Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1895, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.05.1895, Blaðsíða 3
8. maí 1895. FJALLKONAN. 79 fyrirtækinu til framkvæmda. Enn þetta ætti að geta tekizt fyr enn vér sjálfir, eða vorir þjóðar menn verð- um færir til þess af eigin rammleik. IV. Furðu seinþreyttir erum vér Íslendíngar, er vér enn þolum svo vanhugsað og ófullnægjandi póstsam- band við önnur löud, sem nú höfum vér. Bæði er, að ferðirnar eru mikils til of strjálar, enn það sem heimskulegast er og furðulegast er það, að vér skul- um til að koma eyju vorri í póstsambaud við um- heiminn seilast allar götur suðr til Sjálands, hólma inn í Austrsjó, suðr undir Prússlaudsströndum, í stað þess að láta oss nægja að ná til næstu landanna, Bretlands og Noregs, sem er full um ^/s nær oss. Auk þess, er eins og allir vita, margt sem mælir með því, að vér stæðum fremur í beiuu póstsambandi við annaðhvort þessara næstu ianda, enn við Dan- mörku. Norðmenn eru oss langtum skyldari þjóð, og líkari að þjóðháttum, enn England miklu betri mark- aðr, bæði til innkaupa á vörum, er vér þörfnumst, og til sölu afurðum lands vors. Póstsambandið hefir mesta þýðingu fyrir verzluniua, og þar sem hún er oss hagkvæmari við England enn Danmörku, eigum vér fremr að snúa oss að því, hvað sem stjórnarsam- bandinu við Danm. líðr. Setjum svo, að Grímsey lægi undir lögsagnarumdæmi Akreyrarbæjar. Ætli eyjarskeggjar færu þá eins til Akreyrar að leita lækn- is í lífsnauðsyn, þó þeir ættu kost á eins góðri eða betri iæknishjálp á næstu nesjum meginlandsins? Eg held það væri talið óðs manns æði; enn engu skyn- samlegra er það fyrir ísleudinga að seilast til Dan- merkr til aðal-verzlunarviðskifta og póstsambands. Og margfaldlega eykst þetta hneyksli við hvert ár, sem það dregst úr þessu, að kippa póstgöngunum við útlönd í lag. Þær ættu sem alira fyrst að komast í líkt horf því, er ráðgert var í siglinga- og járnbrauta- málsfrumvarpinu í fyrra. V. Byrjun sú til gufubátaferða á fjörðum og minni strandasvæðum hér við land. sem þegar er á komin, er víst æði ófullkomiu. Bátarnir eru eign kaupm., sem reka hér verziun, og iáta þá sérstaklegi vinna að því, að efla hag verzianann ', enn hafa hitt fremr í hjáverkum, er almenningi má í hag koma. Svona mun það vera með báta þeirra Ásg. Ásgeirssonar, er um Djúpið gengr. og Fischersbátinn á Faxaflóa (og austr með). Eigendr báta þessara eru svo að segja einráðir: þeir velja bátinn eftir eigin þótta, og haga ferðunum mikið til að eigin vild. Svo eru bát- ar þessir styrktir bæði af landssjóði og af sýslufé lögum og bæjarfélögum, og alt þegið þakksamlcga, hversu óhagfelt og ófullnægjandi sem fyrirkomulagið er; ekkert reynt til að fá því kipt í viðunanlegra horf. Enn ófyrirgefanlegt rænuleysi og framtaksleysi má slíkt heita, þar sem eins og hér við Faxaflóa svo mörg sýslufélög eiga hlut að rnáli, og þegar er sýnt, að veruleg þörf er fyrir betri bát enn (Elíu’ er. Hið eina, sem kunnugt er að gert hafi verið til að útvega annan betri bát til Faxaflóaferða, eru afskifti Þorst. kauprn. Egilssonar í Hafnarfirði af þvi máli, sem hann liefir skýrt frá í nýútkominni grein, er hiun óhlut- drægi maðr og alkunni þjóðvinr(H) ritstj. ,ísaf.’ hefir saltað (eða isað) hjá sér í rúma fjóra mánuði, áðr enn hann lét hana birtast í blaði sínu. (Meira). Kaupmaðrinn Björn Kristjánsson lýstr opinber lygari. Hér með lýsi ég kaupmann Björn Kristjánsson í Reykjavík opinberan 1 y ga r a að eftirfylgjandi orð- um um mig í 48. tbl. (ísafoldar’ f. á., í grein hans þar, með yfirskriftinni: tSeilin hans Zöllners’: (8kuld hans (mín) var um það leyti (við Gráuu- félagsverzlun á Oddeyri) nm 10 þús. kr. við fé- lagið, og sá félagið sér ekki annað fært, enn að strylca út slculdina sem ófáanleya’. Ég hefi aldrei (skuldað Gránufélagi um 10 þús. krónur!’ Þegar skuld mín var hæst við þá verzlun, var hún, að mig minnir, um 1700 kr. Var skuldin heimtuð af mér öll í einu og var félaginu borgaðr hver eyrir af henni. Seyðisflrði, 9. febrflar 1895. Skapti Jósepsson. * * * P. S. Því miðr leyfir ei rúmið oss að segja kaupm. Birni Kristjánssyni fleiri sannniæli að þessu sinni, enn vér skulum hugsa til piltsins seinna við íyrstu hentugleika. Sk. J. ■*• * * Samkvæmt beiðni ritstj. Austra er grein þessi tek- in í Fjallk., sem að sögn hefir sent Isaf. leiðréttingu um þetta efni ásamt notarial-vottorði, enn afþvíritstj. Isaf. hefir eins og vant er viljað dyljaa sannleikaun, hefir hann enn ekki birt grein þessa. Lausavísur. Áskorunin um lausavísurnar, sem ítóð í þessu blaði í vetr, hefir fengið beztu undirtekt- ir, og hafa raargir sent mér talsvert af þess konar vísnm, sem ég kann þeim öllum þakkir fyrir. Nöfn þeirra verða síðar; auglýst, og áðr langt líðr mun koma í blaði þessu leiðbeinandi grein uin þetta efni, sem er ekki svo ómerkilegt mál sem sumnm kann | að virðast. Útgef. Fjallk. Dáinn í gærmorgun að Görðum á Álftanesi Þórarinn prófaatr Böövarsson, einn af merkustu prestum þessa lands, eftir stutta legu í lungnabólgu. Hann var rétt sjötugr að aldri, fæddr 3. mai 1825. Stúdent varð hann 1849, og vígðr aðstoðarprestr hjá föður sínum séra Böðvari Þorvalds- syni á Melstað s. á. Hann fekk Vatnsfjörð 1854 og Garða á Ál/tanesi 1868. — Helztu æfiatriða hans og æfistarfa verðr síðar getið nánara í þessu blaði. Hafnardeild hins ísl. hókmentafélags hélt ársfund sinn 9. apríl. Forseti, gjaldkeri og skrifari voru endrkosnir. Cand. mag. Nikulás Runólfsson var kos- inn bókavörðr. Samkvæmt áskorun Reykjavíkrdeild- arinnar var samþyktað bjóða Landsbókasafninu haud- ritasafn félagsins til sölu, og var stjórninni falið á hendr að annast um sölu safnsins fyrir hönd deild- arinnar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.