Fjallkonan


Fjallkonan - 25.10.1893, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 25.10.1893, Blaðsíða 1
Nr. 43. ivg. 3 kr. (4 kr. erlendls). Gjalddagi 15. júlí, 8krifstofa og afgrelðsia: Þlngholtsst. 18. X. ár. FJALLKONAN. iuglýsingar ddýrri enn í ðSrum blöíun. Reykjavík, 25. okt. 1893. Oppsögn skrifleg fyrir 1. oktdber. Viöskiftavandræöin. m. Öllum, sem ritað hafa um verzlunarástandið hér á landi, ber saman um það, að lánsverzlunin sé að- almein verzlunarinnar. Nú er það víst, að verzlunarlán eða lánstraust er einhver sterkasti liðr í alheimsverzluninni. Þess vegna fer fjarri, að hugsandi sé, að aftaka með öllu lánsverzlunina, enda er það ómögulegt. Annað mál er það, að takmarka megi lánsverzl- unina. Kaupmenn ætti ekki að lána öðru visi enn til ákveðins tíma, 3—6 mánaða, eða 1 árs í lengsta lagi. Auk þess ættu kaupmenn að taka vexti af lánum, að minsta kosti þeim, sem lánuð eru með löngum borgunarfresti. Jafnframt ætti löggjafarvaldið að styðja að því, að tryggja lánstraustið með því að setja lög, sem geri skuldheimtuna vissari og auðveldari. í þá átt fer lagafrumvarp það, sem síðasta al- þingi hafði til meðferðar um varnarþing í skulda- málum og ýms viðskiftaskilyrði. Þetta frumvarp var felt í efri deild, og átti líka að mæta talsverðri mótstöðu í neðri deildinni. Það sem helzt var fundið að frumvarpinu var það, að það næði ekki til allra viðskifta. Það væri einungis fyrir kaupmenn, blaðamenn og bóksala. Yitanlega eru það einkum þessir menn, sem hafa viðskifti við fjölda manna, bæði nær og fjær, og lána vörur sínar; slík lög koma þeim því einkum að haidi, enn bændr og iðnaðarmenn hafa skifti við miklu færri menn og einkanlega þá sem næstir þeim búa. Þess vegna er minni ástæða til að taka siíka menn, eða almenn viðskifti, inn í þessi laga- ákvæði. Eigi að síðr mætti breyta frumv. í þá átt, enn óvíst er að það gengi fram að heldr, því að meðfram létu mótstöðumenn þess í ljós, að það mundi verða til þess að auka verzlunarlánin, bótt öðrum virðist það liggja í augum uppi, að iánin mundu minka við það, er menn sæu, að miklu auðveldara yrði að innheimta skuldir enn nú gerist. Sú fyrirhöfn hlýtr þó auðvitað ætíð að lenda á skuldunautunum, og munu mótstöðumenn frv. ekki hafa gætt þess fullkomlega, að innheimt- an verðr miklu kostnaðarminni fyrir skuldunaut, ef frumvarpið verðr að lögum. Jafnframt og lög- fræðingum fjölgar í landinu, verðr það hægra að senda málfærslumenn út um sveitir til að heimta inn skuldir, og verðr það langt um dýrara enn ef skuldunautr eða umboðsmaðr hans á að mæta sjálfr þar sem skuldin er stofnuð. Ennfremr mætti flýta skuldamálum með þvi að fela sáttanefndum á hendr að ráða þeim til lykta, eins og farið var fram á í frumvarpi einu á síðasta þingi, sem ekki varð framgengt. Alt þetta, sem hér hefir verið talið, ætti að geta stutt að því, að lánsverzlunin yrdi bundin hæfileg- um takmörkum. Það er venjulega viðkvæðið í ritgerðum í blöð- unum, að lánin, með öllum þeim ófagnaði, sem af þeim leiðir, sé kaupmönnum að kenna; þeir ginni bændr til að taka lán í góðu árunum og haldi þeim sífelt í sömu skuldaviðjunum. Þetta er ekki rétt álitið; bændr mega eflaust miklu fremr kenna sjálfum sér um skuldimar; allir kaupmenn með viti kjósa helzt að hönd selji hendi, eða að menn að minsta kosti standi í skilum við þá á ákveðnum tíma. Dæmin eru lika deginum ljósari frá siðari árunum um það, að fjöldi af kaupmönnum hefir orðið gjaldþrota einmitt fyrir lánin. Annað mál er það, að kaupmenn ættu að ganga á undan með það, að takmarka lánin sem mest, og byrja á því þegar verzlun er hagstæð. Það ætti þeim að geta tekizt með samtökum, og kæmist það á, að kaupmenn að eins lánuðu vörur sínar um á- kveðið tímabil, enn tækju ella vexti af lánunum, mundu skuldirnar smámsaman minka og verzlunin um leið komast í betra horf. Niðrsuða matvæla. (Eftir norskn blaði). Það er nú farið að verða nokkuð algengt á hin- um stærri heimilum, að sjóða niðr matvæli. Það er ýmislegt, sem því veldr, að matvæli, sem þann- ig er farið með, skemmast ekki, enn einkum er það suðan og það, að loftið kemst ekki að. Eins og kunnugt er, hindrar suðan um tíma rotnunina, og öll soðin matvæli úidna ekki, nemá þau hafi orðið all-lengi fyrir áhrifum loftsins. Ef séð er um, að loft komist ekki að soðnum matvælum, geta þau með engu móti úldnað, heldr halda sér óskemd eins og þau vóru nýsoðin. Á þessu er það bygt, að sjóða matvæli niðr í blikkdósir. Dósirnar má brúka ár eftir ár, ef þær eru vel hirtar; verðr þá kostnaðrinn við niðrsuðuna minni, enn ef dósunum er ekki haldið við. Kjötið missir talsvert af næringargildi sínu við söltunina, svo að sá kostnaðr er engu minni enn verði dósanna svar- ar. Nú er farið að hafa dósir með skrúfuðu loki; enn venjulega er þó lokið kveykt á dósirnar. Kálmeti og ávexti má sjóða niðr, og skal þá setja það í sjóðandi saltvatn og sjóða, síðan á að fylla dósirnar, “svo að borðið sé að eins s/4 þuml., eftir er þær hafa verið hreinsaðar vandlega; saltvatnið á að vera svo mikið að dósin sé barmafull. Síðan á að kveykja lokið á dósirnar, setja þær í sjóðandi vatn og sjóða enn í */9—2 kl. tíma eftir stærð dós- anna. Dósir, sem taka 1 pott, skal sjóða % tíma, 2—3 pt. dósir í ®/4— 1 kl. tíma, 4 pt. dósir í l1/^ —2 tima. Pottrinn, sem soðið er í, á helzt að vera með þéttu loki, bezt að það sé lofthelt. Á botninum á pottinum á að hafa tréhlemm með götum á, svo að vatnið geti soðið undir dósunum; ef slíkr hlemmr er ekki til, má láta hey í botninn

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.