Fjallkonan - 25.10.1893, Blaðsíða 3
86. okt. 1893.
FJALLKONAN.
171
Litlu áðr enn hann dó, hafði hann sagt fyrir um útför sína og
fór hún þannig fram, að sálmr var sunginn á undan ræðunni
með rödd hinnar nýdánu prestskonu, enn ræðuna virtist prestr-
inn flytja sjálfr yfir sér. Líkfylgdin varð skelkuð, enn þó tókst
að koma fólkinu í skilning um, að það var hljóðriti Edisons,
aem flutti sönginn og ræðuna.
„frelsi" og „framfarir"; það „hvílir“ líklega ekki
á hans „sögulega og þjóðlega grundvelli“.
„Apalgengur aftr á bak
ófrelsis um leira
framfaranna fótatak
fœlist þú aö heyrau.
Til Sæm. Eyjólfssonar.
„Um sig gamli Glæsir slœr,
girtur ísu-roði,
Jianinn út sem þrilembd ær
þönglum & og moði“.
Grein hr. S. E. í ísaf. 18. okt., sem á að vera
svar gegn greininni í Fjallk. um „sögulega og
þjóðlega“ þrepið, sem hann húkir nú á, er svo am
lóðaleg vörn, að Fjallk. tekr nærri sér að eyða
dálkstúfi til að gegna henni.
í greinunum í Fjallk. hefir að eins verið snortið
eitt atriði í fyrirlestri Sæm., níðið um blaðamenn-
ina. Það sem Fjallkonan hefir sagt um það atriði
stendr enn óhrakið. Hr. Sæmundr hefir ekki með
einu orði afsakað níð sitt um blöðin, sem hann á-
lítr „lands og lýða tjón“. Hr. Hannes Þorsteins-
son er enn látinn vera sami fáfræðlingrinn sem hr.
S. E. hefir talið hann áðr (og blaðamenn alla) í
öllu sögulegu.
Er nú ekki óhætt að aftrkalla þetta, eða kingja
þvi niðr, úr því Sæmundr Eyjólfsson varð
hlutskarpari enn Hannes Þorsteinsson að fá sögu-
kensluna við lærða skólann?
„Eg, Sæm. E., þóttist vita það fyrir, eða hafði
einhverja óljósa hugmynd um, að að ég hefði talað
‘illa og ómaklega'. Nú sé ég að ég hefi talað ekki
fjarri sönnu (þótt ég upphaflega héldi, að ég talaði
tóma lygi)“.
Þetta er hugsun hr. S. E. í ísafi-grein hans, eft-
ir því sem næst verðr komizt, og getr almenningr
dæmt um hve fögr hún er.
Öllum kemr saman um það, að þjóðin eigi að
halda fast við alt gott og nytsamt, sem hún á eða
hefir átt. — Enn hr. S. E. vill halda fast við alt
það, sem hvílir á „sögnlegum og þjóðlegum grund-
velli", hvort sem það er gott eða ilt.
Þar skilr okkr.
Bitgerð hans, eða fyrirlestr, sýnir ljóslega, að
hann er aftrhaldsmaðr, eins og hann líka sjálfr
segir, þar sem hann kannast naumast við að lands-
mönnum sé að fara fram í nokkru. Þetta atriði,
þetta „fyrrum og nú“, mun verða athugað síðar
nákvæmlega í þessu blaði, enn að sinni var ekki
ætlazt til að talað væri um annað enn það sem hr.
S. E. hefir sagt um blöðin. Þó er rétt að taka
það fram, að þótt blöðin, ef til vill, geri of mikið
úr framförunum, mun sú kenning örva menn betr
til framfara, enn aftrhaldsprédikanir hr. S. E. og
hans líka.
Slíkt aftrhaldsblað sem ísaf. hefir auðvitað orðið
guðsfegið að sleikja í sig þetta góðgæti hr. S. E.
„Geegist þótti’ úr ísu-auga
yið askinn fræöa mauks,
hjá rembilegum ræsi drauga
með röddu hrossagauksu.
Það er óvanalegt, að líkja framförunum við
drauga. Hr. S. E. er auðsjáanlega illa við alt
Palladómar
um
þingmenn.
9. Björn Bjarnarson
er hár maðr og og grannr, all-laglegr í sjón, ljós-
litaðr.
Honum er ekki létt um mál, og hann talar ekki
vel áheyrilega; málrómrinn er ekki vel skír. Þeg-
ar hann talar, heldr hann oftast á penna og otar
honum fram.
Hann var nú í fyrsta sinni á þingi. Þegar er
það fréttist, að hann hafði verið kosinn á þing,
gerðist illr kurr í herbúðum nafna hans hins
svarta og hans kumpána; þótti þeim það hneyksli,
að hr. B. B. skyldi ná kosningu og það með mikl-
um atkvæðafjölda. Meðfram munu þessi kögurbörn
hafa amazt við honum af því, að hann hafði nokk-
urum sinnum ritað greinir í Fjallkonuna og stund-
um litið öðru vísi á hlutina enn Isu-höfuðið þrí-
strenda. Nú getr almenningr séð af Alþingistíð-
indunum, hvort hann er svo ónýtr liðsmaðr á þingi
sem andstæðingar hans hafa viljað telja mönnum
trú um.
B. B. talar manna oftast á þingi, þótt honum
sé stirt um mál, og eru ræður hans að jafnaði glögg-
lega hugsaðar, enda er skemtilegra að lesa þær i
Alþ.tíð. heldr enn að heyra hann bera þær fram.
Hann er skynsamr maðr, og eflaust einn af hinum
mentuðustu bændum í sumum greinum. Hann
lagði mikla stund á það að kynna sér vandlega
þingmál, enda var hann kosinn i ekki allfáar nefnd-
ir. — Hann mun hafa átt einna mestan þátt í þeim
málum á þessu þingi, er búnað snerta, svo sem
þingsályktun um styrkveitingar til búnaðarfélaga,
búnaðarskólamálinu o. fl. — í fjármálum var hann
einhver mesti sparnaðarmaðr á þingi, og jafnvel um
of í sumum greinum, og er það að vísu vorkunn,
að menn vilji spara sem mest „bitlinga" og ýmsa
hina smærri útgjaldaliði, þegar ráðizt er í kostnað-
arsöm fyrirtæki, sem baka landssjóði ærin útgjöld,
enn engin von um tekju-auka. Það er líka víst,
að sé nokkur þjóðvilji til og sé nokkurt mál áhuga-
mál almennings, þá er það einmitt það, að spara sem
mestútgjöld landssjóðs, laun embættismanna o. s. frv.,
og er því ekki óeðlilegt, að einstakir bændr á þingi
taki nokkuð djúpt í árinni í þá stefnu.
Að öllu samantöldu má telja B. B. gott þing-
mannsefni, og vænta þess að með æfingu og reynslu
muni honum takast að laga þá galla, er nú þóttu
vera á framkomu hans á þingi.
N.-Dakota, 20. ág. ’93. „Nú er þresking nýafstað-
in hér í bygðinni. Hér er hamazt við þreskingu,
engu minna enn við töðuþurk heima í óþurkatíð;
þó kemr það varla fyrir, að þreskt sé á sunnudag.
Enn aftr á móti eru hveitiakrar stundum slegnir