Fjallkonan - 08.05.1894, Blaðsíða 1
Kemr flt & þriðjudögnm.
Árg. 8 kr. (erlendis 4 kr.).
Auglýsingar mjög ódýrar.
Gjalddagi 15. júli. Upp-
sðgn skrifleg fyrir l.okt.
Afgr.: Þingholtsstr. 18.
FJÁLLKONAN.
Reykjavík, 8. maí.
1894.
XI, 19.
Vandaö Hiis til sölu í miðjum
bæaum með ágætum kjallara uudir. Söluskilmálar
tujög aðgengilegir. ítitstj. vísar á.
Frá Danmörku.
Danir bafa fengið regluleg fjárlög (eins og frá
hefir verið skýrt í þ. bl.) eftir 9 ára bráðabirgðarlög.
Á þessum níu árum hafa stöðugt verið skærur
milli vinstrimanna og stjórnar. Vinstrimenn hafa
haldið því jafnan fram, að þeir bæru ekki fult
traust til Estrups-ráðaneytisins og neituðu að veita
því fé. Fjárlögin náðu því eigi samþykki og
þannig hófst deilan og á sama hátt hefir þvi
lyktað ár eftir ár síðan 1885, er Estrup setti fyrst
bráðabirgðarlögin. Vinstrimenn hafa haldið því
fram, að svona löguð ráðsmenska á fé þjóðarinnar
væri stjórnarskrárbrot, og lögspekingarnir, Matzen
og hans fylgifiskar, hafa verið á annari skoðun.
Vinstrimenn hafa haldið því fram, að samkvæmt
anda þingbundins stjórnarfyrirkomulags, ætti
sérhver stjórn að víkja úr sessi, þegar þjóðin eða
fulltrúar hennar mistu traustið á henni. Annars
gæti þingbundið stjórnarfyrirkomulag eigi komið
að tilætluðum notum. Eins og kunnugt er, hefir
Estrup trássast og litið smám augum til fólksþings-
ins (neðri deildar), enn þó vóru hægrimenn farnir
að hafa ýmigust á viðgangi vinstrimanna við kosn-
ingarnar 1890, enn þá vildi þeim það stórhapp til,
að vinstrimenn skiftust í tvo flokka, miðlunarmenn
og framsóknarmenn, eða fylgismenn þeirra Bergs
og Hörups, og flokkar þessir hafa reynt að eyði-
leggja hvorn annan. Við kosningarnar 1892 veitti
miðlunarmönnum miklu betr, enda greiddu og
hægrimenn atkvæði með þingmannaefhum þeirra,
og þannig varð árangrinn af kosningunum sá, að
að eins um 30 framsóknarmenn komust á þing,
enn yfir 40 miðlunarmenn. Foringi miðlunarmanna
er Bojsen. Var hann áðr einn hinna æst-
ustu vinstrimanna. Ástæðan til þessarar skyndi-
legu breytingar í pólitík miðlunarflokksins virðist
vantraust á því, að vinstrimönnum mundi takast
að kúga stjórnina, og hinsvegar vóru miðlunar-
menn orðnir leiðir á bráðabirgðarlögunum, og vildu
því, hvað sem það kostaði, ná sættum. Framsókn-
menn aftr á móti sögðu, að ráðaneytið hlyti að
fara frá völdum innan nokkurra ára. Um 1890
var féhirzla ríkisins tæmd. Stjórnin hafði iátið
byggja víggirðingar utan um Kaupmannahöfn, og
fé þurfti hún að fá til þess að manna vígin og til
vopna, enn álit Estrups-ráðaneytisins og vinsældir
vóru í rénun. „Við hefðum haft yfir 70 atkvæði
í fólksþinginu, ef miðlunarmenn hefðu eigi hlaupið
í lið með hægrimönnum“, segja framsóknarmenn,
„og við hefðum hlotið að sigra að lokum“. — Á
þinginu i fyrra vóru hægrimenn og miðlunarflokkr-
inn að mestu orðnir ásáttir um friðarskilmálana, enn
