Fjallkonan


Fjallkonan - 02.05.1893, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 02.05.1893, Blaðsíða 1
Nr. 18. Arg:. 3 kr. (4 kr. erlendis). Ojitlddagi 15. júlí. Skrifstofa og afgreiðsla: Þingholtsstr. 18. X. ár. AN. FJALLKON Auglýsingar ódýrri enn í öSrnm lilöDum. Reykjavík, 2. maí 1893. Skattamál. í 10. tb). Fjallk. vekr einhver herra B. B. máls á því, að öll þörf sé á, að taka skattamálin til með- ferðar á næsta þingi, og hvet-r menn til að und- irbúa það mál á þingmálafundum í vor. Einkum er það skattr af ábúð og lausafé, sem honum þykir svo óbærilegr, að ekki sé við hann sættandi. Þetta virðist mér talsvert skoðunarmál. Það lítr svo út, eins og hr. B. B. hafi ekki mun- að eftir 5. gr. í lögum 14. des. 1877 um tekjuskatt, þar sem tekjur þær sem beinlinis renna af land- búnaðinum eru undanskildar tekjuskatti af atvinnu, eða þá annars vegar, að hann álíti afnotin af land- búnaðinum — ábúðinni eða afnotum jarðanna og lausafénu eða búfénu — einskis virði, svo að ekki sé leggjandi neinn skattr á þau, eins og ekki er neinn skattr leggjandi á þá eign manns, sem hann getr ekki fengið neinar tekjur af. Nú vita menn samt, að landbúnaðrinn er annar af aðalbjargræðisvegum landsins og ekki síðr hitt, að afnotaréttr jarðanna eða ábúðin er engu síðr arðsamr, ef vel er áhaldið, enn eignarróttrinn; hvorttveggja stendr jafnt undir vernd laga og landstjórnar. Ábúðinni fylgja einn- ig ýms þegnréttindi, afnot lausafjárins eða búfjár- ins eru að miklu leyti bundin við jarðarábúð, og allir vita, hve mikils verð að eru afnot búfjárins, ef vel er með farið og rótt áhaldið. Það er ekki rétt álitið, að skoða afnotin sem bundin við eign- ina. Þegar maðr leigir eign sína, fasta eða lausa, þá hefir hann að eins not af leigunni sem hann fær af eigninni, enn ekki af eigninni sjálfri, sem hann hefir selt öðrum til afnota; hann verðr því ekki skyldaðr til að greiða eignarskatt af þeirri eign sem hann hefir selt öðrum á leigu. I gild- andi lögum er ekki tekinn neinn eignarskattr, með því að hann er óeðlilegr, heldr að eins af tekjum, hvort heldr þær koma inn af eigninni, eða af af- notum eignarinnar, eða af atvinnu. Það er hvorki óeðlilegt eða ósanngjarnt, þó skattr só tekinn af skuldafé þess, sem hefir það undir höndum og af- notin hefir af því, því afnotin eru hin sömu hver sem fóð á, fremr enn það er óeðlilegt að taka skatt af leigunni þess sem á, af því að eignin er seld öðrum í hendr til afnota. Hið annað sem hr. B. B. þykir gera ábúðar og lausafjárskattinn óhæfilegan er hundraðatalið, sem hann er bygðr á. Ég er öldungis gagstæðrar skoð- unar. Eg neita því að vísu ekki, að þegar gert var nýtt jarðamat að lögum, urðu margir fyrir talsverðum ójöfhuði í skattgreiðslunni, þar sem hundraðatalið var hækkað fyrir jarðabætr þeirra og góða ábúð, enn lækkað hjá öðrum fyrir niðrníðslu og slæma ábúð. Enn eftir því sem jarðamatið eld- ist og eigenda og ábúenda skifti verða á jörðunum, hverfr þessi ójöfnuðr smámsaman. Hundraðatal- ið er skatteiningar, sem lagðar eru eins og kvaðir Uppsögn skrifleg fyrir 1. októlicr. á jarðirnar, til þess að byggja á skattupphæðina fyrir ábúðar og afnotaréttinn og hafa þann kost við sig, að þegar nýir eigendr eða ábúendr taka við, þá geta þeir haft tillit til þeirra í kaupmála og leigumála sínum, því að ef jarðamatið stendr óhaggað, eiga þeir að vísu að ganga og vita að hverju þeir hafa að ganga. Fast og óhagganlegt jarðamat hefir einnig þann kost, að skattrinn nær þá ekki til jarðabóta og góðrar ábúðar til þess að færast upp, og ekki heldr til vanhirðingar og niðr- níðslu til þess að færast niðr. Eg játa að vísu, að hið núgildandi jarðamat leggr ekki hundraðatal á þær rótt eftir hinu sanna nota- gildi þeirra, enda mun mönnum ekki unt að finna það öðruvísi enn smám saman með reynslunni, enn þessi ójöfnuðr nær ekki við ný eiganda eða ábú- endaskifti til skattgreiðendanna; því of hátt eða of lágt hundraðatal á hverri jörð er eins og hver ann- annar kostr eða ókostr við jörðina sem fylgir henni og hver fyrir sig hefir eignazt hann eða leigt hann með. Hið sama má á sinn hátt öldungis eins segja um lausafjárskattinn, að það er mikill kostr við hann, að hann er lagðr á eftir hundraðatalinu, enn ekki eftir mati, því á þann hátt verðr skattrinn ekki hækkaðr fyrir góða meðferð og kynbætr á bú- fé, heldr er það hvers eins notagjald, að fara sem bezt með skepnur sínar, og hafa sem mest afnot þeirra, án þess að honum só íþyngt fyrir það með hækkandi skatti eftir mati. Yæri það ekki hvað gagnstætt öðru, að vilja að landstjórnin legði ríflega fram fó til eflingar bún- aðarframfara, enn um leið legði jafnharðan skatt á þessar framfarir? Því verðr ekki neitað, að skattrinn af notum jarða og lausafjár er ekki beinlínis tekjuskattr, sem fari eftir tekjuupphæð á afnotum þessum, enda væri það ekki ávalt holt eða sanngjarnt, þó því yrði við- komið, að gera þenna jöfnuð. Sumt af ójöfnum þeim, sem hr. B. B. talar um, er líka að eins mis- skilningr, t. d. að goldinn só jafn skattr af ánni, þar sem gangverðið á ánni er lægst, eins og þar sem þar sem það er hæst, þvi eftir nýjustu verð- lagsskrám eru goldnir 42 aurar af ærhundraði í Austrskaftafellssýslu enn 58 aurar í Dalasýslu, enn mismunrinn hverfr að kalla, þegar miðað er við verðhæðina; því af 100 kr. virði í ám í Austrskafta- fellssýslu er goldið 71,8 aurar, enn í Dalasýslu 72,4 aurar af sömu upphæð í ám. Eins og hr. B. B. mun kunnugt vera, eru hestar hafðir til fleira heldr enn að vera vinnudýr eða verkfæri, svo sem til útsölu; engum er heldr bann- að leggja þá sór til manneldis, enn það er líkt varið með þá eins og hundana, að þó þeir sóu þarfasta skepna í búi, ef rétt er með þá farið og þeir eru ekki hafðir fleiri enn nauðsyn krefr, geta þeir orðið óþarfagripir, ef þeir eru of margir, eins og víða mun við brenna. Það er af þessum ástæð- um mjög ísjárvert, að undanskilja þá allri skatt-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.