Fjallkonan


Fjallkonan - 01.11.1893, Page 3

Fjallkonan - 01.11.1893, Page 3
1. növ. 1893. FJALLKONAN. 175 rekið 'úr henni 28 þús. djöfla, enn það dugði samt ekki, því stúlkunni batnaði ekki að heldur. Bæjar- stjórnin fór þá að skifta sér af þessu og lét sækja lækna frá Paris. Þeir kváðu þetta vera venjulega geðveiki, sem hægt væri að lækna, enn fólkið trúði prestunum betr. Átthagar kóleru. Hinn frægi læknir Koch heldr að kóleran sé upphaflega komin frá Indlandi, enn nú halda ýmsir að drepsótt þessi eigi upptök sín í Mekka. Þangað fara á hverju ári þúsundir „rétt-trúaðra“ Mú- hammeðsmanna, sem flytja sýkina víðsvegar. í nánd við borgina er fórnarstaðr, þar sem Múhammeðsmenn segja að djöfullinn hafi birzt Abraham, og er þar stöð- ugt fórnað ógrynni af dýrum til að fæla djöfulinn. Hræin eru látin rotna á víðavangi. Sem kunnugt er, mega engir aðrir en Múhammeðsmenn koma til Mekka, og er því borg þessi lítt kunn, enn Burton (sá hinn sami, sem fór hér um land) og von Maltzan, sem báðir fóru til Mekka, segja frá fórnum þessum, og segir Burton, að 6000 dýrum hafi verið fórnað á þess- um stað meðan hann var i Mekka. Af þessu verðr loptið baneitrað, og er nú haldið, að þaðan sé kólera upp runnin. Lystiskip Vanderbilts, sem hann lét byggja í sumar, og ætlaði að fara á til Evrópu, er eitthvert hið skrautlegasta skip sem til er. Það er 300 fet á lengd, 2400 tons að stærð og vélin með 4500 hesta afii. Allr húsbúnaðr er fóðraðr með rauðu silkiflosi. Stórt bókasafn er á skipinu og eru skáparnir úr valhnotutré. í svefuherbergi frú Vanderbilt er hús- búnaðr allr greyptr gulli og fílabeini, enn tjöld og fóðr úr rósasilki. í daglegu káetunni er húsbúnaðrinn úr mahóní og dyratjöld úr grænu silkiflosi. í bað- herberginu er allr búnaðr úr silfrpletti og hurðahún- arnir silfraðir. Dans á laugardagskvöldum. Fyrir skömma var „skautafólagið" hér í bænum kært fyrir dans á laugardagskveldi, sem átti að hafa staðið lengr enn lög leyfa, þ. e. fram yfir kl. 11. Enn nú hafa einnig fyrir skömmu bæði ö-ood-Templarar og jafnvel fleiri haft dansleiki, sem staðið hafa lengr fram á nóttina. Enn lög- reglustjórinn hreyfir sig ekki, og þeir sem hlut eiga að máli, segjast að sögn hafa haft leyfi hans. Það lætr heldr undarlega í eyrum, og er fremr ó- trúlegt, enda gætu þjófar vorir á sama hátt feng- ið að njóta undantekningar frá hegningarlögunum. Enn vera má að lögin eigi ekki að ná jafnt yfir alla, og að Giood-Templarar og þeirra fylgifiskar standi fyrir ofan lands lög og rótt. Nontemplari. Slcagafjarðarsýslu, 10. okt. „Nú er verzlun hér í haust búin að sýna sig til enda, og hefir ekki þótt hagstæð. Bezta kjöt, 45 punda kroppar, 16 au., 30 pd. 14 au., 30—35 pd. 12 au. og 25—29 pd. 11 au. Gærur pundið 20—23 eítir gæðum. — 2 gufuskip komu hingað eftir Ufandi fé; annað kom 22. f. m. og tók þá nálægt 5000 sauða og byrjaði vel. Hitt kom 2. þ. m. og beið hér 6 daga eftir veðri til útskipun- ar, fékk það loks og fór með nálægt 17 hundruð og vantaði þó talsvert uppá sauða-loforð bænda. Fé reynist til skurðar í nieðallagi, en hver kindin gerir þó iítið með þessu verði“. Sprengikúlan. Eftir J. Ricard. Castelfouiilé-sur-Orne heitir smábær jí Prakklandi. Þar eru togleðrverksmiðjur. Degar þessi saga gerðist, höfðu verkmenn bæjarins lagt niðr vinnu, og uppþot orðið á götunum, lögreglulið bæjarins réði ekki við neitt; herflokkr var fenginn til að skakka leikinn, hermenn- irnir höfðu ráðizt á