Fjallkonan


Fjallkonan - 25.10.1893, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 25.10.1893, Blaðsíða 2
170 FJALLKONAN. X 43 á pottinum. Ef bólur koma upp af dósunum, þeg- ar þær eru látnar ofan í vatnið, er það merki þess, að dósimar eru ekki nógu vel kveyktar, og verðr þá undir eins að gera við það. Bezt er fyr- ir hvern að lóða sjálfr; það er auðlært. Þegar dósirnar eru hálfsoðnar, á að taka þær upp úr pottinum og stinga gat á lokið til að hleypa út því lofti, sem enn kann að geymast í dósunum, og verðr að kveykja fyrir gatið svo fljótt sem hægt er. Á skrúfudósum er lokið þá skrúfað lítið eitt upp, enn jafnharðan skrúfað niðr aftr. Þegar búið er að sjóða dósirnar, er bezt að láta þær kólna smátt og smátt. Á hinum minni heimilum er bezt að hafa smáar dósir, sem nægja í eitt skifti, þvi að kjötið helzt ekki lengi óskemt, þegar búið er að opna dósirnar. Dósirnar má opna með því móti að hita kveyking- arjárnið („lóðboltann“) og halda honum við lokið; þá bráðnar tinið, og má þá losa lokið með hnífi, eða lokið er þakið glóandi kolum, og svo er dálítið blásið á þau, svo að þau hiti betr lokið; bráðnar þá tinið, svo að stinga má borðhnífi inn undir lok- ið. Til þess að dósirnar verði hreinar innan og matvælin tolli síðr við þær, er gott að setja þær í volgt vatn áðr enn þær eru opnaðar. Kjöt er soðið niðr á þann hátt, sem hér hefir verið sagt. Það er fyrst soðið og steikt, og síðan látið í dósirnar og flotinu og seyðinu af því síð- an helt yfir. Af beinunum, sem kjötið er skorið utan af, má sjóða seyði, sem er gott að láta i dós imar. Á sama hátt má sjóða niðr kjötsnúða, steik, fugla- kjöt (brjóstið og beztu partana), fisksnúða o. s. frv. Alt á að vera soðið eða steikt á undan, og á að láta það sjóðandi í dósina, og hella síðan yfir seyði, svo að borðið verði eins og áðr er sagt, og loka dósinni í sömu svipan. Ef botn eða lok á dós bung&r út, er það merki þess, að annaðhvort hefir dósin ekki verið hrein eða hún er ekki loftheld. Skal þá, ef ætla má að dósin sé óskemd, stinga gat á lokið og kveykja aftr fyrir það og sjóða síðan dósina upp aftr. Eyðibýli á Hreppamanna-afrétt (Eftir jarðabðk Árna Magnússonar). (Niðrl.). Þessa bygð segia men eyðilagða vera í plágunni stóru, ecke þeirre síðustu (það er að segia þeirre sem geck 149. [1498], heldr þeirre, sem fyrre hafe vereð, og mun það eiga að vera sú 1350, þvi Vilkins máldagi getr ei þessara kirkna, en bafi er elldre en sú plágan 1401. í austur-landsuður frá Stangarnese, svo sem hálfa bæiarleið, heiter Diáknadyngia eður Diáknadys, er stór húsrúst, og þar hefur fundist smelltur kopar, jarna molar, brýni og annað þess slags; item nockr- ar raftölur eða þess slags, eir nokkuð þunt, líteð látúns stycke. Smiðiusindur er þar í mergð, og eru munmæle, að þar hafe smiður búeð einmana, aðrer segia einn sem hafe smellt rauða, því skógur hefur þá nógur vereð. Skamt frá þessare rúst hallda men han grafen vera, þar sem siáe til leið- es. Men hafa grafeð í fyrnefndre rúst, en óveður fiell á, svo ecke varð ender á verkenu, og síðan hefur þar ecke vereð viðhrært. Á Flóamana afriett fyrer norðan Laxárdal skal bær hafa staðeð og heiteð Miðfell. Þar fyrer norð- an Arnórsstaðer. Þar en þá fyrer norðan Grímstaðer. Þar en þá fyrer norðan aðrer Grímsstaðer. Vestur undan þessum Grímsstöðum, hinu megen Stóru Laxár, liggur Hrunakrókur; þar sier en nú til stórra girðinga, og skyllde það styrkja þá Rela- tion, að þar hefðe staðuren fyrrum staðeð, og segia men þessa bæi hafa átt þangað kirkiusókn. Kjötsala í Noregi. Nú um langan tíma hefir útflutningsbannið á fenaði frá Norðrlöndum til Englands staðið. Nú er bannið afnumið af því er Noreg snertir. — Norðmenn hafa haft ábatasama sölu við Englendinga á lifandi fénaði. Ferðin er stutt og kostnaðrinn ekki mikill. Síðan b&nnið kom hafa þeir verið neyddir til að slátra fénaði sínum heima hjá sér, og er þeim það ábataminna enn að selja það til Englands. Af þeirri ástæðu hafa þeir keypt minna af íslenzku kjöti enn þeir eru vanir, og hefir það eflaust haf't nokkur áhrif á verð- lækkun verzlunarvöru þessarar. Þó hefir verðið á íslenzku kjöti síðan í vor verið afarhátt í Noregi. Nú, þegar útflutningsbannið er afnumið, þá má telja vist, að íslenzkt kjöt gangi enn betr út í Noregi, því Norðmenn þurfa mikið af kjöti til skipastóls síns. Það eru því engar líkur til að ís- lenzkt kjöt falli þar í verði. Sennilegra væri, að Norðmenn gæfu meira fyrir það enn í sumar. Það er vonandi, að kaupmennirnir íslenzku taki tillit til þess í haust, þegar þeir kaupa kjötið, að horf- urnar i Noregi eru betri nú enn í fyrra fyrir sölu á íslenzku kjöti. Yefnaðr úr gleri. Nú er farið að búa til vefn- að úr glerþráðum. Þráðrinn er mjórri enn silki- þráðrinn, sem silkiormrinn spinnr; vefn&ðrinn er nærri eins mjúkr og silki, voðfeldr eins og ullarvefnaðr og gljáfegri enn dýrustu málmar. Þar að auki er miklu hægra að þvo föt úr glervefn&ði enn önnur föt, og þarf ekki nema vatnið tómt til þess. Œer- vefnaðr getr ekki brunnið, og ekki vinna heldr sýr- ur á honum. Loks er glervefnaðrinn svo hlýr, að hann er jafnvel heitari enn bezta ull. Spánardrotning skipaði svo fyrir nýlega, að laun sín væri lækkuð, vegna þess að þar í landi áraði svo illa. Öll konungmennin á Spáni fylgdu síðan dæmi hennar og þar næst allir hinir æðstu embættismenn. Þetta mæltist mjög vel fyrir af öllum þorra manna; þó var ein stétt alveg á móti því, og það vóru blessaðir prestarnir. Ný jökulför yfir (xrænland. Hinn danski flota- foringi Th. V. Q-arde er i sumar á rannsóknarferð- um um Grænland og hefir farið víðsvegar um jökl- ana í miðju landi. Hann hefir einnig gert nýja uppdrætti af einstökum hlutum landsins, og er talið víst, að rannsóknir hans séu mikils virði fyrir vis- indin. Hljóðriti sem prestr. í sumar dó prestr einn í grend við New York, og kona bans var dáin skömmu á undan honum.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.