Fjallkonan - 26.06.1895, Blaðsíða 3
26. jöní 1896.
FJALLKONAN.
107
skynsemi, vilji og hvatir, etefnir a!t að sama marki.
Yiljinn getr verið (góðr’, enn hvatirnar (slæmar’; þá
eru þær haft; hvatirnar — sem reyndar eru
blindr vilji — geta verið (góðar’, enn viljinn — hinn
skynjandi vilji — of (veikr’ ti! að fyigja þeim — þá
er það hann, sem er haft. Skynsemin getr verið
haft á hvatirnar, þær á hana, og í öðru lagi hver á
aðra o. s, frv., o. s. frv. Alla þessa stund er maðr-
inn ekki frjáls. Því að vera frjáls — það er að vera
laus úr höfturn — böndum, sem maðr finnr til.
Haft — það er alt annað enn band, sem er
miklu yfirgripsmeira. enn þessu ruglar séra Matthías
saman. Haft er það sem heidr aftr frá einhverju —
hvort sem það nú er gott eða iit. Band er alt, sem
tengir saman — hvort sem það svo heftir eða ekki
heftir. Gersamlega óbundið, þ. e.: sambandslaust við
alt annað, er ekkert og getr ekkert verið í tilver-
unni.
Yið séra Matthías getum kannske orðið samdóma
um eitt: Þegar mannelskuverk er unnið fyrir sam-
verknað glöggrar skynsemi, öflugs vilja og kærleiks-
ríks hugarfars — þá er gerandinn frjáls. Hér er alt
bundið hvað öðru — skynsemi, kærleikr og vilji; enn
hver vill segja manninn heftan, nauðgaðan eða þving-
aðan?
Eins og fuilkomið andlegt freisi er því að eins
mögulegt, að öii starfandi lífsöfl mannsins hafi sama
mark, þannig er fulikomiS einstaklings frelsi1 því að
eins fyrir hendi, að aiiir vilji hið sama — vinni í
einum hug — kærleikans hug. Eftir þessu kann nú
að verða nokkuð langt að bíða. Alla þá tíð verðr
maðrinn að sætta sig við tahmörkun frelsisins — sætta
sig við meira eða minna af því sem þvingar hann.
Enn að þessi þvingun sé þáttr í frelsinu sjálf'u —
það er það sem er endemis-vitleysa.
Á frelsinu er aldrei eðiismunr, heldr að eins
meginsmunr, og hann kemr fram við færslu takmarka
þess. Sá er færa vill takmörk þess sundr ogrýmka
þannig svigrúm frelsisins — hann er frjálslyndr.
Frjálslyndi — það er = frelsisást — þrá eftir meira
frelsi, ekki einungis fyrir sjálfan sig, heldr einnig
fyrir aðra. Þess vegna er umburðarlyndi annnar aðal-
þáttr frjálslyndis; þess helir séra M&tthíasi gieymzt
að geta; enda er því löngum gleymt.
Sigrjön Friðjónsson.
Nafna-tetr og lygin.
Nafna er ekki nýtt að ljúga, þegar hann minnist mín, og þó
hann „útflúri11 naín mitt með ýmsum ís-björniakum „kunat“-verk-
um, er honum það eigi fremr nýtt. Svo er um það, er hann
segir frá þingmannskosningunni í Kjósar- og GullbringuBýsln.
Rann lýgur því, að sveitungar mínir hafi eigi getað notað mig
í hreppsnefnd eða sóknarnefnd. í hreppsnefnd var ég kosinn
þar við fyrsta tækifæri, er ég kom þar, og útendaði ég minn
kjörtíma i nefndinni. Br síðast var kosið þar i hreppsnefnd,
gerði ég það sem ég gat, til að fá mig lausan við að verða
kosinn, og slapp með eins atkv. mnn við annan, er hlaut kosn-
ingu. í sóknarnefnd hefi ég eigi verið kosinn, af því ég hefi
alvarlega skorazt undan því; vil sem minnst eiga hlut í kirkju-
stjórnar-„húmbúgginu“ okkar. —Nafnisegir, að ég hafi verið kos-
inn „nær í einu hljóði“ af sveitungum mínum; hefði snefill at
sannleiksást verið i honum, gat hann eins vel sagt: af Kjósar-
’) (Andlegt frelsi’ og (einstaklings frelsi’ svara hér til (innra
frelsi’ og (ytra frelsi’ hjá sr. Matthiasi.
sýslubúnm. Bnn lýgur hann því, að ég hafi ekki fengið nema 2
atkv. sunnan Elliðaár. — En þetta ev raunar það sem allir vita,
að hann á ómögulegt með að segja satt, sízt ef ég kem við
málið.