verkmenn, sem höfðu verið „egndir upp af samvizkulausum æsingamönnum“; þessi „sauðsvarti skríll" hafði kastað steinum að hermönnum og alt var í uppnámi. Mest var þð nppnámið í höfði málaflutningsmannsins í bænum, Stefáns Poupinards. Hann átti þá daginn eftir að mæta sem sækjandi i málinu gegn Balard og félögum hans; það vóru verk- menn, sem sérstaklega höfðu verið ákærðir fyrir róstur á göt- unum, árásir á lögreglumenn, æsingar í orðum, rúðubrot o. fl. Málflutningsmaðrinn svaf í rúmi sínu og dreymdi um ókomna frægð sína. Að morgni átti hann í nafni frönsku stjórnarinnar að tala máli brotinna réttinda. Dað átti að verða byrjun frægð- ar og mikillar upphefðar fyrir hann. Hann þóttist vera kvaddr til Parísar, klæddr purpurakápu yflrdómarans — fantarnir nötra af hræðslu á sakamannabekknum, þegar þeir heyra orð hans, og ljóm- andi stúlkur á áhorfendapallinum hlusta á hann með tárvot augu og titrandi brjóst. Enn þessi glæsilegi draumr breytist í annan draum, sem ekki er alveg jafnskemtilegr. Að morgni átti hann að krefja þess að sökudólgunum yrði hegnt, og þeir fá líka makleg mála- gjöld, enn hefndin kemr i koll honum sjálfum. „Skríllinn sauð- svarti“ veðr að honum i stórri þyrpingu með reidda hnefana. Þeir taka hann höndum, rífa hann úr hverri spjör, setja snöru um hálsinn á honum og hengja hann upp í götuljósstjaka. Síð- an kasta þeir líkinu í forarræsi. Þessum og þvílíkum forlögum verða réttvísinnar þjónar oft að sæta í þessum heimi. Enn dreymir hann þriðja drauminn. Hann þykist vera staddr í einni skuggalegustu götunni í bænum. Þar er all-óttalegt um að litast — hjá hverju húshorni gægist grímuklæddr morðingi með sexhleypta stnábyssu — allír hafa þeir dimmblys í beltun- um og glætan úr þeim gerir myrkrið enn ógurlegra. Málaflutn- ingBmaðrinn tekr til fótanna og hleypr alt hvað af tekr um auðar götur til að komast heim til konunnar, sem býr í litlu húsi með villivínvið og rósum alt í kring um veggina. Kúlurn- ar þjóta um eyru hans — hann kemr á strætið, þar sem liann á heima — þar sem húsið hans var einu sinni — þar eru nú tómar rústir — vínviðrinn vefst yflr brunna bjálka og brotið veggjagrjðt, eins og krans á leiði. Þetta heflr dýnamítinn unnið. Málaflutningsmaðrinn vaknar og angistarsvitinn drýpr af hverjum hans lim. Það er sannarlega verra enn versta strit- vinna að dreyrna aðra eins drauma. Hann stekkr ofan úr rúminu, gengr að borðinu, kveykir á lampanum og fer að lesa athugasemdir og uppköst, sem hann hafði gert til undirbúnings málinu daginn eftir. „Drottinn minn, ég skal svei mér ekki hlífa fóntunum, pína þá með flókn- ustu krókaspurningum, þeir skulu að lokum ekkert geta sagt nema það sem ég ætlast til. Ég skal sannarlega vefja þá upp á fingr minn. Já, það skal ég gera!“ „Hverjar svo sem afleiðingarnar verða, þá skal ég ekki láta mitt eftir liggja; aldrei skal það vanta, að Stefán málaflutnings. maðr geri skyldu sína“. í hina rniklu sóknarræðu ætlaði hann að taka smellnar máls- greinir eftir merkishöfunda — enn minnið var ekki sem bezt og nú fór hann í nætrkyrðinni að berja saman í tuttugasta sinni upphaf ræðunnar: „Að sönnu eru hæfileikar manna ólíkir, og að sönnu eru þarfir manna ýmislegar og misjafnlega miklar, enn að beygja ekki girndir sínar, hæfileika og þarfir undir kröfur heildarinnar, mann- félagsins, ríkisins, og að krefja---“ Langra komst hann ekki, því hann sofnaði sætt og rótt i

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.