Fjallkonan


Fjallkonan - 20.12.1892, Síða 2

Fjallkonan - 20.12.1892, Síða 2
202 FJALLKONAN. IX, 51 að íslenska búningnum og tekið á sig danskt snið í öllum klæða- burði; um þennan hluta íslenska kvenfólksins er ekkert meira að segja; þær eru, hvað klæðaburðinn snertir, gengnar út úr þjóðerni sínu. Þeim sem ekki hefir almennilega tekist að skifta honum, enn þó ekki getað unað sér við íslenska búninginn, hefir þar á móti farist miklu lakar; þær eru eins og hann „Önundr á öðru stígvélinu", illa danskar og ver íslenskar; svo að menn viti hvað ég meina, þá ern þær berhvirflaðar með koppgjörð um ennið, í kvenfrakka, sem tíðkaðist i Danmörku um aldamótin, og með íslenska skó; þar að auki eru mýmargar smábreytingar, eins og „kort-treyjan“ og annað fieira, sem engiun veit hvað heitir, enn því sleppi ég öllu saman. Þriðji hluti islenska kven- fólksins er sá sem enn þá gengr í íslenskum búningi; þeim hefir að vísu best farist, er þær hafa gert sitt til, að halda við þjóð- erni sínu, enn búningnum hefir hnignað hjá þeim. Sumar þeirra sem enn þá ganga í íslenska búningnum, gera það svona athuga- laust, af þvi hún móðir þeirra gerði það, og af því þær í raun- inni gildir einu hvernig þær eru búnar, enn hjá þeim verðr bún- ingrinn skeytingarlaus; þær hafa fyrir orðtak gamlan málshátt, að það sé lítið vit að gangast fyrir lit, og hann á vel við um hnappheldur og reipi og í nauðsfalli um besta og kýr, enn með engu móti þar sem fegrðin er öðrum megin, t. a. m. um kven- fólk; þær brjóta skyldur sínar við líkamann, þvi þær vanprýða hann meira enn þær þurfa meö klæðaburðinum, og þær gleyma köllun konunnar, að vera „prýði bónda síns“. Hinn hluti þeirra sem enn þá eru eftir í íslenska búningnum, hefir tekið sér þá reglu að vera lýtalaust búnar; þær láta sér nægja að fötin séu heil og fari nógu vel, enn alt pijál og glingr, sem þær kalla, virða þær einkis. Þær eru ánægðar, ef þær sóma Bér með öðr- um íslenskum stúlkum, enn hugsa sér ekki svo hátt að jafnast við þær dönsku. Það er nú auðséð, hvaða afleiðingar þetta hefir fyrir búninginn, að hann verðr vanræktr og þessi vanrækt er kvenfólkinu að kenna; af því íslensku stúlkurnar hafa fengið það álit á sjálfum sér, að þær standi á baki öðrum stúlkum að fegrð og eiguleika, af því þær hafa sjálfkrafa afneitað náttúru sinni að halda sér til, hafa þær af auðmýkt játað með klæða- burðinum, að þær þættust ekki standa hinum jafnfætis, og þessa játningu hafa þær gert fyrir ókomnar aldir fyrir dætr sínar og dætradætr, með því að niðrlægja þjóðbúninginn, nema þær vilji manna sig upp og hrinda þessu ámæli af sér. (Framh.). Bréf úr Múlasýslum. 1. nðvember. [Tíðarfar og búnaðarhagir. — Wathne. — Verslunin. — Sam- göngumál. — Deilur milli presta og safnaða. — Þingmenn Múl- sýslunga. — Vistarbandið. — Bókasafn]. Það hefir ýxnislegt verið að hér á Austfjörðum þetta árið, sem vel mætti geta í blöðunum, og er þá gild og gömul regla, að minnast fyrst tíðarinn- ar, enn hún hefir verið hin versta frá þvi í fyrra haust; fram til miðs vetrar gekk hér ekki á öðru enn stórrigningum, bleytukafaldi og stormum, alt á mis; eftir það var þurrsnjóa, enn ekki létti vetri af fyr enn í júní, og mátti svo kalla, að mest- an hiuta tímans væri jarðlaust, enda feldu sumar sveitir margt fjár fyrir heyskort í maimánuði, og mesti fjöldi vorlamba dó. Grasvöxtr varð afarmis- jafn, sumstaðar í meðallagi, enn sumstaðar aftr