Fjallkonan


Fjallkonan - 16.03.1894, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 16.03.1894, Blaðsíða 3
16. marz 1894. FJALLKONAN. 48 skyldu eigi gera sér háar vonir um samkomulag á milli þings og stjórnar. Stjórnin væri svo góðkunn, að húu léti ekki hlaupa með sig í gönur. Ef miðl- unarmenn auðmýkja sig fyrir stjórninni, tekr hún efa- laust við þeim tveim höndum, og fyrirgefr þeim allar þeirra misgerðir og mótþróa. Serbía. Alexander konungr gat eigi lynt við G-ruicsráðaneytið. Hann fann því það til foráttu, að stjórnin heimtaði ríkisréttardóm yfir ráðaneyti það, sem konungr rak frá völdum í fyrra. Káðaneytið hefir verið kært fyrir stjóraarskrárbrot. Konungi geðjaðist þetta illa, og hætti að koma í ríkisráðið. Að lokum kvaddi hann Milan föður sinn heim. Káða- neytinu þóttu lög vera brotin, fyrir því að Mílan hafði skuldbundið sig tii að koma aldrei framar til Serbíu, og hafa engin afskifti af stjórnarmálum rík- isins. Auk þess kvaddi konungr hina sakbornu ráð- herra til ráðagerðar við sig. G-ruic sagði því af sér völdum fyrir hönd ráðaneytis síns. Nýtt ráðaneyti var skipað og heitir ráðherrastjórinn Simic. Pykist nýja ráðaneytið muni stjórna hlutdrægnislaust án þess að fylgja nokkrum sérstökum flokki. Eigi er þó henda reiðr á það. Þetta er yfirlýsing allra ráðaneyta. Bandaríkin í Amerílcu. Fulltrúadeildin hefir sam- þykt tollfrumvarp það er lagt var fyrir hana. Inn- flutningstollr á ýmsum útlendum vörum verðr afnum- inn, ef tolllögin verða samþykt í öldungadeildinni, þar á meðal ull, og hefir það ef til vill eigi alllitla þýðÍDgu fyrir oss íslendinga. Brasilía. Borgarastríðið stendr nú sem hæst, og virðist svo sem það sé meiri alvara í leiknum enn áðr hefir verið, en allar fregnir þaðan eru mjög ó- ljósar. Khöfn 2. marz. Eftir því sem nýjustu hraðskeyti skýra frá, þá ætlar Gladstone að segja af sér ráð- herratign innan fárra daga. Það er augnveiki, sem neyðir hann til þess. Póstskipið (Laura) kom að kveldi hins 14. þ. m. og með því allmargir farþegar, einkum kaupmenn og verzlunarmenn úr Reykjavík og nágrenninu. Krossaregn 26. febr.: Jakob prestr Benediktsson orðinn R. af Dbr., enn dannebrogsmenn: Helgi Helga- sou kaupm., J. hreppstjóri Gunnarsson á Þrastar- hóli og Oddr Sigurðsson bóndi á Álftanesi, sem er sálaðr fyrir rúmu ári (!!!). Embættispróf við háskólann hafa tekið: ílögfræði: Magn. Torfason raeð 1. eink., Magnús Jónsson með 2 eiuk. og Halld. Bjarnason með 2. eink.; í guðfræði Geir Sæmundsson með 2. betri eink.; í læknisfræði: Guðm. Björnsson með 1. eink. og Guðm. Hannesson með 1. eink. Amtmannsembættið n. og a. er Lárus Blöndal skipaðr í af konungi 26. febr. Veitt prestakall, Helgafell, Sigurði próf. Gunnars- syni (af konungi). Aflabrögð. Vel aflavart nýlega á Miðnesi og í Grindavík, sömuleiðis austanfjalls. Éti varð maðr á Fjarðarheiði í N.