Fjallkonan - 09.05.1893, Síða 3
9. maí 1893.
FJALLKONAN.
75
neyðzt til að brenna smíðakolarusli, sem einnig er á fórum.
Horfir hér til vandræða með eldsneyti, ef ekki kemr þerrir innan
skamms. Yrði tilfinnanlegt ef ræki að þvi, að menn neyddust
til að brenna kofum sínum, þvi ekki er fýsilegt, að matast á
hráum fiski og óelduðum kornómat þeim sem hér er. Enn þetta
eldiviðarleysi er ný verzlunarólagsþruma, sem bendir öllum (sem
geta og hafa opin augun) til að trúa betr á mátt sinn og meg-
in framvegis heldr enn kaupmanninn. — 16. þ. m. kom „Jason“
frá Höfn með vörur til Gards-verzlunar (enn ekkert til Godt-
haabs- eða Julianehaabs-verzlana, ef þær verzlanir skyldi þurfa
að nefna héðan af). Þá var bankabygg sett niðr í 26 kr. tunn.
og rúgrinn sem kom (og svipaðr var ninum sem undir var),
niðr i 16 kr., enn kaffi (sem er lök tegund) var þá jafnframt
þokað upp að nýju, n. 1. í 1 kr. 25 a. pd. Með sama skipi
komu 12—16 skpd. af kolum (ekki er ráðizt í lítið), og kosta
ekki nema einar 6 kr. skpd. Hvort „Jason" fer nú til hákarla,
eins og ráð var fyrir gert i fyrstu, eða hann fer nú að flytja
hið útlenda góðgæti héðan aftr i verzlunarselið Vík, vita menn
ekki, fyrr enn Bryde kemr. Varla mun hann hafa farið eftir
kolum! — Sama dag (16. þ. m.) fóru flestir Landeyingar héðan
til meginlandsins, sem róið höfðu héðan í vetr. Enn Eyfellingar
bíða hér enn byrjar, og fara við fyrsta tækifæri. Mælt er að
sumir útróðramenn muni ekki koma hér oftar upp á líka verzl-
un og nú er, þrátt fyrir það, þó þeir hafi nú fengið hér hlut
með bezta móti, eftir því sem gerzt hefir i mörg næstliðin ár.
— Leitt og skaðlegt er samgönguleysið hér nú sem oftar. Póst-
ar munu nú vera orðnir 3 til viðlegu í Landeyjum. Einnig bíðr
þar einn maðr er fór héðan snemma á vertið til lækninga. Sum
blöðin sjást hér ekki fyrr enn eftir marga mánuði, og bréf kom-
ast héðan ekki fyrr enn i ótíma“.
Strandíregnin um gufubátinn „Odd“, sem stóð
í síð. blaði reyndist ósönn. Bátinn festi að vísu á
skeri, enn hann losaðist þaðan aftr litt skemdr.
Prestaköll veitt. Arnarbæli séra Ólafi Ólafssyni
í G-uttormshaga og Háls í Fnjóskadal kand. Einari
Pálssyni.
Prestvígðr 30. apr. kand. Kjartan Kjartansson
til Staðar í Grunnavík.
Yöruverð erlendis. Haustull, sem kom með Láru
síðast, seldist á 43^/j e., mislit Saltfiskr, sem
kom með Láru, seldist á 57a/2—60 kr., enn vegna hins
mikla afla í Noregi er búizt við, að verðið lækki.
Á Englandi var ýsa í 14 pd. sterl. smálestin, smá-
fiskr 168/4 pd. sterl., langa 18 og stór fiskr 15—
lö1/^. Gufubrætt lysi 33 kr., enn mun lækka. Tölg
25 au. Sundmagar 35—40. Æðardúnn 7%—9 kr.
Rúgr 5,15—5,40 (100 pd.), rúgmjöl 5,60—5,75,
bankabygg 7,50—6,00, rísgrjón 8x/2—71/*, kaffi 77
—72 au., kandís H1^, hvítsykr 18^/j, púðrsykr
141/,-151/,.
Vöxtr og gæði sitt hvað.
Töluvert eru menn sólgnir í að lesa blöðin, þegar þau koma
með póstinum; flestir sjá eitthvað af blöðunum, sumir öll. Auð-
vitað geta kaupendr lítið heimtað af blaðamönnnnum sökum van-
skila þeirra, sem alt of margir brennimerkja sig með, enn þó
finst mér, að nefna megi við ritstjórana, að vanda efni blaðanna
betr enn gert er. Ég skal nefna rekstrinn, sem stundum er í
Reykjavíkr-blöðunum út af fiskveiðamálefnum þeirra er við Faxa-
flóa búa. Hvað varðar t. d. Þingeyinga um þau mál? Auðvitað
má minnast á þau, enn þegar blöðin eru nærri fylt af þessháttar
frumvörpum, sem lengst hafa komizt á pappírinn, lygasögum um
brot á fiskisamþyktum og endrköllunum slíkra frétta o. s. frv.,
þá finst mér keyra fram úr hófi. Vel er það að vísu gert, að
taka málstað aumingja, sem lögin banna að ná sér í björgina,
enn það ómaka þau sig Bjaldan til, sem mest rausa um fiskveiða-
málið, heldr hin, sem gera það minst. — Enn — það er við-
víkjandi stærðinni á blöðunum sem ég skrifa þetta. Sumír
gangasL J'yrir henni, enn því betr eigi allir — ekki nærri því.
