Fjallkonan


Fjallkonan - 30.07.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 30.07.1895, Blaðsíða 2
126 FJALLKONAN. xn 3i Ég skal taka dœmi af því, sem oss liggr næst af öllu: Engrar þjóðar menn geta af náttúrunnar hendi átt sliku náttúru-skilyrði að fagna, sem íslend- ingar, tii að stunda norrœna málfrœði (jafnvel í víð- asta skilningi). Engin þjóð hefir betri skilyrði fyrir hendi en ísland, að geta haldið uppi þeirri kenslu í þessum vísindum, er gæti verið in bezta í heimi og orðið svo nafukunn, að menn víðsvegar úr heimi mundu þangað leita. En ég skal ekki fjölyrða um þetta. Það færist eitthvað í þessa átt áðr mjög langt líðr á íslandi, það þarf ekki að efa, og það áðr en langt líðr fram á 20. öldina. Það er tíma spurning ein. Þetta vakti fyrir mér frá fyrstu, og hefir orðið æ ríkara i hug míuum síðan. Alt um það hefir mig óað við háskólanafninu. Ekki fyrir það, eins og hefi sýnt fram á hér að framan, þá eru og hafa verið til skólar, er háskólanafn hafa borið, án þess að hafa til þess meiri verðleika, en stofnun sú mundi í Reyk- javík, þar sem eigi væri kent annað en lögfrœði, lækn- isfrœði og guðfrœði, ásamt lítilsháttar í forspjalls- vísindum. En ekki eru þær taldar bera nafnið með miklum heiðri. Því var mér mjög ljúft, að breyta nafninu í landsskóia, svo sem gert var um tíma. Betr kynni ég nú við, að nefna þjóðskóla (national- institute) eða ef til vill helzt akademí. Það eryfir- lætislaust nafn, og yfirlætisleysi fer jafnan smælingj- um vel. Enda yrði það undir orðstír skólans og gagni komið, en ekki nafni, hvort hann yrði oss til sóma eða minkunar. Nú er það staðreynt, að örðugra er að fá stofn- un slíka lögleidda, en að fá framgengt lögum um stofnnn lagaskóla. Það hefir sífelt reynst óvinnandi að koma henni gegn um alþingi, og óefað yrði eigi talsmál um að fá staðfesting konungs á lögum um stofnun þessa allsherjarskóla um langt árabil enn. Hins vegar var stofnan lagaskóla farin að ganga auðveldlega gegnum báðar þingdeildir, en engi af lagamönnum efrideildar, hvorki þjóðkjörnir né kon- ungkjörnir, munu vera henni mótfallnir, heldr allir fylgjandi. Aðalmótbára stjórnarinnar gegn því máli var síðast eigi orðin önnur en kostnaðrinn í inu bága árferði. Landssjóðr gekk' um það bil heldr til þurð- ar fyrir sakir tekjuhalla. Nú lætr betr í ári. Lands- sjóðr stendr sig betr. Því virðist mér sem sérhver sannr vinr málsins ætti nú að sæta færi, að koma lagaskólamálinu fram. En það verðr eigi, nema menn sleppi háskólastofnun- inni að sinni. Það er svo fjarri, að nokkurs sé í mist við það, að það er eini vegurinn til að flýta fyrir stofnun hins — þjóðskólans, eða hvað menn vilja nefna það. Komist lagaskólinn á, þá er auðgert að bœta við, ef þurfa þykir, kenslu í einni eða fleiri greinum. Það má byrja það með eiufaldri veiting á fjárlögunum. Og óhugsandi er, að það yrði nokkurt efni í þrjátíu- ára-stríð milli þings og stjórnar, að fá staðfesting á lögum, er hljóðuðu eitthvað á þessa leið: (Lagaskól- inn, læknaskólinn og prestaskólinn skulu eftirleiðis vera ein mentastofnun