Fjallkonan


Fjallkonan - 18.12.1894, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 18.12.1894, Blaðsíða 4
200 FJALLKONAN. XI 50 Tíðarfar rnjög umhleypingasamt, enn mjög frostlítið. Fiskilaust við allan Faxaflóa, enda verðr ekki stundað fyrir ógæftum. Saintölf útvegsbænda. Útvegsbændr við sunnan- verðan Faxaflöa, alla leið frá Vatnsleysum að öarð- skaga, hafa gert samtök sín á milli, að taka ekki útgerðarmenn í vetr fyrir meira kaup enn 8 aura af hverjum þorski, 18 þuml. og lengri, sem veiddr er á vertíðinni, og 3 aura af smáfiski. — Sektir liggja við ef samtökin eru rofin. — Að undanförnu heíir kaup útgerðarmanna á vertíðinni verið þetta frá 40 til 70 krónur, þótt þeir haíi ekki einu sinni fengið 100 fiska hlut, og er það aiment viðrkent, að þetta ráðlauslega kaupgjald hafi átt mikinn þátt 1 að koma útvegsbændum í stórskuldir. — Þessi samtök virðast því eigi óþörf, og þau sýna, að félagslyndið er að vakna hjá bændum. Munu pöntunarfélagin hafa átt hvað mestan þátt í þvi að glæða félagslyndi manna hér á landi á síðari árum. Inn-nesjamenn gera líklega einhver samtök í þessa sömu átt. Samsöngr. „Söngfélagið frá 14. jan. 1892“ hefir nýl. haldið samsöng 4 sinnum, sem formaðrinn, hr. Stgr. Johnsen, stýrði. Kand. theol. Geir Sæmundsson söng þar einraddað nýtt lag eftir Jón Laxdal verzlunarm., enn Stgr. Johnsen annað eftir séra Bjarna Þorsteins- son, og þóttu bæði þessi lög góð, enn einkum þótti Iagið eftir séra Bjarna ljómandi fallegt. — Samsöngr- inn þótti yfir höfuð einkar skemtilegr og fara vel fram. Styrtkarsjóðr. Skipstjórar og stýrimenn við Faxaflóa hafa stofnað styrktarsjóð handa skipstjórum og stýrimönnum á skipum þeim, sem gerð eru út við Faxaflóa svo og ekkjur þeirra og börn, og hafa feng- ið konungsstaðfesting á skipulagsskrá sjóðsins. Framfarasjóðr Jóns prófasts Melsteðs og frú Þór- unnar Bjarnadóttur Melsteðs heitir sjóðr, sem hr. kand. mag. Bogi Melsteð hefir stofnað í minning for- eldra sinna. Hefir hann gefið til sjóðsins jörðina Harrastaði á Fellsströnd, 11 hundruð að dýrleika. Nokkru af vöxtum sjóðsins skal að 10 árum liðnum verja til að styrkja bændr í Árnessýslu til vagnkaupa, enn eftir 50 ár skal hætta að veita féð til vagn- kaupanna, og skal síðan, þegar sjóðrinn er orðinn 25000 kr., verja honum til skógaræktar í Árnessýslu, sem byrja skal í Klaustrhólum í Grímsnesi. Prófastr í Suðrmúlaprófastsdæmi er orðinn séra Jóhann Lúther Sveinbjarnarson á Hólmurn, í stað séra Jónasar Hallgrímssonar, sem fengið hefir lausn frá þeim starfa. ] Piano-Magazin | „Skandinavien“, < 30 Kongens Nytorv 30, | Kjöbenhavn. | j Stærsta verksmiðja í Danmörku. Langódýrasta verð; alt selt með l 5% afslœtti gegn peningum eða [ j gegn afborgun eftir samkomu j lagi. j Veiksmiðja og nægar birgðir af Orgel-Harmonium. j Dráttstöfuð verðskrá send ókeypis, j HÚS tii sölu í Reykjavík (í miðjum bænum) með óvanalega góðnm kjörum. Ritstj. vísar á. Atvinnu. við verzlun óskar maðr með góðum hæfileikum frá 1. jan. ’95. Ritstj. vísar á. Tombóla til eflingar styrktarsjóðs skip- stjóra og stýrimanna við Faxa- flóa verðr haldin i Goodtemplara- J húsinu kveldin 29. og 30. þ. m. kl. 5—7 og 8—10 e. m. „Söngfélagið frá 14. jan. 1892“ skemtir með söng að forfallalausu. Forstöðunefndin. Verzlunin í Vestrgötu 12 selr: Grjón, hveiti, kaffi, kandís, púðr- sykr, kryddsykr, export-kaffi, kar- töflur danskar ágætar (eru nú á förum), lauk, epli, kaffibrauð, margar sortir, rúsinur, sveskjur, súkkulaði, te. pipar, kanel, gerpúiver, græn- sápu, hvítsápu, handsápu, margar sortir, rjól, reyktóbak, vindla, rullu ágæta, spil ódýr o. m. fl._ Eins og kunnugt er lána ég aldrei, eins og aðrir kaupmenn, vörur upp á óákveðinn borgunar- tíma, heldr einuugis til mjög stutts tima. Aðvarast því hér með allir þeir hér í bænum, sem árangrslaust hafa verið krafðir um skuldir sínar, að verði þeir ekki búnir að greiða þær til mín fyrir næstu áramót, þá neyðist ég til tafarlaust að lög- sækja þá. Reykjavík 11. desbr. 1894. W. Ó. Breiðfjörð. í verzlun W. Ó. Breiöfjörðs fæst nú til jölanna: Fínt jólakökuhveiti. Rúsínur. Sveskj. Gærpulver. Cardemommer. Citron- olía. Muskatsblóm. — Barnakerti og margs konar glysvarningr, sem er til sýnis á jólaborðinu. Sömu- leiðis er til úrval af svuntutaui, kvenslipsum, allavega litum sjölum, jólakertum. Stórt úrval af líntaui og herraslaufum, slifsum og höttum allavega litum. Hið viðrkenda úr- val af svörtu klæðunum og fata- efnunum. — Melís, kaffi, kandís. Yin: Sherry, Oportovín, Svenskt Banco, Lemonade, Sodavatn og margt fleira. í verzlun 3Iagnúsar Einarssonar úrsmiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margs konar vandaðar vörur með mjög gúðu verði. Yandað vaðmál, dökkblátt, norðl., hentugt í peysufót fyrir jólin, er til sölu í Dingholtsstræti 18. LílXdLfCla, Akreyrarútgáfan frá 1867, óskast til kaups. Ritstj. vísar á. Sveitalífið og Rvíkrlífið, fyrirlestr eftir Bríet Bjarnhéðins- dóttur, kostar 50 au. og fæst hjá höf. og víðsvegar út um land. Útgefandi: Yald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.