklegt, að kólera geti flutst hingað með vorinu, ef hún tekr sig þá upp aftr i grannlöndun- um, og munu menn hér illa viðbúnir að taka á móti henni. Yarúðarreglum gegn kóleru, iíkum þeim sem í sumar var útbýtt í grannlöndunum, hefir ekki einu sinni verið útbýtt hér. Kólera mundi þó að líkindum verða hér skæð, þvi þótt Ioftslagið sé hér nokkuð kalt, mundi sýkin geta magnast hér eins fyrir það að sumarlagi, enda mundi hún hafa nægilegan forða handa sér í göturennunum, forarvilpunum og öðrum óþrifnaði. — Þrifnaðinum utanhúss hér í bænum fer lítíð fram; hér stendr alt þess konar að kalla í stað, þótt meiri og meiri stund sé lögð á utan húss hreinlæti í bæjum erlendis og stóífé varið til. Þannig sendu Kristjaníu-búar fyrir skömmu nefnd manna til Englands og Ameríku tilað kynna sér göturæsi og hreinsuní stórborgunum, og kostaði sá leiðangr mörg þúsund krónur. — Rennurnar hér í bænum eru ómynd og viðbjóðr; í þær er helt öllum óþverra, og sumstaðar eru þær svo djúpar, að þær eru hættulegar fyrir smábörn, enda heflr stundum legið við að það yrði að slysi. — Skortr á renn- andi vatni í bænum er og verðr víst fyrst um sinn því mest til fyrirstöðu, að göturennunum verði haldið hreinum, enn víða mætti þó víst gera talsverðar umbætr með litlum kostnaði, sem væri þarfara enn lokan han3 Sigurðar himnasmiðs, gullrennan, stein- stöplarnir kring um Austrvöil og önnur fleiri axarsköft, sem hafa kostað stórfé. Kvenbúningrinn. Eftir 4-ónas Hallgrímsson skáldið. 1. Kvenbúningrinn hversdags. (Framh.). Kvenbúningrinn á íslandi er enn þá víðast hvar svo fagr og þjóðernislegr, einkum hversdagsbúningrinn, að ég hefði næstum getað leitt hann hjá mér. Ég get ekki t. a. m. imyndað mér fallegra höfuðfat enn húfuna. Það er nauðsynlegt fyrir kvenfólkið, að hafa eitthvað á höfðinu bæði til skjóls og til að halda hárinu saman, enn höfuðfatið má ekki bera höfuðið ofrliða, eins og t. a. m. Hafnarfjarðar-húfurnar hérna um árið; það gildir einu, hvort það er fríðr kvenmaðr eða ófríðr, sem setr þess báttar upp, því höfuðið hverfr undir höfuðfatinu; húfan gerir þar á móti ekki meira enn hún á að gera; hún er nægi- ieg til skjóls, enn lofar bæði hárinu, sem er eitt með því fegrsta á kvenmanninum, að leika frjálsu niðr um herðarnar, og stelr heldr ekki neinu af svipnum, þvi það er ekki henni að kenna, þó hún sitji stundum niðr í augabrúnunum og upp í huakkan- ura, heldr þeim, er setja hana svo uþp. íslensku stúlkurnar með húfurnar þurfa þvi ekki i þvi efni að sjá ofsjónum yfir kven- fólkinu í danska búningnum, því þeim er ekki nema um tvent að velja, annaðhvort að hafa nokkuð á höfðinu, sem á dönsku heitir kappe, enn ekkert nafn á til á íslensku, og sem að útlit- inu til er eins óumræðilegt, eða þá að öðrum kosti að ganga berhöfðaðar og keyra hárið í hnút upp í hvirflinum. Ég veit ekki hvað það heitir á ísleusku, enn það er líkt því sem menn kalla að gera upp tagl. IJm peisuna er sama að segja og húfuna, að hún er hið fall- egasta fat og fer næstum því öllum vel; kemr það af því, að hún er útbrotalaus og sniðin eftir líkamanum, enn gefr þó svo mikið eftir, að limaburðrinn og allar hreyfingar geta verið frjáls- legar og óbundnar. Kvenfólkið í Þingeyjarsýslu, og vera má það hafi útbreiðst, hefir fundið upp nýjar peisur; þær eru krækt- ar upp undir brjóstið, enn gapa úr því, og eru flegnar út á báðar axlirnar; að aftanverðu eru þær eins og peisur eru vanar að vera, nema hvað þær eru mikið niðrskornar i hálsmálið. Inn- an undir peisuna breiða þær léreftsklút á bijóstið og herðarnar. Það or vist, að þessi peisa er ekki skjólbetri enn aðrar peisur, því léreftið er þynnra og kaldara enn prjónasaumr, og ég get ekki heldr séð, að það sé fallegra, því klútrinn er oftast bögl- aðr undir peisunni og líka er honum hætt við að skreppa upp- undan. Mér er því fyrir mitt leyti ekki unt að skilja, hvað

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.