Fjallkonan


Fjallkonan - 08.02.1893, Síða 2

Fjallkonan - 08.02.1893, Síða 2
22 FJALLKONAN. sem þær miða annaðhvort til að aufea eða minka gjald- I þol hans i samanburði við aðra hreppsmenn, t. d.: I. Ástæður til hœkkunar útsvari. 1. Kostir bújarðar, sérstaklega gott og hægt ! engjatak fram yfir aðrar jarðir í sama hreppi, með j tilliti til eftirgjalds, góðir búfjárhagar með fleiru. 2. Afrakstr búpenings umfram fónaðarafnot ann- ara manna, og skal þá einkum tekið til greina [ mikill búpeningsfjöldi í samanburði við tilkostnað. j 3 Meiri verzlunarhagr hjá einum enn öðrum, einkum fljót og heppileg viðskifti. II. Ástœður til lækkunar útsvari. 1. Annmarkar jaxðnæðis, einkurn ef jörð er örð- ug og útheimtir mikið hrossahald, margt fólk til að afla heyja í samanburði við aðrar jarðir í sveit- inni, erfiða fénaðargeymslu og annað þvi um líkt. 2. Atvinnubrestr f ökum sjúkdóms gjaldanda eða skuldaliðs hans. 2. Kostnaðr er ekkja, ekkiil eða hrumir húsbændr þurfa að hafa til að sjá búi sínu fyrir forstöðu. 4. Fjártjón, er gjaldandi bíðr af óhöppum, svo sem húsbruna, heyskaða, skepnumissi, vöruskemdum o. s. frv. Slikar ástæður skal hreppsnefndin meta til peninga eftir beztu vitund og þekkingu, og heyrir hækkun- in undir tekjur af atvinnu stafl. b. og lækkunin eftir sömu hlutföllum, þannig að fyrir hverjum lBO kr. dragist frá, sem svarar einu lausafjárhundraði. 5. gr. Ekki mega útsvör nokkurs gjaldanda vera minni enn tíundum, sýslusjóðs og vegagjaldi nemr, ef honum að lögum ber að gjalda það. 6. gr. Hreppsnefndaroddviti skal gefa gjaldanda útsvarsseðil, er sýni upphæð fátækratíundar og aukaútsvars, svo og hve mikið lagt er á hvern gjald- stofn, hvenær, hverjum og hvernig gjalda skuli. Syndaflóðið.' Að viðburðr sá, er nefnist syndaflóðið, hafl átt sér stað, á því getr enginn efl leikið, enn jafnvíst er líka hitt, að sá skilningr á flóðinu er gersamlega rangr, að það hafi náð um alla jörð og langt uppyfir alla fjallatinda. Á sumum af fleygletrstöflunum, er fundizt hafa við gröftinn í Ninivehorgar-rústunum, stendr hetjukvæði nokkurt, sagan af Izdubar, er segir frá syndaflóðinu í öllu verulegu svo líkt ritn- ingunni, að enginn efl er á, að hér er sagt frá sama atburði. Ágreiningrinn verðr þvi að eins um það, hvor sögnin sé upphaf- legri, hebreska sögnin frá Jórdanardalnum eða assýriska sögnin frá sléttnm og fitjum Evfrats. Áð assýriska sögnin sé upphaf- legri verðr ljóst af því, að hún segir frá atburði, er enn í dag á heima á þessum stöðvum, þar sem biblían víkr mjög frá því, er á sér stað á Gyðingalandi; hún segir þvert á móti frá atviki, er áþreifanlega bendir á Mesopótamíu, sem sagnarinnar upphaf- lega heimkynni. Frásaga Izdubars um flóðið er í fám orðum þessi: Izdubar er veikr á langferð frá vini sínum Eahani niðr til ármynna Evfrats og Tigris að heimsækja ættföður sinn Hasis Adra = Noah hinn assýriska. Hasis Adra, sem guðirnir hafa bjargað úr flóð- inu og flutt hingað til að lifa hér um alla eilífð án þess að eld- ast, segir nú Izdubar frá þessum undrsamlegu tilburðum úr ævi sinni: Hinir háu guðir höfðu ráðið með sér að leggja Surippak i eyði með vatnsflóði, þenna eldgamla bæ við mynnið á Evfrat, sem á þeirri tíð lá nokkru lengra til norðvestrs. Sjávarguðinn Ea gerir Hasis Adra við varan, og býðr honum að gera sér skip 1) Þetta orð er þýðing & þýzka orðinu Sundflut, er guðfræðingamir hafa ranglega breytt tr upphaflegu og réttu þýðingunni Sintfiut = flððið mikla, Orðið á þannig ekkert skylt við syndir manna. X 6 á landi. Hasis Adra færist í fyrstu undan af ótta fyrir spotti manna, enn smíðar sér þó að lyktum farkost, sem hann þéttir með jarðbiki utan og innan, flytr svo eigur sínar á skip, dýr, korn o. fl., og gengr síðast sjálfr í örkina með hyski sínu. Nú hefst stormr og óveðr, vatnið spýtist upp um jörðina, veðraguð- inn lætr flóð koma og myrkr; í sex daga og sex nætr helzt eyði- leggingin. Nú kyrrir storminn, veðrið hirtir upp, vatnið sjatnar og örkín tekr heima á einu af fellum þeim, er takmarka slétt- urnar við Nizir, land nokkurt í suðaustr frá Ninive. Síðan sleppir Hasis Adra út fuglum, rétt eins og Noah; hinn