Fjallkonan


Fjallkonan - 09.05.1893, Page 1

Fjallkonan - 09.05.1893, Page 1
Nr. 19. Arg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Skrifstofa og afgreiðsla: Þinghoitsstr. 18. X. ár. “FJALLKONAN. Auglýsingar o'dýrri enn í öSrum blöJum. Reykjavík, 9. maí 1893. Dppsögn skrifleg fyrir 1. október. Háitvirtu samborgarar og heiðruðu skiftavinir! Nú er ég heimkominn með mínar stóru vöru- birgðir af alls kcnar matvöru, byggingarefni, verk- færi fyrir trésmiði, mjög margbreytta álnavöru, leir- vöru, sjöl, svuntutau, sópa, kústa, farfavöru af öll- nm litum og alt þar til heyrandi, litunarefni, skó- fatnað, hatta, húfur, tóbak, vindlana, sem allir kaupa; vínvöru: Vínar-öl, Alliance, Porter, Rahbeks Allé- ölið nafnfræga og margt, margt annað fleira, sem ekki er rúm hér upp að telja. Sérstaklega vil ég mæla með mínum stóru fataefnabirgðum fyrir karl- menn og kvenmenn. Sem áðr hefi ég ferðast land úr landi að velja vörurnar sjálfr. Góð eru án efa gleraugun frá dr. Gr. Enn aúðtrúa mega þeir landar vera, sem því trúa, að veija megi sitjandi í Kaupm.höfn gegnum þau beztu tegund af vörum um alla Evrópu, og ábyrgjast svo á effcir, að vörurnar séu úr íslenzkri ull. Mikil vanþekking má það vera, að ímynda sér að nokkur trúi því, og innsigla slíkt svo með því, að þær muni standast alla samkeppni. JÞað er sama fásinnan sem segja, að það sé Grarnli Carlsberg, sem G. Thorsteinsson aftappar hér, þar öllum er kunn- ugt, að Gamli Carlsberg er ekki fluttr iit úr Kaup- mannahöfn, nema á flöskum og aftappaðr þar, enn þeir nota ekki á ölið græna einkennismiða. W. Ó. Breiðfjörð. Mínir heiöruöu viöskiftamenn veiti því athygli, að ég hefi nú með „Laurau fengið úrval af fata- efnum beina leið frá þýzkri klæðaverksmiðju, svart klæði, svart búkkskinn (Satin), kamgarn af ýmsum tegundum, mislitt bukkskinn, Tvil, blátt Cheviot, svart Diagonal, Tricots á long af ýmsum litum, buxnaefni af ýmsum gerðum, alt pantað eftir sýnis- hornum af beztu tegundum. Sömuleiðis sumaryfir- frakka-efni. Af því að það er mér mestr hagnaðr, að gefa við- skiftamönnum mínum sem bezta kosti, sel ég þessi fataefni með verksmiðjuverði, sem enginn hér hefir gert fyrri. Verðlisti yfir vörurnar er til sýnis og sýnishorn af þeim hundruðum saman. Hver sem borgar út í hönd, getr pantað sér eftir þessu fataefni eins og hann vill. Notið því tækifærið! Enn fremr hefi ég fengið nýjar birgðir af háls- taui, manchetskyrtur, kraga, flibba, humbug, crava- ter, ullar-brjósthlifar (Sportskraver), silkihanzka, ullarhanzka o. s. frv., ódýrari enn áðr, og af hinni alþektu góðu tegund. H. Andersen, 16 Aðalstræti 16. Sýslu nefudarfundr irnesinga var haldinn á Eyrarbakka 26.—28. apríl. Vóru þar rædd yfir 50 mál. Flest af þeim vóru hin vanalegu: lesnar og athugaðar skýrslur og reikningar, sem undir nefnd- ina heyra, og þótti nú alt slíkt í góðu lagi. Endr- skoðendr hreppareikninganna, sýslu og vegasjóða- reikninganna, svo og sparisjóðsreikninganna, vóru allir endrkosnir. Amtsráðsmaðr í stað sr. ísleifs sál. var kosinn sr. Valdimar Briem. Kosnir vóru menn til að skoða og meta störf búnaðarfélaga. Af yfirsetukonum fékk ein 10 kr. launaviðbót með því skilyrði, að héraðslæknir gæfi vottorð um, að hún gegndi vel stöðu sinni. Tvær fengu (önnur 10, hin 20 kr.) þóknun fyrir þjónustu þar sem yfirsetukon- ur vantaði. Mælt með að tvær yrði skipaðar, og einni veitt 40 kr. eftirlaun eftir langa og framúr- skarandi góða þjónustu (það var Ingibjörg Guð- mundsdóttir á Loftsstöðum). Um heiðrslaun af Kr. 9. gjafasjóði sóttu 2: Ólafr Þormóðsson í Hjálmholti og Guðmundr Jónsson í Miðengi; var mælt með báðum og þó fastara með Ólafi, sem án efa var rétt. Fimm umgangskennarar sóttu um styrk og var mælt með þeim öllum. Beiðni úr Grímsnesi um sundkenslustyrk var og mælt með og jafnframt skýrt frá sundkenslu í Hrunamannahreppi í fyrra sumar, sem þá var styrkt af sýslusjóði. Boðinn var styrkr af sýslusjóði, ef sjómenn hér í sýslunni vildu taka sig saman um að afla sér mentunar í landleg- um á vertíðinni og vóru 3 menn kosnir til að semja reglur um skilyrði fyrir slíkri styrkveitingu. Veitt ar vóru að þessu sinni 50 kr. handa ferðaprófdóm- ara við barnaprófin, sera í vor á að halda hér í öll- um prestaköllum. Skorað var á sjávarhreppana að koma á hjá sér heilbrigðisnefndum. Eeglugerð um lækningar hunda af bandormum var samþykt. Tveir menn báðu um veitingaleyfi á Eyrarbakka án þess þó að hafa borið það mál upp fyrir hrepps- búum; þar gaf nefndin sitt samþykki fyrirfram, ef hreppsbúar vildu veita öðrum hvorum — því þarf- legt er að stofna þar gistingarstað. Tveir menn báðu um lausn úr hreppsnefndum og var það veitt. Grafningsmenn báðu um breytingu á laxveiðitíma hjá sér. Þótti sanngjörn bæn, enn var þó eigi veitt, þar eð víst var að amtsráðið mundi fella hana. Borin var upp tillaga um að nefndin lýsti yfir því áliti sínu, að þörf væri að alþingi stofnaði nokkurs konar embætti fyrir laxfræðing, er starfaði að því, að koma á þeim laxveiðireglum, sem eflt gæti veiðina án tjóns fyrir neina einstaka menn. Var þeirri tillögu vísað til þingmálafundar. Sam- þyktar vóru reglur til að fylgja þá, er veita skal verðlaun á gripasýningum. Skorað var á bændr í hverjum hreppi, að koma á hjá sér hey-ásetningar- og fóðrskoðunar-samtökum. Hafnað var beiðni Sel- vogsmanna um að mega flytja réttir sínar. Breytt var fjallskilareglugerðinni viðvíkjandi eftirleitum. Oddvita var falið að heimta af Birni, fyrv. sýslu- manni hér, skilagrein um markaskrár. Búnaðarfé-

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.