Fjallkonan


Fjallkonan - 02.05.1893, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 02.05.1893, Blaðsíða 4
72 FJALLKONAN. X 18 sem kváðu þetta stjðrnarskrárbrot, lét hann setja í gæzluvarð- hald, enn herinn sverja sér hollustueið. Eáðaneytið setti hann frá völdum og myndaði nýtt ráðaneyti. Heitir ráðaneytisfor- setinn Dokic. Prjálslyndi flokkrinn fagnar þessum tiltektum konungs. Líkur þykja til að Nathalia drotning og Dokic hafi lagt ráðin á með konungi. Póstskipið „Lára“ kom í gærkveldi og með því fjöldi farþegja. Nýtt útflutningafélag, Beaver línan, hefir sent hingað mann til að gera ráðstafanir við- vikjandi útflutningi fólks, sem þessi lína býðr nú með mjög ódýrum kjörum — 128 kr. er far- gjaldið með henni alla leið til Winnipeg. — Hr. Sigtryggr Jónasson, sem mörgum er kunnr hér á landi, er einnig hingað kominn í erindum þessarar línu. Grufuhátriiin „Oddr“ strandaði á Eyrarbakka 30. april, rak upp á sker, brotnaði og sökk. Gtufuskipaferðir með austr- og suðrströnd landsins. Eins og auglýst er í blaði þessu, er nú innan fárra daga von á gufuskipi því, sem hr. Björn Kristjánsson heldr út, og er vonandi að tíunnlendingar sæti þeim góðu kjörum, sem þeim bjóðast nú með samgöngur til Austrlandsins. Konungkjörnir þingmenn eru nú þessir: L. E. Sveinbjörnsson háyfirdómari. Árni Thorsteinsson, landfógeti. Jón Hjaltalín, skólastjóri. Hallgrimr Sveinsson, biskup. Kristján Jónsson, amtmaðr. Þorkell Bjarnason, prestr. Skiptapi varð í Landeyjum 19. apríl með 14 manns. Formaðr Sigurðr Þorbjörnsson, bóndi frá Kirkjulandshjáleigu. Hinir vóru úr Landeyjunum, nema 8 Skaftfellingar, og var einn þeirra Jón, sonr Olafs umboðsmanns Pálssonar á Höfðabrekku. Hval fundu Akrnesingar seint i næstliðnum mán- uði úti á rúmsjó og var í honum skutull með marki Ellefsens hvalveiðara. Þvestið var ónýtt orðið, enn meiri hluti af spiki og rengi óskemt. Vættin af spikinu '(ÍOO—-120 pd.) var seld 4—6 kr. og alls seldist hvalrinn fyrir um 1000 kr. Gufuskipsferðir með suðrströnd landsins. (jufuskipið „Solide“, 92 smálestir, ágætt sjóskip með nýrri vól og nýjum gufukatli, kemr hingað um miðjan maí. fer austr með landi austr að Vík og Vestmannaeyjum og kemr við á ýmsum stöðum á leiðinni; gerir síðan aðra ferð þangað um 25. mai, flytr Simnlendínga beint til Eskifjarðar, Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar 24. júní, heldr svo áfram ferðum austr að Vík, síðan til Skotlands, og sækir Snnnlendingana aftr til austfjarða um 10. september. Fargjald til austfjarða 15 kr.; frarn og til baka að eins 25 kr. Þeir sem vilja fara til austfjarða, eru sérstaklega beðnir að semja um farið við mig sem fyrst. — Skipið hefir rúm fyrir 260 farþega. Ferðaáætlun verðr prentuð innan skamms og útbýtt. Heykjavík, 2. maí 1893. Björn Kristjánsson. Verzlun Magnúsar Einarssonar á Seyðisfirði. Eins og kunnugt er, hefir ekki um hin seinustu ár verið jafnmikil peningaekla á íslandi, sem nú. Það hefir því vakað fyrir mér síðan í haust, að eg mundi hafa lítið upp úr því að reka verzl- un á Seyðisfirði í ár, eingöngu gegn peningum, eins og óg hef gert að undanförnu. Þessvegna hef ég nú áformað að kaupa ull og fisk í sumar komandi, en jeg mun aðeins taka verulega vandaða vöru og ekki skuldbinda mig til að fylgja því verði, sem aðrar verzlanir kunna að setja. Eg ætla að taka nefndar vörur fyrir það verð, sem eg þykist viss um að fá fyrir þær erlendis, að frádregnum kostnaði, en ef þær seljast betr, þá mun eg bæta það upp við þá, sem verzla í reikning við mig, en eg mun ei að síðr halda því jafnvel fastara enn að undanförnu, að láta hönd selja hendi. Eg ætla að koma til Seyðisfjarðar með „Thyra“ í maí og hafa með mór talsvert af vörum, af líkum tegundum og óg hef haft áðr og nokkrar tegundir alveg nýjar. Sunnlenzkir sjómenn og kaupafólk, sem kann að koma til Seyðisfjarðar í sumar ætti að líta á vörurnar hjá mór; því skeð getr að ég hafi nú sem fyr nokkrar tegundir eins vandaðar og í höfuðstað landsins, en talsvert ódýrari. Kaupmannahöfn í apríl 1893. Magnús Einarsson. Hestajárn og: ljábakkar og' annað járnsmíði fæst hvergi á landinu með jafngóðu verði sem hjá undirskrifuðum, og bið ég mina heiðruðu viðskiftamenn og aðra, sem vilja eiga kaup við mig, að senda mér pantanir sínar nðgu snemma til þess að þær verði afgreiddar í tæka tíð með strandferðunum. Benedikt Samsonarson, Skálholtsgötu, Eeykjavík, Hvítt, norðlenzkt ullarband, þrinnað, er til sölu á 2,10 í Dingholts- stræti 18. HllSliæÖÍ er til leigu, hvort heldr handa ein- hleypum eða familíu frá 14. mai. Eitstj. vísar á. Leiðarrísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. J. Jónassen, sem einnig Sefr allar nauðsynlegar upplýsing- ar um lífsábyrgð. Útgefandi: Valdimar Ásmundarson. FélagsprentsmiSjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.