-Múlas. síðast í jan. Maðr druknaði í fjörunni á ísafirði 13. febrúar, Sigurðr Vermundarson. Fuglveiði við Drangey. Vorið 1893 vóru veidd- ir við Drangey 163,852 fuglar; veiðimenn um 120. — Auk þess var þar taisverðr fiskafli, sem sömu menn stunduðu. Húsbruni. Um mánaðamótin jan. og febr. brann fjós á Eiðum; 3 kúm varð bjargað, enn inni brunnu 2 kýr, 1 naut fuliorðið og 2 ungviði. Barnakennarar i Skagafirði héldu fund með sér 22. febr. á Sauðárkrók til að ræða um mál sem að barnakenslu lúta. Ekki er getið um niðrstöður fund- arins, nema ákveðið hefði verið að kaup skyldi ekki setja hærra upp við bændr enn 5 kr. um mánuðinn að vetrinum. — Þetta mun vera fyrsti fundr. sem sveita- kennarar hafa haldið hér á landi. Sýslufundr Skagíirðinga var haldirin á Sauðár- krók 20.—24. febr. Vóru þar rædd 37 mál. Reglu- gerð um eyðing refa er amtsráð n.-a. hafði ekki viljað staðfesta, var endrskoðuð og lagfærð. Reglugerð um kynbætr hesta var samin og samþykt. Helztu á- kvæði hennar, að öli mislit hestfolöld og af lélegu kyni skyidu gelt. Reglugerð um fjárskoðanir (2 á vetri) í sýslunni var og samþykt. Skoðanir þessar ná einnig til nautpenings og hrossa og eiga að miða til að efla kynbætr á öllum búpeningi, einnig betri hirðingu á heyjurn og sérstaklega koma í veg fyrir þann óþrifakláða, sem talsvert hefir á síðustu árum borið á í Húnavatnssýslu og einnig mun korainn í Skgf.-sýslu. Þetta er þörf reglugerð, ef hægt verðr að framfylgja henni. — Ákveðið var að veita Sigurði Ólafssyni á Hellulandi 500 kr. styrk úr sýslu- sjóði til að kynna sér og læra aðferð til að stjórna tóvinnuvélum. Hugsar hann síðan að koma þeim á þar í sýslu. — Erindi frá Holtshreppi um tvískift- ing hreppsins var frestað, því sumir álitu að 2/8 úr hverjum hreppshluta þyrfti til að greiða atkvæði um það, enn aðrir 2/8 úr öllum hreppnum. — Ákveðið að leita álits vegfræðings um brúargerð á Héraðsvötnin; á nú þegar að fara að aka grjóti til byggingarinnar. — Sýsluvegagjaidi jafnað niðr á hreppa, að því ó- gleymdu, að landssjóðsvegr á að verða frá Sauðárkrók fram í sveitina. Þó var lagt til bráðustu viðgerðar á þeim vegi. Sýslusjóðsgjald hækkað um 2 aura á hundr. Mannalát. 12. marz lézt hér i bænum fyrrum sýslumaðr Eggert Briem á 83. aldrsári. Þessi kynsæli höfðingi, faðir hinua mörgu efnisgóðn systkina, hafði jafnan á sér bezta orð sem yfirvald, jafnt fyrir röggsemi sem liprð. Hann var því mjög vinsæll af alþýðu. Hann mun hafa verið með hinum beztu lagamönnum íslenzkum um sína daga. Hann var sonr Gnnniaugs Brieras sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu og fæddr á Kjarna 15. okt. 1811. Hann var útskrifaðr úr Bessastaðaskóla 1831; var síðan skrifari hjá föður sínum og settr fyrir Eyja- fjarðarsýslu um tíma 1834, fór utan og gekk á há- skólann 1835; varð kandídat í lögfræði 1841. Saina ár fór haun á skrifstofu Hoppes stiptamtmanns í Reykjavík, enn 1843 var hann settr fýrir Rangár- vallasýslu og 1844 fyrir ísafjarðarsýslu, enn fekk veitingu fyrir henni árið eftir, og bjó á Melgraseyri. Eyjafjarðarsýslu fekk hann 1848, og bjó á Espihóli; 1858 fekk hann Rangárvallasýslu, enn hann flutti

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.