Fjallkonan


Fjallkonan - 03.07.1894, Page 1

Fjallkonan - 03.07.1894, Page 1
,Kemr út & þriíjtidögnm. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.). Anglýsingar mjög ódýrar. GJalddagi 15, júli. Upp sðgn skriileg fýrir 1, okt, Afgr.: Þingholtsstr. 18 FJALLKONAN. Reykjavík, 3. júlí. 1894. XI, 27. Fjallkonan ókeypis. Nýir kaupendr „Fjallkonminar'1 hér í nærsveitunum (Reykjavík, Q-ullbringu sýslu og Kjósar og Borgar - fjarðarsýslu), sem hér eftir gerast kaupendr að nœsta árgangi, 1895, geta fengið allan þennan árgang ókeypis og kostnaðarlaust sendan. Q-aman væri að vita, hvaða blað fæst með ódýrari kostum! Fjarsveitamenn geta fengið allan árganginn með sömu skilyrðum fyrir að eins eina krónu. Auk þess geta þeir nýir kaupendr, sem vilja, fengið fylgirit þau sem fylgdu Fjallkonunni 1892 og 1898, svo sem „Gefjuni" og ýms rit önnur, sem send h&fa verið út með Fjallkonunni, meðan þau hrökkva. Landneminn er nú hættr að koma út. Nokkur eintök fást enn af honum, enn einstök tölublöð vantar í. Rafmagnsljós og hitaleiðsla í Reykjavík. Oft hefir verið minzt á það í þessu blaði, hve afarmikið afl lægi fólgið og ónotað í lækjunum og ánum hér á iandi, og að sá tími mundi koma, að það yrði notað til almennra þarfa. Síðast var drepið á þetta í 7. tbl. Fjállk. í vetr i grein um „Rafmagn á íslandi", þar sem einnig var bent á dæmi um það, hvíiikar ódæma fram- farir notkun þessa náttúrukrafts hefir í för með sér. Það má með sanni segja, að flest sé nú unnið með rafafli umstaðar í Ameriku. Borgir og hús eru lýst og hituð með rafmagni. Menn geta legið í rúmi sínu að morgninum og þurfa ekki að hafa meira fyrir að hita upp harbergi sín er.n að drepa fingri á hnapp í veggnum, og er hægt að tempra svo hitann, að ekki muni svo miklu sem einu stigi allan daginn. A sama hátt má fá matinn eldaðan á svipstundu, þannig að hann getr soðið á mat- borðinu sjálfu. Af nýjungum þessum er það einkum rafmagns- lýsingin, sem farin er að tíðkast víða í Evrópu, og eru þó víðast þau vandkvæði á, að kostnaðrinn er zniklu meiri fyrir það, að nota verðr gufuafl til að knýja rafmagnsvélina (dynamo-véiina), sem framleiðir rafmagnsstrauminn. — Slíkar gufu- vélar eru dýrar í sjálfu sér, og þar á ofan bætist kolaeyðslan. Kostnaðrinn til að hreyfa dynamo-vélarnar verðr auðvitað margfalt minni ef vatnsafl er notað til þess, og eru nú bæði Svíar og Norðmenn farnir að gera það að dæmi Ameríkumanna og annara þjóða. Því virðist kominn tími til, að íslendingar fari að íhuga, hvort þeir geti ekki fært sér í nyt þann náttúrukraft, sem þeir munu vera birgari af enn flestar aðrar þjóðir. Það vill svo vel til, að hér á landi eru víða straumharðar ár og fossar, sem hægt er að taka í þjónustu sína. Hugmyndir þjóðtrúarinnar um vatnsanda og jötna undir fossum má segja að sé draumórar fyrir því, að þar eru fólgnir feiknamiklir náttúrukraftar, og þótt aldrei finnist neinar gull- kistur undir fossunum, er vonandi að þeir geti orðið uppspretta mikilla hagsmuna. Útgef. Fjallk. hefir fyrir skömmu leitað upplýs- inga um það hjá félagi einu í Bandaríkjunum, sem býr til rafmagnsvélar og annast um rafmagnsleið- ingar, hvað það mundi kosta, að leiða rafmagn frá Elliðaánum til &ð færa Reykjavík Ijós á götur og í öll íbúðarhús og jafnvel hitun á íbúðarhúsum. Félag þetta hefir nú gefið upplýsingar um kostn- aðinn, og ætlar það að bærinn muni þurfa að halda á því afli sem samsvarar 300 hestöflum, enn kost- naðrinn til rafmagnsvéla og leiðslufæra til að lýsa bæinn muni verða um 2500 dollars, eða tæpar 10,000 brónur. Hreyfihjólið og undirbúningrinn við árnar er ekki reiknaðr þar með, né heldr íagn- ing eða flatningr á færunum. Er gert ráð' fyrir 1000 dollara viðbót til þess, ef alt er keypt í Ameríku eða á Engl&ndi. Kostnaðrinn verðr þannig ekki yfir 14,000 krónur, eftir þessari áætlun. Enn þess er jafnframt getið, að kostnaðrinn gæti orðið minni, ef íslendingar smiðuðu sjálfir hreyfihjólið, legðu leiðiþræðina og settu vélarnar saman o. s. frv. Það er nú reyndar líklegt, að kostnaðrinn ^æti orðið nokkuð meiri enn þessi áætlun gerir ráð fyrir, enn hér er heldr ekki um smávegis hagsmuni að ræða, einkum ef koma mætti á hitaleiðslu til bæjar- ins í sambandi við þetta, eins og höf. áætlunarinnar álítr ekki efamái. Það er nú að eins tímaspursmál, að hitun með rafmagni komi í staðinn fyrir kola- hitun i borgum, og að þar með verði sparaðr allr eldiviðr, enda segir í nýjustu enskum blöðum áreiðaniegum, að af mörgum tilraunum sé það orðið víst, að rafmagnshitun sé nú alls ekki dýrari enn kolahitun, og verði auðvitað miklu ódýrari þegar fram í sækir. Þetta m&l verðr síðar rætt rækilegar í þessu blaði, er fengnar eru nánari upplýsingar um kostn- aðinn o. fl. Samvinna blaðanna. Þjóðviljinn ungi drepr á, að hin frjálslyndu blöð hér á landi séu ekki svo samdóma um ýms lands- mál sem þau ættu og þyrftu að vera til þess að geta komið sem mestu til leiðar og orðið það

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.