Fjallkonan


Fjallkonan - 13.12.1892, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 13.12.1892, Blaðsíða 2
198 FJALLKONAN. IX, 50. gott sé við þessar uppáfyndingar, enn öllum gengr þó eitthvað til þess sem þeir gera, og svo raun og vera með stúlknrnar í Þiugeyjarsýslu. í kringum kaupstaðina eru sumar konur í fati, sem þær kalla „kort-treyju“ (stutt-treyja ætti það þó heldr að heita); þotta fat er eins og upphlutr af dönskum kvenkjól, nema að aftanverðu eru settar á það peisufelliugar; fatið er ekki fall- egt, enn er þó dálítið kírailegt á að sjá, því það er þjóðblend- ingr, eins og nafnið ber með sér. Um niðrklæðnaðinn er ekki inikið að segja, fötin eru rétt faliog, þegar þau eru ekki of íburðarmikil, eða of mörg í einu, því það gerir hvort um sig kvenmanninn of áreiðamikinn, enn kuldinn kemr þar nú til á hina hliðina, og við honum er þó von að menn vilji gera, og því geri ég ekki annað enn benda á það rétt svona lauBlega. Um skðfatnað íslendinga mætti víst margt segja, einkum við- víkjandi skinnaverkuninni, enn það er hvorttveggja, að ég er þess ekki fær, enda á það og ekki hér við; íslensku skórnir sjálflr eru þar á móti mikið hagkvæmir, því þeir gera fótaburðinn létt- an og snotran, og lika eru þeir dáindis fallegir, ef þeir eru vel gerðir, þvi þeir breyta livorki löguninni á fætinnm né gera hann stærri enn hann er í raun og veru. Á Norðr- og Austrlandinu hafa menn oftast nær brydda skó, og eru þeir miklu snotrari enn skór Sunnlendinga, því bryddingin hylr skóvarpið og felling- arnar. Það er algengt heima, að gera spariskó úr kálfsskinni, og þá þykja þau skæðin fallegust, sem annaðhvort eru hvít eða mislit, enn ég er sannfærðr um, að það leggja íslensku stúlkurn- ar niðr, þegar ég segi þeim, að fótrinn sýnist miklu stærri í hvítum skóm eða flekkóttum enn i svörtum, og ef þær trúa mér ekki, þá þurfa þær ekki annað enn reyna það sjálfar. Þar að auki draga flekkóttu skórnir eftirtektina til sín frá andlitinu, og það munu þó fæstir kvenmenn kæra sig um. (Framh.). Peningar og prestþjónusta. Múlsýslungar senda nú 2 presta á þing, séra Einar i Kirkjubæ og séra Sigurð á Yalþjófsstað. Þessir prestar gera sig ánægða með, þó prestaköll þeirra, sem eru einhver hin erflðustu á landinu, fari varhluta af prestþjón- ustu þeirra fullan fjórðung úr ári, þegar þing er haldið. Séra Sig. áleit ófært að stækka Yalþjófsstaðar prestakall, meðan hann var þar ekki prestr, enn síðan, er honum bauðst þessi feiti biti, hafði hann náttúrlega ekki á móti, að prestakallið væri stækkað. Á síðasta þingi barðist hann fyrir að nágrannaprestakallinu, Yalla- nesi og Þingmúla, yrði skift í tvö prestaköll; kvað ókleyft að þjóna þvi að öðrum kosti. Nú þykir honum þó ekki ókleyft fyrir hinn sama Yallaness og Þingmúla-prest að bæta því á sig að þjóna Valþjófsstaðar og Ássprestakalli meðan hann er á þingi. Eða eiga'aðrir prestar, sem lengra búa frá, að gera það? Við þingför þeirra séra Einars og séra Sigurðar verðr alt Fljóts- dalshérað vestan Fljóts úr Fljótsdalsbotni út að sjó í Hróars- tungu og Jökulsárhlíð prestslaust; það eru einhver hin fjölbyggð- ustu prestaköll á landinu;gvegarlengdin endanna á milli yfir 10 mílnr, vegr víða ógreiðr og verstu ár yfir að fara. Enn hvað er það fyrir guðsraennina, að horfa í prestþjónustuna, þegar peningar og alþingismenska er í boði? Stórkostlegt sandfok gekk yfir Landsveit í norð- anveðrunum í byrjun des. í þeim veðrum fauk svo mikill sandr á túnið á prestssetrinu, Skarði, að þar er talið óbyggiiegt og að ekki verði komist hjá að flytja bæinn úr stað. Skipstrand. 2. des. um kveldið slitnaði upp hér á höfninni skonnorta „Andrea“ frá Flatey (skipstj. Bjarni Thorareusen), að mestu leyti eign verslunar J. Guðmundssonar. Skipverjar björg- uðust með naumindum i land á streng. Vörur, sem í skipinu vóru og sendast áttu til Flateyjar, skemdust mjög. Uppboð 10. des. Guðmundr i Nesi keypti Bkipsskrokkinn á 225 kr. Srniðja brann nýlega á Reynifelli á Rangárvöll- um og þar inni mikið af búshlufcum og reiðskap. Nýdáinn er merkisbóndinn Sigurðr ísleifsson á Barkarstöðum 1 Fljótshlíð. Hann áttu tíu börn er npp komust, enn þau eru: Ingibjörg kona Jóns bónda í Syðstumörk, Sigurðr bóndi á Selja- landi, Helga, ekkja Helga í Árbæ i Holtum, ísleifr í Ameríku, Guðbjörg, kona Sigurðar Ölafssonar í Butru, Ólöf kona Kristjáns í Marteinstungu, Tómas ú Barkarstöðum, Sæmundr í Þórukoti, Ögmundr í Tjarnarkoti og Högni, allir kvæntir. 