Fjallkonan


Fjallkonan - 02.05.1893, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 02.05.1893, Blaðsíða 3
2. maí 1893. FJALLKONAN. 71 að planta hér ýmsar viðartegundir og jurtir, og garðræktinni hér á landi hefir hann hrundið stór- um áleiðis. Það var líka hann, sem fyrstr manna gaf Reykvíkingum hvöt til að fara af alvöru að rækta tún í holtunum og mýrunum kring um bæ- inn, og byrjaði þá sjálfr á því að rækta og auka stórum túnið á Rauðará. Siðan hafa margir fylgt dæmi hans, og er vonandi að ávextirnir leyni sér ekki þegar fram líða stundir. Flestir munu vera á einu máli um það, að það væri mikill skaði, eigi einungis fyrir Keykjavík og læknaskólann, heldr einnig fyrir landið alt, ef landlæknir Schierbeck færi héðan alfarinn. Sjálfr mun hann ekki mjög fús að fara héðan, enn liklegt er, að honum bjóðist þegar minst varir jafngóð staða eða betri erlendis, og er þess vegna líklegt, að hann verði hér ekki langvistum héðan af. Hið eina ráð, sem að líkindum mundi duga til að halda honum kyrrum hjá oss, væri það, að al- þingi veitti honum persónulega launaviðbót, svo sem 1000—1500 kr. á ári. Yér erum ekki að jafn- aði meðmæltir háum embættislaunum, enn hér eru sérstakar' knýjandi ástæður fyrir hendi, sem vér erum sannfærðir um, að allir sem til þekkja hljóta að fallast á, og getum því naumast efast um, að alþingi mundi veita þessa launaviðbót. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 20. aprll. Danmörk. Eins og getið var um í seinasta fréttabréfi til Fjallk. komust ekki sættir á milli miðlunarmanna og stjðrnarinn- ar í þetta skifti. Miðlunarmenn eru þó vongóðir um, að betr gangi að vetri, og segjast fúsir til sætta. Samningarnir strönd- uðu á herlögunum. Miðlunarmenn vildu ekki slaka svo mjög til, að stjórnin þættist geta gengið að þvi. Fyrir skömmu vóru kosnir 7 menn í bæjarstjórnina hér í'bænum. Hægri menn komu að eins einum af sínum mönnum þar að, og styrktu þó miðlun- armenn þá. Fjórir vóru hreinir vinstrimenn og tveir jafnaðar- menn vóru koBnir. Þykjast hægri- og miðlunarmenn hafa beðið þar ósigr. Þrátt fyrir þetta eru þeir í meiri hluta í bæjarstjórninni, því þar sitja 36 menn og flestir þeirra eru hægrimenn eða miðl- unarmenn. Nýkomið er hér upp glæpamál. 1 uppeldisskólanum „Kana“ hér í bænum, þar sem munaðarlausum drengjum er veitt uppeldi fram að fermingu, hefir forstöðukonan orðið uppvís að því að ginna drengina til óskírlífis við sig, eða réttara að segja einn þeirra, eftir því sem hún hefir játað. Drengrinn átti að fermast í vor, og var hún hrædd um að hann mundi einhvern tima koma upp um sig. Gaf hún honum því svefndrykk og kæfði hann svo i rúmfötunum. Öllum í skólanum þótti mikið til hennar koma, því hún lagði ástfóstr við drengina. Yar hún mikils virt af stjórn Bkólans, enda var hún guðhrædd mjög og ákaflega kirkjurækin. — Talað er um að bæta við 10 nýjum kirkjum hér í bænum, og hefir frumvarp það mætt megnustu mótstöðu; mönnum virðist svo sem kirkjur þær sem hér eru séu ekk’i svo vel sóttar, að þörf sé á fleirum. Klerkar kölluðu til allsherjarfundar í gær, og urðu þar snarpar umræður, bæði með og móti kirkjunum, enn engin ályktun var gerð. Noregr og Svíþjóð. Við umræður um fjárlögin á ríkisdegi Svía var minnst á umboðsmannamálið. Kom þar fram eindreg- inn vilji þingmanna að halda því fram í sömu stefnu eins og í fyrra, þannig að rikisráð beggja landa úrskurðaði, hvort um- boðsmenn skyldu vera hinir sömu fyrir Svíþjóð og Noreg. Kon- ungr og ríkiserfinginn eru nýkomnir til Noregs. Á laugardag- inn kemr verðr haldinn ráðgjafafundr í Kristjaníu, og þá kemr að líkindum fram ályktun konungs í málinu. Menn eru hræddir um að hann neiti að samþykkja það eins og í fyrra, og er þá eigi ólíklegt, að Stein og ráðáneyti hans leggi niðr völdin. Höf- uðblað hægrimanna í Kristjaníu flytr þann boðskap í dag, að Nielsen forseta stórþingsins muni þá verða falið á hendr að mynda nýtt ráðaneyti. Ef hægri menn taka að sér að mynda ráðaneyti, þá hlýtr þar af að leiða, að stjórnin verði í minni hluta, og verðr henni naumast við vært. Vinstri menn hafa látið" það uppskátt, að þeir mundu berjast á móti minnihluta- stjórn með