Fjallkonan - 26.06.1895, Blaðsíða 2
106
FJALLKONAN.
XII 26
flutt aðra skýrslu, náttúrlega eftir danskan agent, —
sem henni einnig þykir áreiðanleg, enn sem tekr kost-
naðinn að eins einum fimta þess er ,mikla mannvirk-
jafélagið’ gerði. Þannig er þá jafnvel Jsafold’ komin
á þá skoðun, að raflýsingarstofnun Reykjavíkr þjrrfti
ekki að fara langt fram yfir fimtíu og fimm þús.
kr.; það er eitthvað fjórum þúsundum krónum minna
sem ég gerði ráð fyrir. Og er það (ísaf.’ til sóma,
ef hún bara lærir eins fljótt í öðru.
Áætlun herra Ibsens er annars vel og gætilega
samin, — enn ekki gefr hann langar rökleiðslur
fyrir ályktunum sínum. Eitt atriði í þessu sambandi
er athugavert: Það, að erindrekar setja áætlanir sín-
ar oftast nær þannig, að þeir íái sínar procentur af
kaupunum, og er það ekki iáandi. — Enn í þeim
áætlunum, sem ég gerði, og þeim tilboðum, sem ég gerði,
var engin ráðstöfun fyrir procentum. Og svo er ann-
að, og það held ég geri út um alla þrætu hvað mis-
mun áætlananna, bollaieggiuganna, snertir:
Áætlanir og tilboð þau er ég hafði frá Westing-
house-félaginu, Brush-félaginu og sú er ég nú sendi
frá Flemiug & Co. félaginu, eru allar nálægt þrjátíu
þúsund krónum — er um raffærin og uppsetning
þeirra ræðir. — Enn að Q-eneral-Electric-félagið gæti
þar fyrir staðið við að selja raffærin sín á tíu þús.
kr., — það munu fáir vefengja, er þekkja með hve
margföldum ágóða raffæri hafa verið og eru seld að
jafnaði alt til þessa. — Ágizkanir mínar gerðu ráð
fyrir, að íslendingar sé þess umkomnir, og hafi það
sjálfsálit, að þeir mundu sjálfir vinna að uppsetning
og vélstöðvabyggingunni, svo að kostnaðrinu yrði
nokkru minni.
1 öllu falli finnst mér mega fullyrða, að raflýsiug-
aráhöld með uppsetning og stoðunum til að lýsa göt-
ur og hús Rvíkr bæjar, fari ekki framyfir sextíu
krónur, ef ráðvandlega er áhaldið.
Er því fyrir menn að afráða, hvort það sé ómaks-
ins vert, að veita einar 50,000 kr. til svona fyrir-
tækis, svona þýðingar mikillar nýbreytni. Og ef
Reykvíkingum þykir það sér ofvaxið einum, mundi
það ráði fjær, að aðrir kaupstaðabúar — jafnvel allir
landsmenn, hlypi undir bagga meðþeim? —Væri ein-
um 50,000 kr. af almanna fé, hvort heldr sem lán
eða gjöf, þá illa varið til jafn-þýðingarfulls fyrirtæk-
is? — Væri því ver varið, heldr enn t. d. þeim þrjú
hundruð þús. kr., sem laudsmenn kosta árlega til
yfirvalda sinna og leiðtoga. Hvað framkvæma þeir
fyrir alt það fé? Hve miklu hafa íslendingar ekki
um ár og aldir fleygt í sjóinu, eða til að borga þeim
sem rýja þá, fyrirhöfnina? Og þó horfa þeir nú í að
borga fáeinar þúsundir fyrir góða og gagnlega vöru,
fyrir að koma fyrirtæki á fót, sem öðrum fremr mundi
kenna uppvaxandi kynslóð að nota auðlegð lands síns,
hneigja hug hennar frá hégómlegum námsgreinum og
gefa þjóðfélagi íslands nýja þýðing í sögunni. Því
ísland getr í höndum hugsandi og velviljaðra manna
orðið meira enu eyðisker og ísland, það getr orðið auð-
náma, og Ijósland, — aðsetrstaðr uppfundninga og lista-
Fr. B. Anderson.
----ooo-----
Frelsi.
