Fjallkonan


Fjallkonan - 13.08.1895, Side 4

Fjallkonan - 13.08.1895, Side 4
136 FJALLKONAN. XII 33 Smælki. Eftir Jón Ólafsson. Chicago, í maí 1895. n. Skrúðs-vísur Jónasar Hallgrímssonar. Úr því að Jónas HallgrímBSon er nú í hnga mínum á annað borð þessa stundina, þá ætla ég að minnast á vísurnar hans um Skrúðinn. „Hannes Hafstein segir í athugasemdum sínum við vísur þessar um visuorðin: „mér er sem ég sjái hann Qísla, Og hann séra Ólaf minn", að þessi staðr sé nú orðinn óskiljanlegr, en líklega sé átt við vissa menn. Svo er það, og er Gísli = Gísli Hjálmarsson, er síðar varð héraðslæknir; en „séra Ólafr“ er faðir minn (séra Ólafr Indriðason á Kolfreyjustað). öll er vísan svona: „Og hvenær sem ég hugsa um hrútinn og pækiliun, er mér sem ég sjái’ hann Gísla og hann séra Ólaf minn“. Skrúðrinn er eyfjall út af Fáskrúðsfirði og liggr undir Yatt- ames, sem er næsti bær fyrir utan Kolfreyjustað. í Skrúð er fé látið ganga sjálfala og verðr svo vænt og feitt, að firnum sætir .Þegar brim er rnikið, skvettist sjór hátt í Skrúð og fyllir dældir í klöppum, svo tjarnir verða þar með sjóvatni. Síðan þurkar sól upp sjóinn og verðr salt eftir í skálunum. Síðast áðr alþurt er úr skál, er sjórinn í henni orðinn svo seltumegn sem sterkasti salt-pækill. Jónas sá í Skrúð pækil þennan og hrút einn ferlega mikinn, er honum óx mjög í augum. Faðir minn fór með Jónasi í Skrúðinn, og eftir þvi sem mig minnir ég heyrði hann segja, ætla ég að Gísli Hjálmarsson væri með í förinni; mun hann þá, ef mig minnir rétt, liafa verið á Austr- landi [embættislaus] Sé það misminni mitt (sem vart mun vera), að Gísli hafi verið í förinni með í Skrúðinn, er þó eðli- legt. að Skrúðrinn minti Jónas á Gísla (vin sinn frá Höfn), því að Gísli hefir án efa sagt honum margt frá Skrúðnum. Gisli var alinn upp á Kolfreyjustað (faðir hans, séra Hjálmar Guð- mundsson, var þar prestr á undan föðurmínum). Ég man glögt eftir, að ég las og lærði þessar visur barnungr, og spurði föður minn, við hvað ætti vísa þessi, en hann hló við og sagði: ,Það erum við Gísli Hjálmarsson’, og sagði mér þá frá hrútnum og pæklinum. ____________ m. Séra Hjálmar Guðmundsson. Við það að minnast á séra Hjálmar Guðmundsson, kemr mér til hugar, að geta eins og anuars um hann. Miðaldra menn muna enn eftir honum; ég sá hann alls einu sinni, er hann kom að Kolfreyjustað til föður míns, en kornungr hefi ég þá hlotið að vera, enda man ég að eins glögt eftir, að hann sat frammi í stofu nýkominn á fætr um morguninn; hann satöðrummegin við borð, en faðir minn hinum megin; séra Hjálmar var snögg- klæddr, á blágrárri prjónapeysu; höfuðið var stórt, ennið mikið, hárið nær hvítt af hærum; augun lágu ákaflega djúpt í höfðinu. Ég hafði heyrt svo mikið sagt af sérvizku séra Hjálmars og svo margt um hve hlægilega hann bæri sig að á stundum, að ég man glögt, að ég hafði hugsað mér hann sem mjög kátlega fígúru, sem ég mundi eiga mjög bágt með að hlæja ekki að. En því fór þó svo fjarri, að hann hefði þau áhrif á mig, er ég sá hann, að ég fékk ósjálfrátt lotningu fyrir manninum. Hann og faðir minn vóru lengi að tala saman, töluðu þeir af mikilli alvöru, og sá ég að faðir minn sýndi honum mikla virð- ing, og mun það hafa haft áhrif á mig, ásamt svip og yfirliti séra Hjálmars, sem var einkennilegt mjög. Ekkert man ég eft- ir, um hvað þeir töluðu, hefi og ef til vill ekki borið mikið skyn á það. (Meira). J. P. T. Brydes verzlun selr gegn peningaborgun út í hönd lma- West Hartley Ofnkol á 3,40 pr. skpd., ef minst 20 skpd. eru tekin í einu. NB. Þetta tilboð gildir að eins til septemberloka. Verzlimin í Kirkjustræti ÍO tekr fé til slátrunar eins og að undanförnu og borg- ar það í peningum og vörum með lœgsta verði, ef óskað er. Menn sem koma með sauðfé til bæjarins, eru beðnir að snúa sér þangað, áðr en þeir semja við aðra, því það mun borga sig. Port fyrir fé lánast, hvort sem féð verðr keypt eða ekki. Fljót afgreiðsla fyrir hvern sem verzlar. Royal Daylight steinolía fæst hvergi eins ódýr gegn peningaborgun, eins og í verzlun J. P. T. Bryde, Reykjavík. ^Brúkuö íslenzk frímerki eru keypt á afgreiðslustofu Fjallkonunnar. Til leigu óskast 1. septbr. 2 rúmgóð herbergi með eld- húsi og nokkru geymsluplássi. Eitstj. visar á. Eitt herbergi með húsbúnaði, í austanverðum bænum, óskast til leigu nú þegar. Afgrst. Fjallk. vísar á. í kringum Þjórsárbrúar-vígsluna kom morstrútóttr hundr að Selfossi og er hann þar enn. Hver sem á hund þenna, geri svo vel að hirða hann hið fyrsta, þvi ella verðr honum fargað. Símon Jónsson, Selfossi. Kensla í yfirsetukvennafræði byrjar fyrstu dagana af októbermánuði næstkomandi. J. Jónassen. Víravirkis sjalprjónn úr siifri er fundinn á götu Rit- Btjóri vísar á finnanda. í verzlun Magnúsar Einarssonar úrsmiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margs konar vandaðar vörur með mjög góðu verði rvi rð bdO C3 ~T o CC5 03 CS CS 09 Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. J. Jónassen, sem einnig gefr allar nauðsynlegar upplýsingar um lífs- ábyrgð. Útgefandi: Vald. Asmundarson. Félagsprentsmiftjan.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.