Fjallkonan - 03.07.1895, Qupperneq 2
110
FJALLKONAN.
XII 27
jafnrétti við karlmenn. — 4. afnám hæstaréttar samþ.
— 5. eftirlaunaafvám eða minkun; samþ. — 6. bú~
seta fastakaupmanna; samþ. að halda fram frv. síð.
þings. — 7. prestakosningar; samþ. að þær verði ó-
bundnar. — 8. háskólamálið; samþ. í líka stefnu og
áðr. — 9. skbla-mádið; samþ. að koma á real-kenslu
við lærðaskólann og að þriggja ára realskóli verði á
Norðrl.; báðir skólar sameiginlegir fyrir karla og kon-
ur. — 10. sveitarstjórnarmál; samþ. milliþinganefnd.
— 11. héraðasamþyktir um vínsölubann; samþ. — 12.
afnám gjafsókna, nema fyrir öreiga og stofnanir. —
13. atvinnumál; samþ. að veita búuaðarfélögum meiri
styrk, styrkja sjávarútveg jafnt landbúnaði og að veita
lán úr landssjóði til tóvinnuvéla. Sra Arnór Árnason
kom fram með tillögu um að selja jarðir til erfðafestu,
enn það var ekki samþ. — 14. Skúla málið; samþ. að
reyna að koma fram ábyrgð á hendr landsstjórninni,
og að alþingi sjái um að Sk. Th. fái þann skaða
bættan, sem hann hefir beðið af málinu. — 15. fund-
arskýli á Þingvöllum; samþ. að leitað verði samskota
til þess. — 16. samþ. óánægja yfir hluttökuleysi nokk-
urra kjörd. í Þingvallarfundi.
Alþingi var sett 1. júlí. Yantaði þrjá þingmenn(
Jón Jónsson frá Múla og Eirík Gíslason, sem báðir
liggja sjúkir, og Þorleif Jónsson. — Forseti sameinaðs
þings: Ólafr Briem. Forseti efri deildar: ÁrniThor-
steinsson. Neðri deildar: Ben. Sveinsson.
Samgöngur.
Frá Bretlandi kemr nú til þingsins nýtt tilboð
um eimskipaferðir bæði milli íslands og útlanda og
umhverfis landið. Mr. Fr. Franz, sem mörgum er
kunnr fyrir fjárverzlun sína, mun gera þinginu þetta
tilboð.
Hann ætlast svo til að stofnað sé félag hér á
landi og á Bretlandi. til þess að koma á reglulegum
samgöngum milli íslands og útlanda. Félagið sé hluta-
félag og höfuðstóllinn J? 25,000 = 450,000 kr., enn
hlutrinn £ 10. Alþingi leggi félaginu í 10 ár árl. styrk
£ 3000 = 50,000 kr. Ennfremr leggi alþingi fram að
minsta kosti x/5 af höfuðstólnum. — Ef félagið græðir
meira enn 10°/# á höfuðstólnum, skal helmingr ágóð-
ans falla til landssjóðs til minkunar árgjaldinu, enn
annar helmingr til hluthafa.
Stjórn félagsins skal kosin af hluthöfum og hefir
hver hlutr atkvæði. Þannig getr þingið haft nokk-
urt atkvæðamagn, og líklegt er að efnamenn í land-
inu, einkanlega kaupmenn, leggi að auki fram 2/#
svo að íslendingar eigi 3/5 í höfuðstólnum?
Mr. Franz kveðst viss um, að nægilegt fé muni
og fást í Englandi til félagsstofnunar, auðvitað með því
að íslendingar sjálfir leggi eitthvað til.
Til samgangnanna er ætlazt til að haft sé 900—
1000 tons gufuskip með 12—13 knúta hraða, sem er
miklu meiri hraði en „Laura“ hefir. Þetta skip fari
16 ferðir á ári milli íslands og úttanda, og jafnframt
í kringum landið á hverja höfn sem þingið ákveðr,
og komi við á austr- og vestur-Englandi á víxl og
stundum í Kaupmannahöfn og Bilbao. Fleiri ferðir
getr eitt skip ekki farið með þeim hraða sem alment
gerist.