Það sýnist ætla að fara verða (móðr’ að klæða
harðstjórn í frelsisbúning. Þú átt ekki að vera svona
og svona — eins og þú sjálfr vilt — það er hið
mesta ófrelsi, sem hugsast getr; heldr áttu að vera
svona og svona — eins og ég vil — þá ertu frjáls.
Þetta virðist vera aðal-frelsisguðspjall sumra postula
nú á dögum.
í þetta far hefir M. J. — líkl. Matthías Jochum-
son — siglt í (Austra’ 22. marz þ. á., þegar hann er
að skýra hvað frelsi sé. •
(Frelsi er ekki lausn frá allri nauðung eða þving-
un’ — segir hann — (því nauðugr viljugr hlýtr hver
maðr að lúta einhverjum lögum, sem skerða sjálfræði
hans. Mannfélagið er einmitt bundið og samaníest
með þeim böndum, sem skerða frelsi og sjálfræði
hins einstaka’.
Hér er nú orðið (frelsi’ tvisvar sinnum í tveimr
málsgreinum og þýðir á sínurn staðnum hvað — góðr
vísir þess hvert strauminn ber. Á síðari staðnum
verðr höf. (líklega ósjálfrátt) að nýta það í venjulegri
((negativri!’-)merkingu; á hinum er það (að nokkru
leyti sjálfræði og að öðru leyti þvingun — jafnvægi
hvorstveggja’ Þar getr að líta (pistilinn’.
Hverjar eru annars rætur að þessari og öðrum
líkum (skýringum’ á orðinu? Þær eru ekki vand-
fundnar. Þegar frelsið fer að sýna sig í verki, kemr
það í Ijós, að það er ekki skilyrðislaust gott. Enn
nú hafa menn fyrirfram bitið sig fasta í, að það væri
það. í stað þess að leiðrétta sinn eigin misskilning,
er svo gripið til þess óyndisúrræðis, að þenja orð,
sem til er yfir ákveðna hugmynd, út yfir miklu stærra
svæði — sjáandi ekki að hér er lagðr vegr beint inn
í reykinn og þokuna.
Það er oft talað um að frelsi (o: sjálfræði) verði
að takmarkast eftir því, sem almenningsheill krefr.
Hér kemr fram hin sama merking á orðinu og á hin-
um áðrgreinda (ósjálfráða’ stað hjá séra Matthíasi.
Sömu þýðingu hefir það einnig (sömul. ósjálfrátt?) í
síðasta hluta ritgerðar hans (og reyndar víðar), þar
sem talað er um Englendinga, (sem nú kunna allra
þjóða bezt í sumum greinum, að framfylgja lýðveld-
isreglum og mest meta almenningsviljann. Þeir fylgja
þeirri gruudvallarreglu, að gefa eða heimila hverjum
einstökum manni..........svo mikið sjálfræði, sem fé-
lagsheildin þoli’. — Yæri hér meint það frelsi, sem
er sjálfræði + hæfileg höft á sjálfræði — hvaða mein-
ing væri þá að tala um ,þol’ félagsheildar? Það sem
í sjálfu sér er heft samkvæmt því, er almenningsheill
krefr, þarf ekki lengr að miða við þol heildarinnar.
Það er rétt að takmarka frelsið, hitt er ekki rétt
að þenja orðið út yfir hvorttveggja: frelsið og það
sem takmarkar það. Því þá er lokið upp dyrum
fyrir tveimr slæmum gestum. í fyrsta lagi: þ'órf
fyrir jafnmargar skyringar og menn eru til. Menn-
irnir eru ekki jafnir, og .frelsi’ eins hlyti því að
innilykja meiri (nauðung og þvingun’ enn .frelsi’ ann-
ars; þurfa því aðra skýringu og verða annara hlutr.
Á hælum þessarar skýringa-þarfar er svo áttavilla
í frelsismálum. Vér höfum þó töluvert af hvortveggju
— sjálfræði og þvingun; höfum vér þá ekki (nóg’
frelsi? Það skyldi vera .jafnvægið’ — að þar væri
eitthvað bogið með það. Enn kæmi það nú upp, liggr
þá ekki fult svo nærri að auka þvingun — ala fólkið
upp í (aga og umvöndun drottins’ og (berja baruið til
ástarinnar?’ — (Þegar alt er komið í kring’ o. s. frv.
Vér skulum hverfa héðan, og líta á hið andlega
frelsi. Andlega frjálsan kalla ég manninn, þegar