nærfelt enginn, einkum varð töðuvöxtr smáfeldr; heyannir byrjuðu víðast seint í júlí og í sumum sveitum eigi fyr enn í ágúst, enda lágu töður enn óhirtar á túnum sumstaðar í Fjörðum í septem- ber miðjum; ollu því megnir óþurkar, svo öll nýt- ing varð í lakasta lagi; þó hafa hey hvergi orðið úti að mun, svo ég viti. Málnyta varð alstaðar rýr, og allvíða engin, enda varð sumstaðar að gefa kúm með beit til júlíloka, svo gröri úthagi iila, og eru þannig eigi svo fáir búendr til sveita, sem eigi hafa haft mjólk á þessu sumri. Afréttarfé reyndist vonum framar, og munu heygjafirnar í fyrra vetr hafa bjargað hér. Allir gera ráð fyrir að lóga ó- spart af heyjum, því að bæði eru heyin sárlítil og fyrningarnar engar, og svo eru menn hræddir um að grasið, sem pínst hefir upp í þessum kulda-hrak- viðrum, sé kostalítið, enn efndanna er vant þótt heitin séu góð, eða svo hefir það oftast reynst hér eystra í heyásetningsmálinu. Svona er nú búskapr- inn á landi, enn í sjónum hefir líka verið hallæri, og er því síld og annar fiskr hér með minsta móti. — Wathne flögrar fram og aftr með hjólum og skrúfum um sjóinn, enn enginn veit hvaðan hann kemr eða hvert hann fer, og stundum ekki sjálfr hann; það er alt eitthvert ráðaleysisráf. — Þá er verslunin; hún hefir trúlega, nú sem fyr, eflt hall- ærið og aukið; útlendar vörur hafa verið í tvöföldu verði og innlendar vörur i nærfelt engu verði; sem dæmis má geta þess, að fyrir nokkrum árum feng- ust tvær tunnur af rúgi fyrir tvævetran sauð, ekki samt hjá kaupmönnum, enn nú stóð þetta á höfð- inu, tunnan varð ein og sauðirnir tveir. Pöntun- arfélag Héraðsmanna sendi á 5. þúsund sauða, enn þar af kastaði Coghill úr á 6. hundrað, og sagði að það væri einskis virði á Englandi, og var þó flest af úrkastinu um 100 pd. á þyngd, enn hann sagði líka á eftír, að þetta fé, sem færi, væri fall- egasti hóprinn frá Islandi í haust; þó hélt hann, að meðalverð yrði eigi yfir 12 kr. sauðrinn. Framkvæmdir í almennum málefnum hafa verið mjög litlar, eins og lika altíðast er í hallærum; þó ætla Héraðsmenn að halda áfram með Ósmálið sitt, ef landsstjórnin setr eigi þvert nei fyrir útborgun á fé þvi, er þingið veitti til gufubátsferðanna á Austfjörðum og sýslunefndirnar veittu aftr Héraðs- mönnum einum. Hreyfingar í andlegu áttina eru heidr ekki stór- vægilegar, nema ef telja skal uppistandið milli safn- aða og presta í 2 prestakölium, Dvergasteins og Vallaness, og á nú innan skamms að reyna sætt milli prestsins og safnaðarins í Dvergasteinssókn; hún hefir áðr verið reynd, enn hélst illa, og litlu endingarbetri halda menn að þessi sætt verði, þó hún komist á; til sáttamanna eru kvaddir prófastrinn í Norðrmúla- prófastsdæmi og prestrinn í Vallanesi, sá er þar á tilvonandi í útistöðum við frikirkjumenn innau síns safnaðar; þykir mönnum þessi kosning uudarieg, eins og margt anuað í málum þessum frá öndverðu, og ætla að sáttvænlegra væri og lialdbetri sættin, ef leikmenn fengju að vera með prófasti í sáttaleitunum þessum, enn — búið arki að auðnu. Ekki þekki eg presta þessa, enn alþýða segir að þeir séu leyfilegs ávinnings gírugir; og mun það vera einn af kostum þeirra. Líklega birtist bráðum saga þessarar kirkju- legu hreyfingar, og þarf hór eigi að rekja þetta mál lengra. — Til þingsetu hafa verið kosnir miklir drengskaparmenn, og þykir mér það mestu varða,

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.