Fjallkonan - 27.09.1893, Page 2
154
FJALLKONAN.
X 39
sumir þeirra hafa naumast kunnað að fara með plóg
og herfi, enda munu ekki öll búfræðingaefni æfa
sig mjög í þessháttar störfum, ef það er satt, sem
sagt hefir verið, að á einum búnaðarskólanum sóu
þau áhöld ekki til (!)
Hvað það snertir, að réttara sé að hafa einn eða
tvo búnaðarskóla heldr enn fjóra, þá hefir þetta
blað áðr verið á þeirri skoðun, að tveir skólar mundu
nægja. Það hefir verið tekið fram, sem ástæða fyr-
ir fækkun búnaðarskólanna, að Norðmenn hefðu í
fyrstu haft fleiri skóla enn síðan fækkað þeim.
Enn nú er þó svo komið, að þeir vilja fjölga bún-
aðarskólum sínum og hafa einn i hverju amti. Er
ætlast til að rikissjóðr leggi fram s/4 af kostnaðin-
um, enn hvert amt
Ástæður þær, sem nefndin hefir tekið fram um
það, að fækka ekki búnaðarskólunum, hafa við nokk-
ur rök að styðjast, þegar tekið er tillit til álits
sýslunefnda og amtsráða. Enn þá mun ekki van-
þörf á, að gera á þeim ýmsar umbætr, og miða til-
lögur nefndarinnar einnig í þá átt.
Þetta mál mun verða íhugað betr í þessu blaði
áðr langt líðr.
Oft hefir verið ritað um það i blöðum, að slátr-
unaraðferð sú, sem tíðkast hér álandi, væri hroða-
leg og að líkindum kvalafnll. Á síðustu árum
hefir verið reynt á nokkurum stöðum að rota slátr-
fé og hefir verið notuð til þess helgrima. Þetta
hefir tekizt misjafnlega, enn eflaust er það að kenna
óvana, eða því að gaddrinn, sem slegið er á, hefir
verið á röngum stað. Nú mun mega bæta úr þessum
galla á helgrímunni, og er Tr. G. nú að búa til
nýja helgrímu, sem mun verða reynd hér.
Menn ættu að taka upp þessa slátrunar-
aðferð, sem er langtum viðkunnanlegri enn
hin venjulega. Einstakir menn hafa tekið
upp á því að skjóta slátrfé sitt með smábyss-
um, enn sú aðferð er miklu dýrari og getr líka
mistekizt.
Þessi venja, að drepa fé með hálsskurði, hefir
leitt það af sér, að hór á landi er það miklu tiðara
enn í öðrum löndum, að sjálfsmorðingjar skeri sig
á háls.
Umgengni við sjúklinga,
(Úr Sundhedsbladet).
Menn sannfærast naumast um það öðruvísi enn
af reynslunni, hvert tjón og ógæfa af því getr leitt
að ógætnir menn eða hávaðasamir raski ró sjúkl-
inganna. — Kona lá á sæng og komu einhverjir af
skyldmennum hennar að heimsækja hana. Rótt á eftir
kom húsbóndinn heim og var drukkinn. Honum og að-
komufólkinu lenti þá saman í illdeilu og fór það
fram í herberginu þar sem konan lá. Litlu síðar
fékk konan hættulegan „feber", sem læknarnir
kendu áhrifunum af þessari deilu.
Það þarf ekki einungis að gjalda varhuga við
hvað talað er í áheyrn sjúklinga, heldr verðr einn-
ig að varast að tala lengi við þá í einu. Aðkom-
andi menn ættu jafnan að vera stutta stund hjá
sjúkling.
Hin nafnkunna hjúkrunarkona Miss Nightingale
hefir ritað bók um hjúkrun sjúklinga, og eru í
henni mörg ágæt heilræði. Skulum vér hór taka
fram nokkur af þeim.
Hverskonar hávaði eða ókyrð hefir ill áhrif á sjúkl-
ing, einkum ef hávaðinn er að nauðsynjalausu.
Aldrei ætti að vekja sjúkling af svefni. Ef hann
er vakinn nýsofnaðr, má eiga það víst, að hann á
óhægt með að sofna aftr, og sjúklingr sem vaknar
eftir nokkurra klukkutíma svefn, á hægra með að
sofna aftr enn hinn, sem vaknar eftir nokkurra
mínútna blund.
Heilbrigðr maðr, sem sefr á daginn, sefr sjaídan
vel á nóttunni; þessu er öfugt varið með sjúkliaga;
því meira sem þeir eru látnir sofa, því svefnugri
verða þeir.
Hljóðskraf eða hvísl í herbergi sjúklings hefir
ill áhrif, því sjúklingrinn getr ekki að sór gert að
hlusta. Ekki á heldr að breyta máiróm og ekki
má læðast um herbergi sjúklinga. Þatta getr alt
haft ill áhrif á taugar sjúklingsins. Ekki má heldr
skella hurðum, eða ganga meira um herbergi enn
þörf er á. Þá verðr og að gæta þess, að ekki
marri í hurðunum eða braki í gluggarúðum o. s. frv.
Sá sem talar við sjúkling, á að setjast niðrbeint
frammi fyrir honum, svo hann þurfi ekki að hreyfa
sig eða snúa sór við til að geta horft á þann sem
við hann talar.
Ef sjúklingr er á batavegi og farinn að ganga
um herbergi sitt, skal varast að trufla göngu hans
þannig, að hann standi kyr meðan við hann er
talað, því slik kyrstaða hefir eigi góð áhrif.
Alt sem fram fer i herbergi sjúklings eftir þann
tíma, er hann á að fara að sofa að róttu lagi, spillir
værð hans.
Menn skulu ekki halla sér upp við rúm sjúklings,
eða setjast á það; það líkar sjúklingi vanalega ekkj.
í viðræðu við sjúkling á jafnan að tala og koma
fram með staðfestu og einlægni, vera ekki í vafa
um nokkurn hlut, hve mikla smámuni sem um er
að ræða. Því að öðrum kosti fara * sj úklingarnir að
hugsa um umtalsefnið, og getr sú umhugsun bakað
þeim áreynslu.
Aldrei ætti að láta sjúkling biða lengi eftir neinu
sem sótt er handa honum, eða vera lengi í burtu
frá honum. Þeir sem gæta sjúklinga, eiga að vera
fljótir til svara og ákveðnir, enn þó ekki flýta sór
nm of. Það er nokkur vandi, að fara þar meðal-
veginn.
Það getr stundum verið gott, að lesa blöð og
bækr fyrir sjúklinga, jþó held ég það sé venjuiega
ekki ráðlegt, nema sjúklingr sé sjálfr svo fær að
hann geti lesið, því að öðrum kosti hefir hann ekki
gott af að aðrir lesi fyrir hann. Þá á að lesa með
stillingu, og ekki of fljótt.
Þeir sem oft hafa hjúkrað sjúklingum geta bezt
dæmt um það, hve leiðinlegt það er fyrir sjúkling-
inn að horfa stöðugt á sömu veggina og hafa alt
af hið sama í kringum sig.
Daprar hugsjónir eru sífelt fyrir augum hins
sjúka, og hann á erfitt með að verða laus við þær,
enn til þess eiga þeir að hjálpa honum, sem um-
gangast hann.
Það er ekki nóg, að hugsa að eins um mat og