Fjallkonan


Fjallkonan - 10.01.1893, Page 2

Fjallkonan - 10.01.1893, Page 2
6 FJALLKONAN. að grein mín um kirkjunaog kraftaverkin sýni, „hversu kúgandi kraftaverkatrúin sé fyrir presta nú á dög- um“, þá veit hann víst ofrvel sjálfr, að ef vér, sem trúum á drottin, gætum ekki trúað á mátt hans til að gera tákn og stórmerki, þá mundi hvíla á oss ógurlegt, þvingandi farg. Enn nú er það einmitt vor fullviss fögnuðr, að vér eigum þann drottin yfir oss, sem alla hluti megnar og fullkomlega er frjáls í öll- um sínum vilja og verki. Ekki er það samt svo að skilja, sem vér hyggjum að vald drottins sé gjörræð- islegt. Hinn eini alvitri guð getr ekki breytt gagn- stætt sjálfum sjer; jafnvel maðr getr ekki gert það öðruvisi en í blindni, hjá honum getr ekki eitt verk. ið verið í mótsögn við annað, af því öll hans verk eru framkomin úr djúpi veru hans, nema því aðeins að hann hið innra sé sjálfr kominn á sundrungu, sem því miðr á sér stað um margan mann. Enn þannig er ekki allsvaldandi drottinn. Eins og ég, sem trúandi maðr, er sannfærðr um óyggjandi veruleik kraftaverkanna, eins er ég sannfærðr um, að vald drottins beitir engu gjörræði í þeim. Þessvegna er það, að þó ég gæti ekki skilið, hvernig á nokkuru einu einasta kraftaverki stæði, þá mundi ég þó vera sannfærðr um, að kraftaverkin gætu eigi verið stríð- andi mót verulegum náttúrulögum, því hvorttveggja er fram komið af veru-djúpi hins sama drottins. Svo sem sá er vel veit, hversu lítilmótlegr maðrinn er, mundi ég að eins játa, að skynsemi mín er ekki orð- in nógu þroskuð til að skilja þessa hlið á guðs verk- um, eins og líka með sanni má segja. að bún skilr lítið af guðs verkum í náttúrunni. Og ég mundi bíða rólegr, biðja og hugsa eins og sá sem ekki er | bráðlátr, þangað til ég fengi næga andlega vizku til að sjá hið djúpa samræmi í öllum drottins verkum. Henning kemr með þá kátlegu setningu, að „séu kraftaverkin í samkvæmni við náttúrulögin, þá stafi þau ekki af íhlutun guðs, og séu þá alls ekki krafta- verk“. Og svo ályktar hann af því að ég sé skyn- semistrúar maðr. Það er hægr vandi að sanna svona, slá fram setningu og færa engin rök fyrir. Sérhver líkami er, eins og allir vita, undirgefinn þyngdarlögunum, og ætti eftir því ætíð að liggja flatr á jörðunni. Enn það er alls ekki í mótsögn við þessi lög, að viljinn setrtaugar og vöðva í hreyfingu og hreyfir líkamann frjálslega. Vor frjálsa hreyfing er þá í fullri samkvæmni við þyngdarlögin, þótt hún á hverju augnabliki sýnist ógilda þau. Að skilja þessa samkvæmni megnum vér ekki, en að neita henni væri óðs manns æði. Lögmál og frelsi stríða þannig ekki hvað mót öðru, þó vér skiljum ekki innra samband þeirra, og vér verðum að láta oss nægja reynsluna, að svona er það. Enn þá er hin frjálsa hreyfing guðs og íhlutun hans í röð og reglu náttúrunnar alls 'ekki rof á þeim náttúrulögum, sem sett eru sköpuðum hlutum, þó vér getum ekki skilið þess konar. Það er reynslan, sem sker úr, hvað rétt er. Þar með fellr sú setning H. J., að séu kraftaverkin samkvæm náttúrulögunum, þá stafi þau ekki frá íhlutun guðs o. s. frv. H. J. kemr með dæmi. „Kemp, prestr“, segir hann, „staðhæfir í fullri alvöru, að vér þekkjum ekki