Með þessum samgöngum væri það unnið, að
verzlun landsins hlyti mestðll að dragast frá Dan-
mörku og hverfa til Englande, og mun það ekki
skaði fyrir ísland. — Þar með mundi líka markaðr
heimsins flytjast nær íslandi, og er svo til ætlast, að
ishús séu í skipinu tit að flytja í nýjan fisk o. fl., og
hefir það ákaflega mikla þýðingu fyrir verzlunina.
Skipið á að öðrú leyti að vera mjög haganlega
útbúið. Farþegarúm í 1. lyfting handa 50 og í við-
lögum 100 farþegum og í annari lyftingu fyrir 60
farþega. Ennfremur eiga lokur (hatches) að vera
mjög hentugar og gufubátr (steam launch) til að
ferma og afíerma.
Mr. Franz býst við, að ferðamönnum (tourists)
fjölgi svo mjög með þessu móti, að þeir geti orðið
alt að 100o á ári, og væri það ekki lítil tekjugrein
fyrir landið.
Fáum vér þessar ensku skipaferðir, fáum vér líka
strandferðir danska gufuskipafélagsins; fáum vér ekki
þessar eusku skipaferðir, höfum við danska féiagið
eitt um hituna.
Nú er spurn: Vill þingið veita svona mik-
ið fé með þessum skilyrðum?
Stúdentar útskrifaðir úr latínuskólanum 29. þ. m.:
eink. stig.
1. Björn Bjarnarson .... ágætiseink. 107
2. Páll Fr. Bjarnason .... ágætiseink. 106
3. Jón Sveinbjörnsen.........................I 99
4. Sigurðr Eggerz............................I 97
5. Páll Sæmundsson...........................I 96
6. Halldór Jónsson...........................I 92
7. Ólafr G. Eyjólfsson......................II 79
8. Þórðr Edílonsson.........................II 79
9. Karl Einarsson...........................II 72
10. Sigurðr Pálsson..........................II 71
Skóla var sagt upp s. d. kl. 12 á hádegi. Vóru
þar hafðar ýmsar tilbreytingar frá því sem venjulegt
er, með því að nú kvaddi dr. Jón Þorkelsson skól-
ann og sagði honum upp í síðasta sinni. Hafði skóla-
salrinn verið skreyttr nokkuð. Hélt rektor skilnaðar-
ræðu. Ennfremr héldu ræður, Björn Bjarnarson stúd.
og aíhenti rektor minningargjöf frá núverandi læri-
sveinum hans (franska orðbók eftir Littré, skraut-
bundna), Stgr. Thorsteinsson fyrir hönd kennaranna,
og séra Jón Helgason fyrir hönd lærisveina rektors
í heild sinni; afhenti hann rektor í heiðrsskyni fyrir
hönd þeii-ra fjárupphæð, er setja skal á vöxtu og
stofna af sjóð, er beri nafu Jóns Þorkelssonar, og skal
varið til verðlauna handa efnilegum lærisveinum síðar.
Guðm. Guðinumdsson stud. art. flutti rektor kvæði, er
hann hafði ort. Að síðustu var sungið kvæði til rek-
tors eftir séra Valdimar Briem, sem hljóðar svo:
Menn hyggja að lífið sé ærel og ys,
og alt á hjðlum og þönum gengur.
Og sá, er laus er við þras og þys,
ei þykir dugandi maður lengur.
Enn oft er mestur
og manna beztur
sá maðr, er unir við skrift og lestur; —
og það ert þú.
Menn hyggja visindin hljóm og glys
. og heimi vorum ei neitt til þarfa,
og alla vinna til ónýtis,
sem ei með höndunum tómum starfa.