Fjallkonan - 20.12.1892, Page 4
204
FJALLKONAN.
IX, 61
H. TH. A. THOMSENS verslun I Reykjavík.
Jólabazarinn er opnaör,
Og er fjölskrúðugr af fallegum munum, bæði til skrauts og nauðsynja, með lágu verði. einnig leikföng-
um, ilmvötnum og „Toilet“-áhöldum.
ATH. Talsvert af eldra glysvarningi selst þar meö hálfvirði.
Þar eru krystallsbikarar, hentugir til jólagjafa
Ennfremr eru til sölu:
Stearinkerti og Spil með ýmsu verði, Jólakerti í pökkum með 30 kertum 50 a.
Yínföng, Vindlar og Reyktóbak af mörgum tegundum.
Mikið úrval af niðrsoðnum matartegundum, Ávaxtalegi, Syltetöj og Q-emyser.
Chocolade, Confect-brjóstsykr, Confect-rúsinur, Fíkjur, Para- og Skógarhnetur.
Miklar birgðir af Korn- Nýlendu- Isenkram- Grlas- og Postulins-vöru.
Mikið úrval af vefnaðarvöru, þar af frambýðst einkum til jólanna:
Skinn-Mufter, Loðskinnskragar, Regnhlífar, Sjöl, Ullarklútar, Svuntuefni, Slipsi, Jerseylíf, Kragar
og Flibhar, Manchetter, Humhug, Fataefni, Tiihúin Föt, og m. m. fl.
Hvínavatnssýslu (austanverðri)
1. des. Heybirgðir vóru í haust
með minna móti; taða víðast ekki
meiri enn þriðjungr eða helmingr
á við töðuna í fyrra, svo alment
hefir verið lógað miklu af kúm.
Úthey urðu viðast í meðallagi, að
minsta kosti upp til dala. —
Haustið hefir verið allgott, þar til
nú um jólaföstukomu, að brugðið
er til frosta og hríða. Frostið
hefir enn orðið mest 14° R. —
Verslun er óhagstæð hér sem ann-
arsstaðar og skuldir miklar. Pen-
ingaleysi svo mikið, að stórbændr
eiga fult í fangi með að greiða
skyldur sínar og skatta í pening-
um. — Kjötverð var hér 10- 14 a.,
gærur 25 au., mör 18 au., haust-
ull 35 au. Útlend vara öll i háu
verði: rúgr 21 kr., rísgrjón 28—
26, bankabygg 30, baunir 32,
kaffi 1.10, kandís 38, melis 36
o. s. frv.
„Stúfr‘'U heitir hið síðasta leir-
hnoð, sem Símon Dalas.... hefir
barið saman og prenta látið í ísa-
foldarprentsmiðju. Sama skáld hefir
einnig verið að yrkja í merkisblað-
ið ísafold sjálfa. — Ekki vantar það,
smellið er nafnið enn sem fyr á
syrpum hans, enn um það má segja
eins og meistari Jón segir: „Eg
veit, að einn asni verðr samt aldrei
hestr, þótt á hann sé lagðr gull-
söðull, svo verðr og einn dári aldrei
vís, hvernig sem hann málar sig
utan“. Rit Sím. verða aldrei annað
enn bull, þó hann klessi á þau
nöfnum fornskálda. — í meir enn 20
ár hafa nú útburðir Símonar vælt
í hverju holti á landinu þvert og
eiidilangt, öllnm betri mönnum til
gremju og skapraunar.
í „Stúf“ þessum er eigi að eins
nýr leirburðr, heldr og gamlar
dreggjar, enn almenningi þykir
bragðið víst gott, hvað sem því líðr.
Aðalkvæðið i Stúf, sem nýtt er,
er um Kristján skáld Jónsson og
Jóhönnu unnustu hans, ákaflega
langr siefu-bláþráðr. Þar sem hann
lætr Jóhönnu tala við Kristján, byrj-
ar hún á klámi til smekkbætis, og
geta flestir séð, hve náttúrlegt er að
ástfangin stúlka tali þannig. — Ann-
ars dettr mér ekki í hug að fara
að elta Símon í riti þessu.
Málið er hörraulegt, ekki snefill
af óbjagaðri islenzku, orðin öll teygð
og toguð, bara til þess að fá at-
kvæðafjöldann í vísuorðin; orð-
skrípi og hortittir eins og maðka-
veita í hundsskrokk, og áherzlan
eins og hjá vitlausum manni, og er
nú flest talið, sem einn kveðskap
má óprýða. — Jónas Hallgrímsson
sagði, að nær hefði sumum rímna-
skáldum verið að prjóna duggara-
sokk, enn fimbulfamba rímur sínar,
enn þessi Stúfr er helzt í líkingu
við sokkleist úr geitarhári, sem
áttræð, steinblind og krókloppin
kararkerling hefir potað sér til
dægrastyttingar, og verðr ekki einu
sinni notaðr til að stinga í hunda-
fífu.
Aftast í skottiriu á Stúf er skrá
yfir allan leirburð Simonar með til-
færðu söluverði, og er flest af því
uppselt. Kostar þá öll syrpan 8,05
kr. Ef gert er, að af hverju riti hafi
verið lögð upp 1000 eintök, þá er
Símon búinn að selja fyrir rúm
átta þúsund krónur, og er það lag-
leg peningahrúga, sem þjóðin hefir
lagt í lófa karls fyrir aðra eins
endileysu, og hefði þeim peningum
verið betr varið til að kaupa Fjall-
konuna.
Á einni viku kveðst Símon hafa
selt rit sín fyrir 60 kr. í Reyð-
arfirði. — Ekki eru Reyðfirðingar
gleðivandir. — Hvenær skyldi al-
menningr ljúka svo upp augunum,
að hann hætti að láta dragast á
tálar af slíkum hégóma?
Þyrnir.
Rahbeks Allé bjórinn
hjá Brciðijörð.
Nú gengr mikið á, að aftappa
hinn kröftuga þjóðdrykk Rahbeks
Allé bjórinn fyrir jólin.
Hið skásta jólaborð hér í bænum,
er hjá Breiðfjörð.
Hið stærsta og margbreyttasta
úrval af karlmanna hálsbúnaði
og öUu þar til heyrandi er hjá
BreiðQörð. Komið og sjáið.
Lampaglös (vanaleg) á 15 a., fir
kristalgleri 30 a. Munntóhak 2 kr. pd.
Sfikkulaði 60 a. Borðhnífar 10 kr. dús.
Gafflar 22 kr. dús. Skeiðar 22 kr. dfis.
í verzlun Magnúsar Einarssonar
á Vestdalseyri.
Leiðarvísir til lífsáhyrgðar
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og
hjá Dr. J. Jónassen, sem einnig
gefr allar nauðsynlegar upplýsing-
ar um lífsábyrgð.
Ir rerslun Magnúsar Einarssonar fir-
smiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð
fást ágæt vasaúr og margskonar vand-
aðar vörur með mjög góðu yerði.
Útgefandi: Yaldimar Ásmundarson.
Félagsprentsmiðjan.