Fjallkonan - 11.04.1894, Page 3
11. apríl 1894.
FJALLKONAN.
59
annað eftir enn smákjarr, og Bkógrinn getr eigi náð þroska aftr
fyr enn eftir mjög langan tíma. Hallormsstaðarskógr getr því
að eins átt nokkura framtíð, að hann sé eigi notaðr til beitar
þá er haglaust er eða haglítið, svo að nálega næst eigi í annan
gróðr enn skóginn, og að hann sé alls ekkert höggvinn. Það
er skaðlaust og oft nauðsynlegt að höggva gamlar og hálffúnar
hrislnr i þéttvöxnum skógnm, enn í Hallormsstaðarskógi er
einnig nauðsynlegt að varast að höggva þær, af þvi að ungviðið
má eigi missa neitt af því sem veitir þvi skjól. Um alllangan
tíma hefir skógrinn ekki verið höggvinn neitt að kalla, enn
mjög er hann notaðr til heitar. Það er og eigi auðvelt að kom-
ast hjá því, fyrir því að Hallormsstaður er mjög slægnalítil jörð.
Þó mundi mega nokkuð bæta úr því með því að koma upp nátt-
högum, eða auka heyskapinn á annan hátt. Ábúandinn, sem
nú er á Hallormsstað, er frú Elisabet, dóttir Sigurðar prófasts
Gunnarssonar, hins nafnkunna merkismanns. Svo sem vænta
má, lætr hún sér ant um skóginn og vill vernda hann sem föng
eru á.
Hallormsstaðarskógr skiftist nú í tvent. Ánnar hlutinn er
fyrir innan bæinn, enn hinn fyrir utan. Upp frá bænum er nú
skóglaust svæði, enn eigi er mjög langt síðan að þar var skðgi
vaxið. Þar í hlíðinni er hjalli einn, er heitir „Timbrflötr“.
Um þær stöðvar mun hafa verið sá „timbrskögr", sem máldagar
nefna og segja að Þingmúlakirkja eigi þar „60 rafta högg“.
Stórvaxnastr er skógrinn nú, þar sem heitir Gatnaskógr, enn
það er út frá bænum við veginn út með Lagarfljóti. Hæsta
tréð, er ég fann þar, er 28 fet á hæð, enda er það hæsta tré,
er ég hefi séð hér á landi. Állr þorri trjánna á þessu svæði er
yfir 20 fet á hæð. Á þesBu svæði vex nálega ekkert ungviði,
og flest trén eru mjög gömul. Þá er þessi gömlu tré deyja,
verðr þar skóglaust eftir eða því sem næst.
í hlíðinni upp frá Gat.naskógi er allþéttvaxinn skógr á nokkru
svæði. Þar vaxa tré á öllum aldri og ýmissi stærð. Þar er
mikið af þroskamiklu ungviði, og að öllu leyti er skógrinn þar
i miklum blóma. Þetta er hinn eini blettr i Hallormsstaðarskógi
er vænta má að skógrinn haldist víð jafnstórvaxinn og áðr, ef
hann verðr fyrir góðri meðferð. Áð vísu er þessi skógr eigi
svo stórvaxinn sem Gatnaskógr, enn þó má hann heita mjög
stórvaxinn, eftir því sem skógar gerast hér á landi, og að öllu
er hann fríðr sýnum. Fyrir innan bæinn er skógrinn einna
stórvaxnastr, þar sem heitir í Atlavík. Hæsta tré, er ég fann
þar, er nálega 26 fet á hæð. Enn öll stóru trén á þessu svæði
eru gömul og flest á fallanda fæti, svo sem víðast annarsstaðar
í skóginum, enn ungviðið er lágvaxið og kræklótt og getr aldrei
náð miklum þroska. í Átlavik fann ég nokkur tré af betula
odorata, var. tortuosa, og sum allstórvaxin.
Fljótsdalr hefir nálega allr verið skógi vaxinn til forna, og
sumstaðar hafa þar verið miklir skógar til skamms tíma. Á
Víðivöllum var þéttr og stórvaxinn skógr, þá er Jón bóndi Ein-
arsson var þar í ungdæmi sínu. Jón hefir verið þar allan sinn
aldr og er nú gamall maðr orðinn. Svo harðleikinn hefir hann
verið við skóginn, að nú er skóglaust að kalla á Víðivöllum. Á
nokkrum jörðum í Fljótsdal eru enn nokkrar skógarleifar, enn
alstaðar er skógrinn þar smávaxinn. Mestr er skógrinn á
Hrafnkelsstöðum og honnm hefir farið allmikið fram á síðustu
árum. Þar verðr blómlegr skógr á sumum stöðum eftir nokk-
urn tíma, ef gætilega og hyggilega er með hann farið.
Um Skriödalinn má segja hið sama sem um Fljótsdalinn; þar
hafa verið miklir skógar fyrrum, og sumstaðar til skammstíma.
Nú eru að eins litlar leifar eftir.
í Hjaltastaðaþinghá má heita að skógr sé algerlega eyðilagðr;
þó eru litlar leifar eftir á Hjaltastað.
Ég hefi hvergi séð svo miklar og greinilegar eyðileggingar
skóganna frá síðari tímum sem í Fljótsdalshéraði. Það sem
hefir orðið skógunum til eyðileggingar í þessum sveitum, er
sama sem annarsstaðar. Þeir hafa verið höggnir svo mikið og
svo iila, og verið beittir svo ógætilega og hlífðarlaust að vetr-
inum. Nú á siðustu árum eru skógarnir að vísu höggnir miklu
minna enn áðr, enda hefir það orðið þeim til viðreisnar á sum-
um stöðum. Hafi skógarnir verið svo stórkostlega eyðilagðir á
öllum öldum frá byggingu landsins, sem um síðustu 100 ár, þá
er skiljanlegt, að landið hafi verið drjúgum viði vaxið milli
fjalls og fjöru á landnámstíð. Eftir því sem ég hefi farið víðar
og athugað betr fornar skógarmenjar, eftir því hefi ég séð fleiri
merki þess, hve viðáttumiklir skógarnir hafa verið til forna.
