Fjallkonan


Fjallkonan - 26.06.1895, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 26.06.1895, Blaðsíða 1
Kenuýút'um miðja viliu. Árg. 3 kr. (erlendiB 4 kr.) Auglýsingar mjögódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júll. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingkoltsstræti 18. XII, 26. Reykjavík. 26. júní. 1896. H. CHR. HANSEN, stórkaupmaðr, (Rörholmsgade 3) í Kaupmaimahöfn, byrjaði íslenzka umboðsverzlun 1882, tekr að sér innkaup á vörum fyrir ísland, selr einnig íslenzkar vörnr í Kaupmanna- höfn og Leith. Kaupir ísl. frímerki fyrir hæsta verð. % miljón króna eða nálægt því, hefir landssjóðr nú um 20 ár kastað í hið stórauðuga danska ,sameinaða gufuskipafélag’ fyrir skipaferðir þess hér, sem komið hafa að sár- litlum notum. Því að með sanni má segja, að samgöngurnar séu nú ekki hótinu betri enn þær vóru í byrjun þessa tímabils, og engir ávextir eru sýnilegir af þessum samgöngubótum, heldr hefir efnahag þjóðarinnar hnig- nað á þessu tímabili, og hefir þó árferði verið að jafnaðartali í betra lagi. Hvernig víkr nú þessu við? Hafa samgöngur- nar ekki sömu þýðingu fyrir íslendinga sem aðrar þjóðir? Þessu er svo farið, að vér höfum ekki haft sam- göngur eftir vorum þörfum, og því hafa þær ekki haft þau áhrif á verzlun vora og atvinnuvegi, sem samgöngur hafa alment með öðrum þjóðum. Þessar samgöngur, sem vér höfum keypt af(sam- einaða gufuskipafélaginu’, hafa haldið verzlun vorri í höftum og hindrað eðiilegan viðgang hennar. Öllu hefir verið hagað svo, að sem fæst reyfi af ísienzku sauðunum slyppi úr greipum hinna dönsku kaupahéðna. Yiðskiftin við England hafa verið gerð svo Örðug sem unt var, og ferðunum hefir félagið altaf hagað eftir sínum geðþótta, aldrei farið eftir ferðaáætlunum alþingis og ávalt skelt skolleyrunum við réttmætum umkvörtunum landsmanna. Landssjóðr hefir lagt félaginu stórfé, enn lands- menn hafa verið réttlausir gagnvart félaginu. Landssjóðstillagið, sem félagið hefir fengið, er á við það sem tvö ailstór gufuskip mundu kosta. Er ekki tími til kominn fyrir þingið og þjóðina að koma þessu máli í viðunanlegt horf? Þingið á að veita einhverjum duglegum manni nœgilegt fé, annaðhvort til að annast urn kaup á gufu- skipi fyrir hönd landssjóðs og reglubundnar ferðir þess milli Islands og Englands, eða til að leigja skip til slíkra ferða. Stjórnarskrármálið og háskólamálið verða eflaust mergrinn málsins á Þingvallarfundinum. Af skýrslum þeim, sem komnar eru af þingmála- fundum í héruðum, virðist mega ráða, að menn sé ekki á eitt sáttir um stefnuna í stjórnarskrármálinu. Stefnurnar eru þrjár: 1. að halda málinu áfram í frumvarpslíki alveg ó- breyttu og hætta því eigi fyr enn stjórnin veitir álit- leg svör, þótt þess verði að bíða um mörg ár. 2. að halda málinu nú fram í lika stefnu og að undanförnu, enn veiti stjórnin þingi og þjóð sömu svör í málinu og hingað til, þá sé þess farið á leit, að sambandi íslands og Danmerkr verði slitið á lög- legan hátt (sbr. skýrslu um þingmálafund ísfirðinga í (Þjóðviljanum’ 7. júni). 3. að láta aðál-málið bíða að sinni, enn fara þess á leit við stjórnina, að hún gefi þinginu svör um það, hverjar breytingar hún muni aðhyllast á stjórnar- skrá vorri, og láti ráðgjafann mæta á alþingi, svo að samvinnan milli þings og stjórnar verði greiðari. Á þinginu sem í hönd fer verðr að líkindum ekki um aðrar stefnur að ræða, enn hina 1. og 3., og munu þingmenn verða á talsverðri sundrungu um það, hverja leiðina nú skal fara, þótt allir séu samhuga um takmarkið, alinnlenda stjórn. Raflýsingarmáliö. í þeirri von, að þér, hr. ritstjóri, veitið eftirfylg- jaudi línum rúm í blaði yðar, vil ég með örfáum orð- um minnast á sumt það, er ég gat ekki kringum- stæða minna vegna nema imprað á í fyrra haust. 0g fyrst vildi ég mælast til þess, að lesendr yðar heiðraða bla.ðs leiðrétti þær villur í ritgerð minni um rafiýsing og rafhitun, sem auðsjáanlega eru af vangá minni eða misprentan. Því að undantekinni þeirri villu, er segir efnishita lofts 2374, í stað- inn fyrir 0,2374, þá eru villurnar fæstar svo mis- leiðandi að þær glepji mönnum sjónir á grundvallar atriðunum, eða sannleik ályktananna. En þessar á- lyktanir vóru: 1. að nóg vatnsafl sé í Skorarhylsfossi einum til að lýsa allan bæinn og hita hann betr en nú gerist. 2. að verð raflýsingar og rafhitunarfæranna, einn- ig viðhaldskostnaðr þeirra árlega, þyrfti ekki að verða meiri enn svo, að raflýsingin ein eða jafnvel rafhitan mundi á nokkrum árum spara bæjarbúum svo sem svaraði kostnaðinum við aðföng þeirra og uppsetn- ing. , 3. Að með innleiðslu rafmagnsvéla er notuðu ár- strauma landsins, hvort heldr til að lýsa og hita hús manna eða til að hreyfa verkvélar, væri landsbúum gefin ný auðsuppspretta og landi og þjóð nýtt verk- efni — þjóðfélaginu ný þýðing. Mótbárur þær er málið mætti af R.víkingum vóru, þegar á alt er litið, — t. d. fátækt mína og ókunn- ugleik á aðra hönd, og fákænsku og varkárni, ekki að segja tortrygni landsbúa á hina — að mínu áliti fremr meinlausar. — Það var helzt persónulegt hnútu- kast frá mönnum sem sjálfir viðrkendu, að þeir þektu mig ekki — að undantekinni (Skýrslu’ þeirra Sigfús- ar og Björns ritstj. ,ísaf.’ sem mér varð að svara, — það var óþarfi, því þótt því blaði virtist sú skýrsla mjög svo sennileg um það leyti að áætlanir mínar vóru taldar eintómar ,bollaleggingar’, þá vill svo vel til, að sama blað, hin skarpskygna Isaf., hefir síðan

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.