Fjallkonan


Fjallkonan - 16.03.1894, Qupperneq 1

Fjallkonan - 16.03.1894, Qupperneq 1
Kemr út & miðvikudögum. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.). Auglýsingar mjög ódýrar. Gjalddagi 15. júll. Upp- sögn skrifieg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstr. 18. FJÁLLKONAN. XI, 11. Reykjavík, 16. marz. 1894. Influenza. Þessa síðustu viku hefir slegið dauðaþögn yfir þenn- an bæ, því influenzan, þessi illkynjaða kvefsótt, hefir gagntekið nærri því hvert einasta heimili, ogímörg- um húsum hefir alt fólkið lagzt í sömusvipan. Yeik- in er alls ekki í réuun enn, þó sumir sé á batavegi og einstaka manni virðist batnað að mestu, því að þá leggjast aðrir í þeirra stað, því ekkert mannsbarn sleppr að kalla, og ekki er heldr séð fyrir endann á eftirköstum veikinnar, sem venjulega fylgja henni, og eru hvað hættulegust. Veiki þessi kom með skipi 0. Wathnes „Vaagen“ til Seyðisfjarðar 8. janúar og breiddist út frá Seyðisfirði bæði suðr og norðr um land. Ekki hafði hún gengið nema um Múlasýslur og Skaftafellssýslur, er síðast fréttist, enn nú er hún eflaust komin víða um. Á Seyðisfirði varð sóttin 10 mönnum að bana að sögn á hálfum mánuði eða 3 vikum. Annarsstaðar úr Austfjörðum eru ekki vissar fregnir. — í miðjum febrúar var veikin komin nærri um alt Hérað og Jökuldal, og vóru þá dánir úr henni nokkrir tugir manna í þeim sveitum. í Jökuldal og í Tungu dóu í hverri sveitinni um 20 manns á viku. Af þessum fregnum má ráða, að veikin er í meira lagi mannskæð, og að þörf er á að sjúklingar fari sem varlegast með sig, fari ekki ofsnemma á fætr eða út í vetrarkuldann o. s. frv. Það tjáir ekki að sakast um orðinn hlut, enn þó virðist sem hægt hefði verið að stemma stigu fyrir veiki þessari, hefði það verið gert í tæka tíð, helzt þegar í stað á Seyðisfirði, eða með því að hefta um- ferð um tveggja mánaða tíma við Jökulsá á Brú á annan veg, og við einhverja ána í Skaftafellssýslu á hinu veginn, enn yfirvöldunum hefir ekki þótt það tiltækilegt, enda vantar lagaákvæði um þess konar. Ekki þarf að efast um það, að veikin berst með mönnum, þó sumir læknarnir neiti því (!) Hér í Reykjavík var hægt að rekja feril hennar fyrstu 1—2 dagana, þ. e. hverir báru hana húsa á milli. í vetr hefir víða gengið illkynjað kvef, sem lækn- ar hafa kallað „influenza", enda eru þeir farnir að brúka þetta nafn á margsháttar kvillum, af því það er svo handhægt. Enn þessi „influenza“, sem gengið hefir í vetr, hefir óvíða orðið mönnum að bana, og er því alt annað enn þessi mannskæða sótt, sem nú veðr sem morðengill yfir landið og léttir líklega ekki fyrr enn hún hefir höggvið ærið skarð í landsfólkið. Löggjafarvaldinu hér á landi virðast vera mislagð- ar hendr, að vera að stritast við að reisa sem ramm- astar skorðr við því, að 2—300 fátæklingar, verk- leysingjar og ráðleysingjar sleppi lifandi á ári til Ameríku, enn hafa ekki minstu viðleitni til að sporna við skæðustu farsóttum, sem drepa landsmenn þús- undum saman, hvað ofan í annað, hafa engin lög um sóttvarnir innanlands, þar sem þó er hægra að koma hér við sóttvörnum enn í nokkru öðru landi og þráttfyr- ir það þótt slíkar sóttir verði margfalt skæðari hér á landi enn víðast annarsstaðar. Að segja að slíktséómögulegt, eins og sumir læknar segja, er hinn mesti bjánaskapr og þverhöfðaháttr, enda hefir tekizt að verja næm- ustu sóttum útbreiðslu og má færa til þess fleira enn eitt dæmi. Sjávarbændrnir munu nú sjá sína sæng upp búna fyrir þessa vertíð. Það er hætt við, að influenzan með eftirköstum hennar treinist þeim að minsta kosti til vertíðarlokanna. Útlendar fréttir. (Frá fréttaritara). Kaupmannahöfn, 1. marz. Stjórnleysingjar. Yaillant sá, er þeytti morðvélinni í fulltrúaþingdeild Frakka, var tekinn af lífi snemma í febrúar. Ógnunum hafði verið beitt við dómendr og stjórnina, til þess að fá hana til að náða Vail- lant, enn eigi tjáði það neitt. Glæpamaðrinn átti engrar vægðar von. Eftir greftrun hans var mikil aðsókn að gröf hans. Fjöldi manna fór nokkurs- konar pílagrímsferðir til legstaðarins, og sózt var um að ná í ýmislegt af munum hans eins og það væru helgir dómar. Það voru eigi að eins flokksmenn hans, stjórnleysingjarnir, heldr slógust og í förina fjöldi tíginna manna. Auðug hertogafrú ætlaði að taka dóttir hans til uppeldis, enn stjórnleysingjar náðu í krakkann, og kváðust mundu ala hana upp í sínum kreddum, og var eigi nærri því komandi, að þeir sleptu henni. — Það voru eigi margir þeirrar skoð- unar, að dauðadómr Vaillants mundi breyta háttsemi stjórnleysingjanna að nokkrum mun til hins betra, og nú hefir reynslan sýnt það, að þeir þykjast eigi hafa nóg aðgert. Núna seinnipartinn af febrúar hafa þeir gert tilraunir til þess að sprengja fimm veitingarhús í loft upp. Þetta tókst þó eigi eins vel og stjórnleysingjar höfðu tilstofnað. í einu af veit- húsunum særðust allmargir; reyndar lét enginn lífið, enn menn urðu svo æstir gegn morðingjanum, að lík- lega hefði hann eigi komizt lifandi í fangelsið, ef lögregluliðið hefði eigi verndað hann. Morðingi þessi heitir Henri og er stúdent. Verðr hann að líkindum dæmdr til dauða. Ymsir stjórnleysingjar hafa verið teknir og kastað í fangelsi, og lögregluliðið gerir það sem hægt er til þess að haida óaldarflokk þessum í skefjum. Englendingar hafa að mestu sloppið við árásir stjórnleysingja, enda hafa þeir nokkurskonar friðland í Lundúnum. Þar hafa þeir félag, og þangað Ieita félagar þeirra frá meginlandinu, ef þeim þykir ekki óhætt heima. Lögregluliðinu í Lundúnum hefirlengi verið kunnugt um félag þetta, enn eigi hefir því þótt ástæða til þess að banna félagsmönnnm fundahöld. Nú fanst lögregluliðinu ástæða til þess &ð njósna um aðgerðir þeirra, og eitt kveld er fundr átti að vera í félaginu tók lögregluliðið á móti fundarmönnum

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.