sættirnar fórust þó fyrir sökum þess, að hægrimenn
vildi eigi færa niðr herstyrkinn svo mikið sem
miðlunarmenn kröfðust. Á þessu þingi var þegar
tekið til óspiltra mála, enn eigi vissu menn glögt
hvað fram fór fyr enn í lok marzm., og efuðust
flestir um það, að nokkru yrði ágengt. Enn það
þótti líklegt, að Bojsen og öðrum miðlunarmönn-
um fengi að svíða, er til næstu kosninga kæmi, ef
þeir entu eigi loforð sín. í>eir höfðu heitið kjós-
endum sínum að vinna að því eftir megni, að
regluleg fjárlög kæmust á. Við hinu höfðu menn
þó eigi búizt, að miðlunarmennirnir mundu verða
eins tilslökunarsamir við stjórnina sem raun hefir
orðið á. Menn vissu það, að stjórnin mundi eigi
slaka mikið til. Henni var það ljóst, að hinir
gömlu andstæðingar sínir, vinstrimennirnir, iétu
sér eins mikið hughaldið um það, að berast bana-
spjótum á innbyrðis sem um hitt að rísa á móti
ráðaneytinu. Stjórnin sá ljóslega hvað verða vildi,
hún þóttist þekkja þá miðlunarmennina svo vel,
að þótt þeir vildu eigi slaka til í fyrra, þá mundu
þeir þó sjá sitt óvænna nú, er kosningarnar nálg-
uðust. Framsóknarflokkrinn vænti þó, að miðlun-
menn mundu vera tregir til að lýsa velþóknun
sinni yfir gerðum Estrups, víggirðingunum, og
öðrum bráðabirgðarlögum. Vonir þeirra rættust að
nokkru ieyti. Beyndar fór svo, að miðlunarmenn
sættust við hægrimenn heilum sáttum, og þegar
til kastanna kom, þótti nokkrum hluta þeirra friðr-
inn svo dýru verði keyptr, að 15 neituðu að greiða
atkvæði með friðarsamningnum. Einn af þessum
mönnum var forseti fólksþingsins, Högsbro gamli.
Nú hafa þessir 15 menn stofnað sérstakan flokk,
enn eigi er mönnum kunnugt um áform þeirra. —
Það munu flestir á því, að hægrimenn hafi unnið
sigr. Þeir hafa í raun og veru fengið játningu
fólksþingsins um það, að víggirðingarnar væru lög-
lega bygðar, og yfir höfuð að tala, að fjármálum
landsins hafi verið stýrt svo sem vera ber í þessi
níu ár. Miðlunarmenn fengu smáivílnanir, enn þýð-
ingarlitlar vóru þær flestar. Enga tryggingu hafa
þeir fyrir fyrir því, að stjórnin eftirleiðis geti eigi
sett bráðabirgðarlög þvert á móti vilja þjóðarinnar.
Aftr á móti hafa miðlunarmenn fengið hernaðar-
útgjöldin lækkuð að nokkru. Það er mælt, að
Estrup hafi dregizt á það, að leggja ef til vill niðr
völdin einhvern tíma innan skamms, ef miðlunar-
armenn viidu ganga að þeim kostum sem hann
setti. Eigi er ólíklegt að alt ráðaneytið fari með
honum fi’á. Soavenius, sem áðr var kenslumála-
ráðgjafi, sagði á almennum stúdentafundi, sem hald-
inn var fyrir skömmu, að Estrup hefði tekizt að
framkvæma það þrent, sem hann hefði barizt fyrir
í þau 19 ár, sem hann hefir verið ráðgjafaforingi.
Þessi þrjú atriði vóru: 1. játning frá fólksþinginu
um, að konungr mætti sjálfr ákveða hvaða ráðgjafa
hann hefði og hvenær þeir færu frá völdum, 2. jafn-
rétti landsþings og fólksþings og 3. víggirðingarnar