oddi og egg. Frumvarp var borið upp um lækkun á launum konungsins, enn samþykt var að fresta því, unz vissa fengist fyrir afdrifum ráðaneytisins. Hið sama hefir og meiri hlutinn gert um nokkur önnur fjárlagafrumvörp. Segjast þeir ekki bera traust til minnihlutastjórnar og vilji því ekki veita henni neitt fé til umráða. Naumast er hætt við, að hægrimenn þar geti beitt bráðabirgðarlögunum eins og Danir. Heimskauts- för Nansens er gert ráð fyrir að kosti 440,000 króna. Þar af hefir stórþingið veitt 200,000 kr. Einstakir menn hafa og gefið stórfé, enn þó vantar enn 75,000 króna, og hefir landfræðifé- lagið gengist fyrir samskotum í Noregi, því sjálfir vilja Norð- menn hafa allan sómann af för þessari. Þýzkaland. Þýzkr maðr Maximilian Harden skrifaði i vetr í tímariti nokkru ritgerð um uppeldi konunga. Þótti hann nokk- uð harðorður þar um nútíðarkonung; minntist hann á aftöku Lúðvíks 16., og bar saman árið 1892 og árið 1792. Sumum þótti nútíðarkonungrinn, sem nefndr var í ritgerðinni, líkjast að mörgu Vilhjálmi keisara, og stjórnin lét þess vegna höfða mál á móti Harden. Dómararnir hafa sýknað hann. Segja þeir svo í dómsástæðum sínum, að hin sanna virðing fyrir konungin- um eigi að lýsa sér í því, að honum sé sagðr sannleikrinn hrein- skilnislega. Dómr þessi hefir vakið mikla eftirtekt, og þykir bera vott um þá réttlætistilfinningu og einurð, sem þýzkir dóm- stólar hafa haft orð á sér fyrir. Frakkland. Þess var getið í seinasta fréttabréfi, að Meline hefði tekið að sér myndun nýs ráðaneytis, þá er Ribot var fall- inn úr sögunni. Honum tókst það ekki. Þeim, sem beppnaðist það, heitir Dupuy. Ráðaneytið hefir endrnýjað samninginn við Kolúmbíustjórnina um Panamaskurðinn. Er þar svo ákveðið,að nýtt Panamafélag megi myndast, þó í seinasta lagi 31. okt. 1894. Skal það ljúka við skurðinn að minsta kosti 10 árum eftir að það myndast. — Kóleran er að stinga sér niðr i Bre- tagne. Belgía. Verkmannaóeirðir hafa verið þar miklar. Stöfuðu þær af úrslitum þeim, er kosningarlögin fengu í þinginu. Sam- kvæmt því skyldu menn hafa kosningarrétt er þeir væru 22 ára. Verkmenn hættu vinnu og lömdu suma af verstu aftrhalds- mönnum stjórnarinnar. Lögreglan og hersveitir voru látnar skerast í leikinn, enn varð ekki mikið ágengt. Ekki leit út fyrir annað enn að það yrði regluleg uppreisn. Þá var borið upp og samþykt nýtt frumvarp tii þess að miðla málum. Samkvæmt þvi hafa allir, sem eru orðnir 25 ára, kosningarrétt. Þeir sem I standa á hærra mentastigi, eða eiga stóreignir, mega greiða 2 —3 atkvæði hver. Nú er friðr og spekt komin á. England. Sjálfstjórnarmáli íra miðar smátt áfram í þinginu. Fulltrúar íra, bæði Parnellssinuar og Parnellsfjendr, mæla fram með því. John Redmond, forsprakki Parnellssinna, segist reynd- ar ekki vera ánægðr með ýms atriði í því, enn í heild sinni sé frumvarpið gott. Mótmælendrnir í Hlster láta ófriðlega, og þyk- jast munu bera vopn^á_móti þinginu í Dublin, ef írar fá sér- stakt þing.QÞeir Salisbury og Balfour og dilkar þeirra eru og ósparir^á íæsingaræðum, „ og skora á Ulsterbúa að grípa til vopna”ef frumvarpið nái* samþykki. Auk þess reyna þeir að draga|málið"á langinn semj mest þeir mega. Búist er við að annarifumræðu verði lokið seint í þessum mánuði. Serbía. Þingkosningar fóru fram í vetr í Serbíu. Stjórnar. flokkrinn varð undir, en stjórnin ónýtti kosningar ýmsra af framfaramönnum og lét kjósa í skaiðið. Fór þó á sömu leið. Tók stjórnin þá það til bragðs, að ónýta enn á ný kosningar allmargra, án þess að kjðsa nokkra í þeirra stað. Náði hún þannig meiri hluta í þinginu. Þá þótti framfaramönnum sér ekki lengr viðvært, er ólögum var beitt og gengu allir af þingi Alexander konungr er að eins 17 vetra og hafði þannig ekki náð lögaldri. Höfðu því tveir forráðamenn stjórnina á hendi fyrir hann. Heita þeir Belimarkovic og Ristic. Konungr sat við próflestr, og hugðu menn að hann mundi ekki hirða mikið um stjórnarstörf. Að loknu prófi bauð hann stjórninni til veizlu og höfðingjum ríkisins. Lýsti hann því þá yfir, að hann hér eftir tæki sjálfr að sér stjórn ríkisins. Forráðamenn sina,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.