voldugi guð Bel (skaparí) heitir því, að láta aldrei upp þaðan nokkurt slíkt flóð koma, og til staðfestu þessu heiti, reisir gyðjan Istar (hergyðjan) regnbogann í skýjum himinsins o. s. frv. Báðir þétta þeir Hasis Adra og Noah skip sín með jarðbiki. Enn í dag helzt sami siðrinn við Evfrat að sögn Cerniks, er hann talar um flutninginn á nafta, er fæst hjá Hit: „í>að er látið duga, að ríða stórgerðar fléttur utan um tamariskgreinar, er koma í stað innviða; skip þessi eru höfð kjallaus, enn í smágötin eru riðnar smágerðar fléttur úr hálmi og sefl og síðan vel og vand- lega þétt með jarðbiki utan og innan. Skip þessi hafa furðu mikið burðarmegin. Jarðbikið hefir annars á þessnm stöðvum verið notað á ýmsan annan hátt frá ómunatíð, svo sem til húsa- bygginga (sbr. Babelsturns smíðið). Enn nú er eftir að vita, hvernig flóðið sakaðist. Það getr ekki eingöngu hafa sakazt af vatnavöxtum, því þá hefði skipið átt að reka undan til hafs, enn nú rak það inn til landsins, og sýnir það ótvíræðlega að flóðið kom úr hafi. Hér' verðr að geta þess, að hebreskuna í Mósesbókar 6. kap. 17. versi, sem venjulega er þýdd þannig: „Ég skal láta flóð koma yfir jörðina“, má líka þýða svo: „Ég skal láta flóð koma úr hafinu“, og kemr það nákvæmlega heim við frásögn Hasis Adra. Enn hafi nú flóðið komið utan af hafinu, hlýtr það annað- tveggja að hafa sakazt af hafskjálfta-öldu eða hvirfilbyls-öidu- Skyndileg og voðaleg eru þau flóð, sem hvirfilbylirnir valda, enn slík flóð geta eigi orðið stórfeld nema fram við sjó, og þá ann- aðhvort á láglendum eyjum eða við mynni stóránna. Vatns- veggrinn færist að landinu hundrað mílna langr, sihækkandi eftir því sem að honum þrengir, unz hann um síðir steypist inn yfir landið. Eyðileggingar þær, sem þessir voða-tilburðir valda, eru voðalegar á Vestreyjum og við stórármynni Indlands. Við mynnið á Ganges druknuðu þannig aðfaranótt 12. okt. 1737 300,000 manna í einni slíkri hvirfilbylsöldu. Aðfaranótt 1. nóv. 1876 kom hvirfilbylr sunnan að mynninu á Bramaputra. Litlu fyr sömu nótt, áðr enn veðrið brast á, hafði Megna stýflazt upp af sjóarvatni, því að stórstreymt var. E>að var enn eigi full- fjarað, þegar hvirfilbylsaldan mætti hlaupinu úr ánni, stöðvaði það og gerði svo úr öllu einá heljaröldu, sem beljaði aftr inn yfir landið. Bergvatnið, sem hrazt undan sævaröldunni, belj- aði yfir alt vestr- og norðvestr-landið, enn sjórinn yfir austr- hlutann. Á drukklangri stundu vóru 7800 kvaðratkílómetrar lands, auk eyjanna úti fyrir ármynninu, undir 3 til 50 feta djúpa vatni; er það eigi minna til samans enn tíundi hluti íslands. Eftir skýrslum embættismanna fðrust 215,000 manna í flóði þessu. Hörmuleg er frásögnin af landinu eftir voðaatburð þenna. Húsin vóru brotin og brömluð, skógartrén stóðu eftir greina- laus og blaðlaus, landið var þakið í tjörnum og pyttum, manna- lík og dýraskrokkar lágu í röstum hingað og þangað — fullskýr mynd af „nýju syndaflóði“. Vér snúum svo aftr að frásögn Hasis Adra af mesopótamiska „syndaflóðinu“. í sögu Izdubars er svo sagt af sjálfum viðburð- inum: „Þá gekk upp svartr skýbólstr út við sjóndeild, og i miðju því skýi lét Ramman þrumu sína öskra, enn Nebo, „höfð- ingi herskara himins og jarðar" og Sarra, „orrustuguð“, berjast ákaflega; „hásætisberarnir1 11 líða yfir fjöll og dali. Hinn voldugi sóttarguð hleypir hvirfilvindinum á stað. Adar, „hinn hatrsfulli guð“, lætr kílana ganga upp á bakka sína; anunnakarnir (vatna- andar undirdjúpauna) keyra vatnið úr djúpunum og jörðin nötr- ar af átökum þeirra. Öldukambr Bammans nær til himins og alt ljós sloknar. Bræðr skeyta nú eigi framar um bróður sinn og mennirnir eigi hverir um aðra. Á himni uppi óttast guðirnir hið mikla flóð, og flýja upp til himinsguðsins Anu (= undirheimaguðs; hann átti sérstakan himin og efstan). Eins og hundar í bælum sinum skriða guðirnir saman við grindr himinsins". í Mesopðtamíu (Meðallandi) neðan til eru hvirfilvindar alltíðir. „Mjög svo likir þokuskfif í lögun", skrifar Schláfli, „líða mekkir þessir af uppþyrluðum sandi og ryki hátignarlega áfram, unz

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.