Það er víst, að nálega allir dalir á iandinu hafa verið skógi
vaxnir og mikill hluti alls láglendis.
í Fljótsdalshéraði er fé víða haldið mjög til beitar, enda eru
þar víða litlar slægjur. Það gerir skógunum eigi mikinn skaða,
þótt fé sé beitt í þá, þá er nægilegir hagar eru, enn þá er hag-
lítið er eða haglaust, svo að nálega næst í engan gróðr nema
skóginn, þá er fjárbeitin til hinnar mestu eyðileggingar fyrir
skógana. Féð bítr eigi skógana að miklum mun, ef það nær í
annan gróðr, enn þá er haglaust er, stýfir það greinarnar, sem
standa upp úr snjónum. Trén missa endaknappana og geta eigi
lengzt. Nýjar hliðargreinar myndast, enn tréð getr eigi hækk-
að; það verðr lágvaxið og kræklótt. Áf því að skógarnir hér
á landi hafa orðið fyrir slíkri meðferð frá því að landið bygðist,
þá hefir það hlotið að hafa mikil áhrif á eðli þeirra og vaxtar-
lag. Birkitrjánum er orðið eðlilegt að vera kræklóttari og lág-
vaxnari enn þeim hefir verið áðr. Eðlisfar plantnanna breytist
ávalt og lagast eftir þeirri meðferð er þær hafa orðið fyrir um
margar kynslóðir. Það er því skiljanlegt, að birkiskógarnir hér
á landi hafi verið miklu stórvaxnari fyrrum, svo sem íornar
skógarleifar og fornar sögur bera greinilega vott um. Ef bændr
færu að leggja meiri stund á grasrækt og heyafla enn nú tíðk-
ast, þá mundi verða ráðin mikil bót á því tjóni, sem fjárbeitin
vinnr skógunum. Ef meir væri stundað að nota áburðinn und-
an sauðfénu, svo sem með nátthögum o. fl., þá mætti á þann
hátt láta sauðféð rækta mikið fóðr fyrir sig sjálft, og þyrfti þá
eigi að láta það lifa jafnmikið við útigang og nú tíðkast. Yið
þetta yrði sauðfjáreignin vissari og arðsamari, og þessi breyting
mundi verða skógunum til mikillar viðreisnar.
Efnahagr bænda i Fljótsdalshéraði mun vera í góðu lagi, eft-
ir þvi sem gerist hér á landi. Það er almælt, að þungar skuld-
ir kreppi þar að mörgum manni, svo sem viða annarsstaðar, enn
margir hændr eiga þar stór bú. Kýr eru þar að vísu fremr
fáar og mjólka eigi vel, enda er eigi farið sem bezt með þær.
Sauðfjáreign er þar mikil, og þar eru stærri fjárbændr enn ann-
arsstaðar á landinu. Svo er talið, að Jökuldalr sé einna fremstr
af öllum sveitum í Múlasýslum, að því er efnahag manna snertir.
Eigi stunda bændr í Fljótsdalshéraði eða Jökuldal jarðabætr
svo teljandi sé, enn vonandi er, að eigi líði á löngu, áðr enn
þeir fara að hyggja meir á slík störf enn áðr. Slægjur eru víða
litlar i þessum sveitum, og þess vegua ber sérstaklega mikla
nauðsyn til að stunda þar grasrækt og auka heyaflann. (Frh.).
Ný þingmannaefni. í Suðr-Þingeyjarsýslu munu að
sögn bjóðast þrjú þingmannaefni í stað Einars í Nesi: Jakob
Hálfdanarson kaupstjóri í Húsavík, Pétr Jónsson á Gautlöndum
og Sigurðr Jónsson í Yztafelli. Þetta eru víst alt álitlegir
menn, enn að svo stöddu verðr hér ekki bent á, hvem helzt
ætti að kjósa.
í Skagatjarðarsýslu er sagt, að Jóhannes sýslumaðr Ólafsson
ætli að gefa kost á sér. Skagfirðingar hafa nú góða þingmenn,
og er ekki ráðlegt, að hafna þeim, og þótt Jóhannes Ólafsson sé
vinsæll af sýslubúum sínum sem embættismaðr, er alveg óvíst,
að honum fari þingmenskan jafnvel úr hendi.
——ooo--------
Vestr-Skaftafellssýslu (Meðallandi) 28. febr. „Hagleysur og harð-
harðindi siðan um byrjun Þorra. Meltakið varð hér ágætt í
haust, til jafnaðar 8—16 skeppur á heimili, af því góða korni,
sem við teljum miklu betra enn rúg. Ætti að friða algert mel-
inn, mundi allr Leiðarvallarhreppr jafnframt komast í vandræði,
— Úr kálgörðum fengust hér til jafnaðar 10—30 tunnur á
hverju heimili“.
-----Þ=*o».----
Milj ónarseðillinn.
Eftir
Mark Twain.
(Framhald).
Hversu sem það gekk til, þá er svo mikið víst, að
tveir af okkr skemtu sér ágætlega. Það vórum við
jungfrú Portia. Ég var svo Urifinn af fienni, að ég
gætti einkis, og gat ekki talið tölurnar í spilinu nema
upp að 2, og þótt ég fengi 12, varð ég ekki var við
það. Ég hefði því tapað hverju spili, ef ekki hefði
staðið eins á fyrir jungfrú Portiu, að húu gætti eink-