Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1894, Page 2

Fjallkonan - 08.05.1894, Page 2
74 JTJALLKONAN. XI 19 kringum Khöfh. Nú gæti hann sigri hrósandi lagt niðr völdin, og nú væri vel til fellið, að ráðaneytið færi altsaman írá. — Borgarstjórnar- kosningar vóru haldnar í Khöfn fyrir skömmu. Hægri menn urðu þar ofan á. — Dáinn er einn af þörfustu mönnum Dana, Dalgas, forvígismaðr heiða- ræktarinnar. Harðærið i Norðr-Ameríku. Frá þvi að hin grimma borgarastyrjöld gekk yfir Bandaríkin á árunum 1861—1865 hafa aldrei borið þar önnur eins vandræði að höndum sem nú; frá því að nýlendurnar í Norðrameríku tóku að byggjast, og þeim óx svo fiski- um hrygg, að þær brutust undan yfirráðum Englendinga á öldinni sem leið, hefir aldrei verið þar meira atvinnuleysi enn nú. í Bandaríkjunum hefir um undanfarin ár staðið hin harðasta búnaðarbarátta. „Politisku1* flokkarnir hafa deilt um silfrmynt, um afarháa tolla og margt fleira, er varðar atvinnuvegu manna. Þeir hafa sótzt í ákafa og gert hvorir öðrum alt það til böl- vunar, sem framast má verða. Nú eru afleiðing- arnar komnar í ljós: dæmalaust atvinnuleysi og neyð. í „Revue des Revues" segir svo, að um 15 — fimtán — miljónir manna séu atvinnulausir. Þrið- jungr þessara manna hafe þegar étið upp alt, sem þeir eiga og eru gjörsnauðir, enn hinir eru nú að éta upp það sem þeir hafa eignazt áðr. Nýlega var rannsakaðr hagr manna í Boston, auðugustu borginni í Ameríku, og þar varð sú raun á, að 40,000 manna lifðu í hinni mestu eymd. Af þeim mönnum í Chicago, sem leituðu sér atvinnu, gátu 117,000 manna ekkert fengið að gera. Fjarska mikið er gefið og gert til þess að lina neyðina. Svo er sagt, að nú hafi það orðið, er aldrei hefir áðr við borið í Bandaríkjunum: Það hafafleiri menn flutt sig þaðan til annara landa, enn þangað frá öðrum löndum. Það hefir verið mikill aðgangr við mannflutninga- skipin, er þau hafa verið að leggja af stað til Evrópu. Menn hafa þyrpzt út á þau, og helmingr þeirra, sem hafa viljað fara með þeim, hefir eigi getað komizt með þeim, og mænt örvæntingaraugum eftir skipunum. Það hafa einkum verið menn frá hinum suðlægari löndum Evrópu, sem nú hafa leitað heim til fornra ættstöðva sinna. Víðsvegar um Evrópu eru menn nú varaðir við því að flytja sig til Ameríku, meðan ástandið er þar svo bágt. Norska skáldið Kristófer Janson hefir dvalið mörg ár í Norðr-Ameríku. Hann er kunnugr bæði Kanadalöndunum og norðrhluta Bandaríkjanna, einmitt í þeim héruðum, sem flestir Islendingar hafa sezt að í. Hann hefir nú í vetr haldið fyrirlestra víða í Noregi og i Danmörku og var einn þeirra um hag manna í Ameríku. Hann ræðr nú öllum fastlega frá því að flytja til Ameríku. Þeir sem hafa flutt sig til Kanada landanna, hafa þúsundum saman farið suðr yfir landamærin til Bandaríkjanna, því að þar er landið frjórra og loftslagið mildara. Enn fólksfjöldinn er orðinn svo mikill í Bandaríkjunum, að hann er orðinn of mikill. Menn geta því eigi fengið þar atvinnu. Aftr á móti vill Bretastjórn og stjórnin í Kanada- löndunum, að lönd hennar þar verði njimin og bygo, því að eins og auðsætt er, þá verðr henni ekkert gagn að löndunum, ef þau liggja óbygð og óræktuð. Þess vegna styðr stjórnin að því eftir megni, að menn flytji þangað búferlum, og þess vegna fá „agentar“ 5 dollara, enn það eru 18 kr. 65 aur. í vorum peningum, fyrir hvert manns- höfuð, er þangað flyzt. Aðra 5 dollara fá agent- ar fyrir nef hvert hjá útflutningalínunum. Eins og aðrir verða agentarnir að hafa eitthvað til þess að lifa af, og þegar þeir eggja menn til útflutninga, þá gera þeir ekki annað enn reka iðn sína. Auðvitað gera þeir þetta á misjafnan hátt, eftir því sem þeir eru menn til. Víða í útlöndum verða menn alls ekkert varir við neinn agenta undirróðr, til þess að fá menn til að flytja til Ameríku. 1 Danmörku t. d. verða menn aldrei varir við slíkt. í Noregi hefir þess gætt nokkuð stundum, enn aldrei mikið í saman- burði við það, sem á sér stað á Islandi, allra sízt nú á síðari árum. Sú er sök til þess, að íslendingar þykja góðir innflytjendr. Stjórn Kanada landanna er orðin sannfærð um það. Það er líka víst að margr duglegr maðr hefir flutt sig frá íslandi til Ameríku. Þess vegna hefir mér ekki líkað það, sem einstaka landar mínir í Reykjavík hafa sagt, er þeir hafa verið að rita um Ameríkuferðir, að þangað hafi varla farið aðrir enn amlóðar einir. Enda þótt þeir hafi litið dálitið öðruvísi á Ameríkuferðirnar enn ég, get ég eigi séð, að það hafi verið rétt sagt hjá þeim. íslendingar þykja í Ameríku skjótir að læra ensku, og laga sig eftir háttum og siðum manna þar í landi. Þeir þykja og menn nægjusamir. Þess vegna styðr nú stjórn Kanada landanna að innflutn- ingi þeirra á alla vegu og agentar eru sendir til íslands til þess að telja menn á að flytja til Ame- riku og leiðbeina útflytjendum á leiðinni. Allir, sem kunnugir eru Norðr-Ameríku, vita, að þar er vinnuharka miklu meiri enn í Evrópu, hvað þá á íslandi, því þar er vinnuharka eigi mikil í samanburði við víða í löndum Evrópu. Menn verða að þola að vinna, og vinna, þrælka hreint og beint, og vinnustjórinn stendr yfir vinnumönnunum með svipuna reidda. Þoli menn slíka þrældómsvinnu, þá geta verkmenn miklu fremr unnið sér inn fé þar enn í Evrópu. Þoli menn þetta, þá geta menn eignast dollara. Norðr-Ameríka er land erfiðis, hvíldarleysis og dollara. Dollaramál eða dollara- alin er lagt á alt; alt er mælt því máli, bæði and- lega (siðferðislega) og líkamlega. Menn sjá nú af þessu, að ekkert er eðlilegra, enn að íslendingar, sem eru orðnir ameríkanskir, gangi hart fram, að því sem oss virðist, og vinni að þvi með kappi, að ísl. flytji til Kanada landanna. Doll- arinn er þeim fyrir augum, og nái menn í nóg af honum, þá er aðaltakmarki ameríkanska lífsins náð, þvi að þar berjast menn fremr enn annarsstaðar á bygðu bóli upp á líf og dauða fyrir dollarinn. X.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.