nátt- úrulögmál æxlunarinnar“. — Enn hefir þá H. J. gert nokkra nýja uppgötvun í þessu efni? Við aðrir veslings dauðlegir menn vitum ekki annað enn að þetta X, 2 gerist fyrir getnað og fæðingu, — enn á hvern hátt? Hér stendr skynsemi vor ráðalaus. Þegar nú ritningin segir um hann, sem er mann- kynsins æðsta undr í hreinleika, sannleíka og kær- leika, að hann sé getinn af heilögum anda og fæddr af Maríu mey, þá get ég ekki annað séð, enn að náttúrulögmálinu sé fullnægt, jafnframt og guð hefir gripið inn í eðlisrásina. Kraftaverkið er hér, enn getnaðr og fæðing er hér einnig. Enn þetta mun H. J. aldrei geta játað, því hann vill ekki trúa því, að guð hafi mátt og kærleika til að verða maðr í Kristi til þess að frelsa oss frá falli voru. Við báð- ir litum gagnstætt á þetta mál, af því annar trúir á Krist, enn hinn gerir það ekki. Sama er um upprisu Krists, að það er órökstudd staðhæfing að segja, að hún stríði móti náttúrulög- unum. Hver getr útskýrt, hvað lögmál dauðans er? í náttúrunni sjáum vér lífið stöðugt endrnýjast eftir vetrardauðann, og í hinum mannlega heimi sjáum vér það stöðugt fyrirfarast, að því er sýnist. Að hinn heilagi deyr til þess að rísa upp aftr fyrir almátt guðs, eins og áreiðanlega er fráskýrt af ágætum vitn- um, að þeir hafi sjálfir verið sjónarvottar að og neyðzt til að trúa, þvert á móti sinni eigin sannfæringu, það getr þó ekki í hugsandi manns augum verið stríð- andi mót lögmáli dauðans, sem vér alls ekki þekkj- um og munum ekki læra að þekkja fyr enn vér höf- um sjálfir verið í dauðanum eða varla fyr enn vér rísum upp sjálfir. Upprisa Krists er blátt áfram dagsannr söguviðburðr, sem eigi að eins fyrnefndir sjónarvottar báru vitni um, heldr einnig um alla tíma sannast af hans sívaxandi, frelsanda og lífganda valdi. Og mér þætti gaman að vita, móti hvaða náttúrulögmáli upprisan ætti að stríða? Þetta tal um náttúrulögmál er oft ekki annað enn orðagjálfr, þegar verið er að tala um náttúrulögmál, sem menn varla geta nafngreint, hvað þá heldr útskýrt. (Framh.). Útlendar fréttir. (Framhald.). Bismarck og Emsar-skeytið. Bismarck hefir haldið uppteknum hætti, að tala við hina og þessa um stjórnmál Þýzkalands, sem þá kemr jafnharð- an í biöðin, og lætr hann óspart rita ertandi greinar um stjórnina. Vilhjálmr keisari 2. hafði sagt: „Því betr sem Bismarck flettir ofan af sér sjálfum, þvi betr kemr í ljós, hversu rnikinn þátt afi minn átti í viðburðunum 1866 og 1870“. Þá stóðst Bismarck ekki mátið, og stærði sig af því í viðræðu við Maximilian Harden, að hann hefði með einu pennafari vikið svo haglaga við skeyti því, er hann fékk frá Vilhjálmi konungi frá Ems (í júlí 1870),1 að Moltke hefði orðið þau orð á munni: „Þér hafið ritfært hið rétta Emsar-skeyti svo lag- lega, að það snerist úr friðarboðun í herblástr“. Þegar þetta kom upp úr kafinu, réðust einkum ensk blöð, svo sem heiðrsblaðið „Times“, á Bismarck 1) Vilhjálmr konungr var þar þá að baðviat, og þar var það, sem Bennedette, útaendari frönsku stjórnarinnar, vék sér að hon- nm á göngnstignm baðstaðarins og fékk svör þan er að minsta kostí óbeinlínis flýttn fyrir þvi, að ófriðrinn byrjaði.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.