9. des. dó í Reykjavík Jóhannes Zoega, bróðir Geirs kaupm., dugnaðarmaðr, sjötugr að aldri- Læknaskólinn. Þar eru nú að eins 4 stúdentar: Fríðjón Jensson (útskrifast að sumri), Sigurðr Pálsson, Skúli Árnason og Vilh. Bernhöft. Prestaskólinn. Þar eru alls 11 stúdentar, 9 í efri deild og 2 i neðri. í efri deild: Bjarni Símonarson, Björn Bjarnarson, Björn Blöndal, Guðmundr Jónsson, Jes Gíslason, Júlíus Þórðar- son, Magnús Þorsteinsson, Sveinn Guðmundsson, Vigfús Þórðar- son. í neðri deild: Ásmundr Gislason, Helgi Pétr Hjálmarsson. Latínuskólinn. Þar eru nú 89 lærisveinar. Kvennaskólinn. Þar eru nú 38 lærimeyjar. — Kvenna- skólann i „Vinaminni“ heflr nú engin sótt. Sjómaimaskólann sækja 13 nemendr. Flensborgarskólinn er nú með fjölsóttasta móti, 35 nemendr í gagnfræðisdeildinni. Barnaskólann í Rcykjavík sækja nú um 170 I börn. -----------— Austrskaftafeilssýslu (Hovnafirði) 15. nóv.: „Tíðarfarhefir verið heldr umhleypingasamt síðan seint í okt. (28.) að brá úr stillum, sem þá höfðu alllengi gengið; þá dagana dreif fjarskaun allan af snjó á fjöll, enn litið sem ekkert á sléttu; fenti þá fé í fjöllum sum- staðar og vantar jafnvel enn, t. d. í Lóni eitthvað, og heflr þó hlánað allvel síðan. — Margir óska eftir góðum vetri, því þótt miklu væri lógað, bæði af nautgripum og Bauðfé, í haust, mun þó verða fulldjarflega sett á hin litlu hey. — Verslunarástandið hér er ekki neitt sérlega glæsilegt núna, því ofan á hina lágu prísa á innl. vöru bættist það, að ekkert skip kom til Papósverslunar i haust. í sumar i júni strandaði nefnil. kaupskip Papósversl- unar „Anna“ (laskaðist af ísreki á höfninni þar), og gat svo út- gerðarmaðr verslunarinnar ekki fengið neitt skip til að fara hing- að, og svo var náttúrlega alveg vörulaust í Papós, og urðu menn að taka það til bragðs að sækja brýnustu nauðsynjar sínar til Djúpavogs, enn þar var þá farið að verða heldr vörulítið, því haustskipið var þá ekki komið (er nýlega komið þar), svo menn fengu þar ekki eins og menn ætluðu sér og sóttu menn þó ekki alment þangað austr nema úr Nesjum og Lóni; svo kornbirgðir manna eru víst fremr litlar heima fyrir, einkum sunnan til i sýslunni, og er það því tilfinnanlegra, sem kartöflur og rófu,r brugðust gersamlega, sem menn hafa þó að undanförnu haft mjög mikla aðstoð að. Það væri ómetanlegt hagræði fýrir okkr Skaft- i fellinga, að strandferðaskipin eða gufubátr kæmi hér á ósana, j Pápós og Hornafjarðarós, þó ekki væri nema þrisvar á sumri. Þvi það er alveg drepandi, að verða að búa við það samgöngu- ! leysi, sem nú er og hefir verið hér. — Enn menn vona, að þingið næst skilji ekki við samgöngumálið í annari eins endileysu og í ráðleysi eins og síðasta þing gerði. Það virðist lika skömm að j því fyrir þjóð, sem vill teljast meðal siðaðra og mentaðra þjóða, J að una lengr þeirn samgöngum, sem vér höfum nú, og berja því j stöðugt við, að ekkert sé hægt að gera fyrir féskorti, enn hafa j þó efni á að hafa langt of marga og hátt launaða embættismenn j (amtmannaembættin, jafnvel virðist að sýslumannaembætti þyrfti ! ekki eins mörg, væri umboðsstjórninni komið öðruvísi fyrir enn j nú er) og þessum háttlaunuðu og jafnvel óþörfu embættismönn- j um þar að auki veitt gifrleg eftirlaun“. i=»CrffCí Tolstoj mætti einu sinni lögregluþjóui, sem fór með mann, | sem átti að setja i varðhald. Eins og kunnugt er, vill Tolstoj j ekki hafa varðhöld og refsingar, og telr það gagnstætt kenningu ! kristindómsins. Hann sagði þvi við lögregluþjóninn: „Eruð þér j læs?“ — „Víst er ég það“, sagði lögregluþjónninn. — „Hafið þér

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.