Það^séztibezt á því, að þau blöðin eru eigi mest keypt sem
stærst^eru, þó ódýr sé, heldr hin, sem lægri eru í loítinu, enn
mergjaðri. Stærðin ein er litils nýt, ef hún ber kjamann ofr-
liði.gV- Það má skrifa um samgöngur t. d. betri grein og skil-
merkilegri íji 1, dálk en 30, ef laglega er áhaldið. Það sem
mér þykir_ leiðinlegast við stóru blöðin er, hvað gestrisin þau
eru við hina langorðu hugvekjurithöfunda, sem teygja úr hvaða
efni sem^þeir skrifa um, svo að yfirtekr minst 6 dálka. Það
sem mér, og mörgum fieirum, þykir aðgengilegast í blöðunum,
eru smáfréttir utan úr heimi, nýjar uppfundningar, nýjar skoð-
anir í trú og visindum, nýjar byltingar. Þannig les ég með
miklu meiri ánægju alt þess háttar, þó stutt sé og i ágripi,
heldr enn langar og ákaflega uppskrúfaðar fréttir af ráðherra-
skiftum eða sendiherra suðr á Ítalíu eða gripdeildum Eússa
austr i Asíu, eða um yfirreið „herra biskupsins“ vestr á Snæ-
fjallaströnd.
Þá eru bréfin sum úr sveitunum — herra minn! Það er þó
ekki upplifgandi að lesa slíkt. Slik bréf gætu verið skemtileg
og fróðleg, ef þau værn vel stíluð, sem þau eru stundum, enn
vanalega eru þau eins og nokkurs konar svefnþorn, og er vana-
lega því meira af þess háttar „pródúkti", sem blöðin eru stærri.
Nei, stærðin ein er eigi einhlit, enda gangast fáir fyrir
henni.
í sambandi við þetta skal ég geta þess, að það hefir ekkert
gildi, þótt leirhnoðari stæri sig af þvi að vera búinn að gefa
út undir 20 rit, þar sem enginn, ekki einu sinni sjálfr hann,
getr sýnt, að þau séu nokkru nýt.
Það sem því eykr eftirsókn blaða er, að þau sé fjölbreytt og
stuttorð, eins og „Fjallkonan“ er oftast nær.
Þyrnir.
Bækr, sendar Fjallkonunni: Finnr Jcmsson dr., Den old-
norske og oldislandske Literaturs Historie. Udgiven pá Carls-
bergfondets Bekostning, I, 1. Köbenhavn 1893 8. (Gad).
y,, Rosenthal J. dr., Öl og Brœndevin i deres indbyrdes Forhold.
Khavn_1893. 8. (Salmonsen).
Jón Olafsson, Ljóðmœli. Winnipeg 1893.
Sam. Smiles, Hjálpaðu þér sjálfr. Þýtt hefir og samið Ólafr
Ólafsson prestr í Quttormshaga. Bvík 1893. 8. (Sig. Kristjánsson).
Jón Þorkélsson dr., Supplement til islandske Ordböger, 6—7 h. 8
Páll Þorkelsson, Samtalsbók íslenzk-frönsk. Quide islandais-
frangais. Khöfn 1893. 8. (Mansa).
Öllum þessum bókum mun verða lýst í blaðinu innan skamms.
gj^T Yegna hinna miklu auglýsinga, sem eru í
þessu blaði, hefir ekki yerið rúm fyrir ritgerðir og
fræðandi og skemtandi greinir, sem koma því í
næsta blaði.
Misprentað í síð. bl. Fjallk. í greininni um sauðasölu Dana:
tólgarpundið 60 au., á að vera 15 au.
í 3 Aðalstræti 3
verðr eins og áðr frá 9. maí næstkomandi
keypt: Tuskur úr ull helzt prjónaðar. Tuskur úr
hvítu lérefti. Tog og ullarhnat. Hrosshar.
Gamall kaðali. Gamall segldúkr. Kopar.
Eir. Látún. Zink. Blý. Gamalt járn og
hvalskíði.
Verzlunin í Austrstræti nr. 18
selur: kaffi, sykr, tóbak, brenuivín og margar
aðrar nauðsynjavörur fyrir rnjög lágt verð.