Fjallkonan


Fjallkonan - 18.12.1894, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 18.12.1894, Blaðsíða 1
Kemr út nm miðja vikn. irg. 8 kr. (erlendis 4 kr.). Auglýeingar mjög ódýrar. GJalddagi 15. J41i. Upp- eðgn Bkrifleg fyrir l.okt. Afgr.: Þingholtsstr 18 FJALLKONAN. XI, 60. Reykjavík, 18. desember. 1894. Fæöuefni framtíðarinnar. Svo segir í útiendu tímariti, að fæðutegundir manna í framtíðinni muni alment verða tilbúnar í verk- smiðjum á efnafræðilegan hátt, í stað þess að nota þær eins og þær koma fyrir í náttúrunni. E>á munu menn búa til jarðepli, nautasteik, mjóik, ávexti og korntegundir i efnafræðis-verksmiðjum. Og þessar tilbúnu fæðutegundir munu verða miklu betri enn hinar náttúrlegu, því maðrinn getr bætt um náttúr- una og verk hennar. Það fer þá ekki eftir árferðinu, hve miklar birgðir verða af fæðuefnum. Þá geta menn étið nýja ávexti nær sem þeir vilja, jafnt norðr við heimskaut sem suðr í löndum. Lestir framtíðarinnar, sem munu fara í loftinu, munu ekki flytja hinar óbreyttu og þungu náttúru- afurðir, heldr þéttuð seyði og kjarnaefni, sem mat má búa til úr á margbreytilegan hátt. Menn munu ekki slátra fénaðinum, eins og nú gerist. Kjöt, flesk o. s. frv. mun verða búið tíl í verksmiðjunum, bein- laust og gallalaust, og fiskr, egg og mjólk á sama hátt. Kolin munu þá heldr ekki lengr verða verzl- unarvara, nema ef þau verða höfð til að búa til úr þeim brauð eða kjöt. Framfarirnar hafa lengi farið í þessa átt. Það er rangt að ætla, að vegr náttúrunnar sé beztr. Aliar mannlegar framfarir eru í þvi fólgnar, að læra af náttúrunni og gera betr enn hún. Framleiðsla náttúrunnar er oft miklu kostnaðarmeiri enn fram- leiðsla mannanna. Menn nota ekki rafmagnið eins og það kemr fyrir í náttúrunni, heldr tilbúið rafmagn, til að lýsa borgir. Tilbúið smjör er orðið verzlunar- vara fyrir löngu, og það er ódýrara enn náttúriegt smjör. Tilbúin mjólk kemr og brátt til sögunnar, og verðr miklu ódýrari enn hin náttúrlega mjólk. Þessar uppfundningar gera vísindamennirnir í efna- verkstofum sínum, enn síðan taka iðnaðarmennirnir við og gera uppfundningarnar að kaupvarningi. Þannig hefir nýlega tekizt að búa til sykr í efna- verkstofu. Það er þegar farið að búa hann til og selja hann sem verzlunarvöru. Pundið kostar í verk- smiðjunni 3 aura. Sykrreyr og sykrrófur verðr hætt að nota. Aðalefnið í kaffi, te og kakaó heflr þegar verið búið til í efnaverkstofum. Það eru því allar líkur til, að tilbúið kaffi, te og súkkulaði verði bráðum verzlunarvara, og þessi tilbúnu nautnarefni verða betri, ódýrari og auðfengnari enn þau sem náttúran framleiðir. Kaffimerkruar í Ameriku og Asíu munu ekki fá staðizt samkeppnina við kaffiverksmiðjurnar í Englandi og Noregi. Tóbak er talið víst að menn geti einnig búið til, þegar fram líða stundir, þótt enn hafi ekki tekizt að framleiða aðalefni þess, nikótínið. Mustarð búa menn til úr tilbúinni mustarðsolíu, og þessi mustarðr er betri enn sá sem náttúran fram- leiðir. Aðalefni ýmsra ávaxta hefir þegar tekizt að framleiða á efnaverkstofum. Aðalefnið i kartöflum geta menn búið til. Þess verðr þá ekki langt að bíða, að kartöflur og ávextir verða búnir til á ódýr- ari hátt enn að rækta það. Það hefir enn ekki tek- ist að búa til kjöt, enn þess verðr ekki langt að bíða, og hið tilbúna kjöt verðr þá ódýrara enn kjötið á hinum stóru amerísku mörkuðum. Ekki nóg með það, að efnafræðin mun geta fram- leitt alt sem náttúran framleiðir. Hún mun einnig færa oss margt, sem ekki þekkist í náttúrunni, fæðu- tegundir, sem taka öllu fram sem náttúran býðr. (Eftir Kringsjá). Frá íslendingum í Dakota. Hér kemr skýrsla um efnahag íslendinga þeirra, sem búa í Garðar-hrepp (township) í Dakota í Banda- ríkjunum. Skýrsla þessi er samin í vor sem leið af merkum mannni og áreiðanlegum. „Vorið 1894 eiga 75 íslendingar Iand í Garðar-hrepp. Sá, sem mest á, á 330 ekrur, en sá sem á minsta landeign 40 ekrur. Landeign allra til samans: 15,463 ekrur, þar af yrktar næstliðið ár 6,185. Hveiti uppskera var þá (í rýrara lagi) 67,814 busheis. Hafrar 13.497. Bygg 1,596. Heyfengr af viltu heyi 2,111 tons og ræktuðu heyi 192 tons. Það vor var talið til virðingar sauðfé 1,568, geld- ir nautgripir 377, mjólkurkýr 263, hestar 197 og svín 59, sem eign nefndra landeigenda. Við þessa skýrslu er það að athuga, að ekkert er talið af ungviðum (ekki ársgömlum) og gallaðar kýr eru stundum taldar sem geldgripir, en svín öll talin nema vorgrísir. Virðing á jarðyrkju verkfærum er svo ónákvæm og lág, að ekki þótti ástæða að taka hana hér. Eins er ekki heldr hægt að vita skuldir þessara manna, því þær eru ekki skrifaðar í virðing- arbækrnar, enn óhætt mun að fullyrða, að væri lagt saman alt það sem þessir menn hafa borgað út fyr- ir jarðyrkju áhöld saumavélar og vöizlugirðingar, nemr það að mun meira enn allar skuldir þeirra. Þess má geta, að nú eiga íslendingar í Garðarbygð fjórar þreskivélar, er hver um sig mun 2,000 dollars virði, auk allra nauðsynlegra áhalda. Saumavél er að kalla í hverju húsi og sumstaðar tvær í sama húsi; hafa þær kostað að meðaltali 35 doll. hver. Á hverju heimili er að minsta 1 og víðast 2—3 plógar, og 1—2 kerfi víðast, einnig sláttuvél og hrifa, og sjálfbindari á öðrum hvorum bæ og sáðvél. 8. B.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.