Eins er það vitiaust og logið, er þessi sama skepna segir um
þingmálafundinn í Hf., er haldinn var eftir kjörfund (eítir að
kjósendr höfðu staðið á kjörfundi samfleytt 6—7 stundir). Allar
atkvæðatölurnar hjá Nafna eru rangar, allar lognar einstökum
mönnum og málefninu til óvirðingar (en vondra last ei veldur
smán o. s. frv.). Um þetta gæti fundarstjóri hr. alþm. Jón
Þórarinsson bezt horið vitni.
AnnarB kippi ég mér ekki upp við títuprjónstingi Nafna, og
mun eigi hirða að „gjalda honum líku líkt“, en þegar hann er
búinn að marg-„krukka“ í mig með títuprjónum sínum, getr
skeð að ég við og við „reki honum löðrung“, til að láta hann
vita, að ég þoli enn meira.
Björn Bjarnarson.
Rangfært og ósattl
í 28. tölubl. „Pjallkonunnar", í grein um Dingvallafundinn,
stendr meðal annars, að ísafold segi að pröf. séra Bened.
Kristjánsson hafi verið kosinn með því W. Ó Breiðfjörð hafi ekki
viijað gefa kost á sér, enn þetta sé ósatt. Menn nafi verið ein-
ráðnir að kjósa séra Benedikt áðr á fund kom, enda hafi hann
verið kosinn í einu hljóði.
Að það sé ekki annað enn eintómt mishermi, að ég hafi ekki
eftir að stungið var upp á mér til Þingvallaíundarins, neitað
að taka á móti þeirri kosningu — eins og Fjallkonan virðist
gefa í skyn, — er hægt að sanna með nálægt 100 vitnum. Með
jafnmörgum vitnum má sanna, að próf. B. var ekki kosinn í
einu hljóði (þótt ég hefði gjarnan óskað, að svo hefði verið),
heldr fyrst með 25 atkv. á móti 22, og síðar með 36 atkv.
móti 22.
Að menn voru ekki einráðnir i að kjósa próf. B. Kristjánsson,
áðr á fund kom, má ég bezt um vita, því mér er nú engin laun-
ung á því, og skammast mín heldr ekkert fyrir það, að ég mun
hafa verið sá eini hér, sem vakti máls á því við almenning, að
við skyldum kjósa próf. séra B. til Þingvallafundarins. Sömu-
leiðis fór ég til þingmanns okkar viðvíkjandi þingmálafundinum
og kosningunni til Þingvallafundar og síðan til próf. B. Krist-
jánssonar, að fá visstt mína nm, að hann tæki á móti kosningu,
ef hann hlyti hana.
Af því að mér er kunnugt um, að áðrgreind ummæli Fjall-
konunnar um mig og fund þennan eru ósönn, þá vil ég biðja
ýðr, herra ritstjóri, að leiðrétta þau í næsta blaði yðar.
B.eykjavík 20. júní 1895.
W. Ó Breiðfjörð.
Aths. ritstj. Fjallk. hefir að vísu ekki sagt nógu greini-
lega frá fulltrúakosning Beykvikinga á Þingvallarfund, enn alls
ekki rangfært neitt. Það stendr hvergi í Fjallk. að W. Ó. Br.
hafi gefið kost á sér sem fulltrúa. Einn fundarmaðr benti á hann
sem fulltrúaefni, enn hann skoraðist þegar undan. Það var einn-
ig kunnugt, að W. Ó. Br. hafði átt mikinn þátt í því, að stofna
til þessa fundar og hvetja menn til að kjósa séra B. Kr. Aftr
á móti er það rangfært og ósannanlegt, sem ísaf. segir, að séra
B. Kr. hafi verið koBÍnn eingöngu af því, að W. Ó. Br. vildi
ekki gefa kost á sér.
UllarTerksmiðjur hér á landi. Eins og sjá má
af ritgerðum þeirra séra Jóh. L. L. Jóhannssonar og
kaupm. D. Thomsens í þessu blaði og af umræðum
á alþingi, eru menn á ýmsum áttum í þessu helzta
iðnaðarmáii landsins. Enn vegna rúmleysis er ekki
hægt að ræða það mál í þessu blaði til hlitar að
sinni, enn það verðr gert áðr langt líðr.
íbúðarsalir Viktoríu drotningar í Windsor höll-
inni. Þessa sali fá mjög fáir að sjá þótt þeim sé leyft að skoða