og nefnast Þjóðskóli íslands [eða ið íslenzka akademí]. Landshöfðinginn semr reglugerð fyrir skólann. — Við stofnun þessa skal og kenslu veita í þeim öðrum vísindagreinum, er lög- gjafarvaldið síðar kann að ákveða’. Satt að segja álít ég, að ekki bráðlægi á. þess- um ákvæðum fyrst um sinn. Ég kynni jafnvel betr við, að fyrst væri komið á kenslu í fleirum greinum, og mætti gera það á fjárlögunum. Þannig hafa Dan- ir sett á fót kenslu stundum við háskólann. Það er sá kostr við það, að það bindr landssjóði engan eftir- launabagga, gerir enda auðið að fella niðr slíka kenslu í einhverri grein, ef tilefni kynni til að þykja, gefr yfir höfuð betra reynslu-rúm í fyrstu. Ekki er það heldr neitt óheyrt hjá oss, að koma á kenslu á þenn- an hátt. Fram á það fór á sinni tíð tillaga Jóns Péturssonar (á ráðgjatarþinginu), um að veita á fjár- lögum laun kennara í íslands-sögu (Jón Sigurðsson var til þess ætlaðr). Þannig byrjaði læknakenslan í Reykjavík og búnaðarkenslan í Ólafsdal. 4. Háskólasjóðrinn. Það er engum efa bundið, að aldrei safnast það fé með samskotum, er nœgi til að stofna háskóla á íslandi. Til þess þyrfti að minsta kosti 2,000,000 króna, ef vextirnir ættu að duga til að halda uppi ofrlítilli háskóla-mynd. Það mun heldr ekki tilgangr safnenda né gef- enda, heldr að styðja háskóla með fénu, þegar hann verðr stofnaðr, og flýta fyrir stofnun hans með því. Það er ekkert óhugsanlegt, að svo mikið geti safnazt með tíð og tíma, að vextir af þeim sjóði geti orðið til þess, annaðhvort að greiða litla þóknun ein- um prívat-dócent, eða þá að minnsta kosti að styrkja til vísinda-iðkunar einn eða svo efnilegan kandídat á ári. Ég sé því ekki annað, en að það sé alls heiðrs vert að efia sjóðinn. Ég tel nefnilega sjálfsagt, að ákvarðanir um not hans verði eigi svo rígbundnar, að eigi mætti nota hann, þegar einhverskonar þvílík œðri mentastofnun, sem ég hefi vikið á hér að fram- an, kemst á fót í Reykjavík, þótt ekki yrði henni endilega gefið nafnið (háskóli’. Gufuskipsmáliö. Þetta þarfa mál virðist hafa komizt fremr á ringulreið á þinginu, og mun það helzt vera af ókunn- ugleik sumra og hugleysi annara þingmanna. Flutningsm. (Valt. Guðm.) hefir þó haldið málinu allvel fram, enn því miðr er svo að sjá, að hann hafi ekki nægileg gögn í höndum til þess að hnekkja ó- kunnugleikanum og hugieysinu. Auk hans hafa þeir prestarnir Jens Pálss. og Sig. Gunnarss. stutt málið; séra Jens sérstaklega, og er auðséð, að hann hefir, sem fyr, mikinn áhuga á mál- inu og Bkilr aðalhagsmunina við endrbætur á sam- göngum á sjó við útlönd og umhverfis landið. Hér skal eigi farið ítarlega út í þetta mál, enn að eins athugað fátt eitt því viðvíkjandi. 1. Skip af þeirri stærð, sem til er tekið (600 smál.), er vonandi að fá mætti fyrir töluvert minna fé enn 350,000 kr., nema hraði þess væri rétt góðr, t. d. alt að 15 mílum á 4 tímum (vöku), enn nauðsynlegt er að landsstjórnin hafi nægilegt fé til umráða ef kaupa skal skipið. 2. Skipið ætti að láta spiíða, eða þá kaupa

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.