Fjallkonan


Fjallkonan - 28.09.1895, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 28.09.1895, Blaðsíða 4
160 F JALLKONAN. XII 39 haldnir. AuðviUð verðr þetta að gerast með sam- þykki jarðeiganda. Kvennabrekku, í septbr. 1895. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Holdsveikislæknirinn, dr. Ehlers, er ferðaðist hér um land í rannsóknum sínum, fór heimleiðis með (Thyra’af Hósa- vík 8. þ. m. Pór hann fyrst úr Reykjavík um 25. júlí austur í Árness- og Rangárvallasýslu og þaðan um Kalmannstungu norðr í Húnavatnssýslu. Dvaldi hann lengst við Eyjafjörð og fór vest- an megin fjarðarins út í Svarfaðardal og Ólafsfjörð, enn að aust- anverðn út í Höfðahverfi og alt að Hringsdal á Látraströnd, þaðan um Fnjóskadal og Ljósavatnsskarð norðr að Mývatni, og svo til Húsavíkr. í för með honum vóru læknarnir: dr. Gross- mann frá Liverpool (augnalæknir), dr. Cahnhein frá Dresden og | Eichmiiller frá París. Tveir hinna fyrtöldu fóru ekki lengra enn á Akreyri, komu þaðan landveg hingað suðr, og fóru héðau með ,Laura’ 23. f. m. Ekki kvað hafa borið á öðru enn að þeim dr. Ehlers og félögum hans hafi verið vel tekið í för þeirra. Um rannsóknir sínar hefir dr. Ehlers sent Fjallkonunni svo- látandi skýrslu : (Við rannsóknarferð mina í sumar hefir fengizt vitneskja um 16 nýja holdsveika sjúklinga alls, og skiftast þeir þannig niðr á hin sérstöku héruð: Sýslur. Hniklótta tegundin. Slétta tegund. Sam- bland. Alls. Karlmenn. Kvennmenn Karlmenn. ð a 5 i 3 3 © >• fcd Karlmenn. | i jKvennmenn Reykjavik i n n 51 n 1 Árnessýsla i 1 i 1 4 Borgarfjarðarsvsla 3 n n 51 51 n 3 Rangárvallasýsla n í n 2 „ 51 3 Húnavatnssýsla í n >5 51 n 1 Eyjafjarðarsýsla i n V 51 1 n 2 Þingeyjarsýsla n n 1 1 n n 2 16 Ég hefi að þessn sinni að eins rannsakað Árness- Rangár- valla, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur. í skýrslum þessum hafa látizt síðen i fyrra þessir sjúklingar: í Rangárvallasýslu 2, i Eyjafjarðarsýslu 2, og 1 Þingeyjarsýslu 2. Rannsóknir mínar i ár hafa styrkt þá ætlun mína, að það mundi koma í ljós, er sjúklingarnir væru skoðaðir á heimilum þeirra, að þar séu sjúklingar, sem eru sýktir og þjást af veik- inni, án þess að vita það sjálfir. Nánari skýrslu um þetta mnn ég gefa í Spítalatíðindunum, þá er ég kem aftr til Hafnar’. Gufubátrinn Elín strandaði á Straumfirði 21. sept í stynnings útsynningi; brotnaði gat á skipið og er talið víst að ekki verði gert við það framar. Eins og margoft hefir verið bent á í þessu blaði, var bátr þessi ekki fær til ferða hér um Faxaflóa, ef nokkuð var að veðri, og því síðr að hann væri hæfr til lengri ferða, enda lá við sjálft að sögn, að hann færist í Eyrarbakka-flóa í sumar. — Vonandi er að betra skip verði valið til ferðanna hér um flóann næsta ár. Dáinn 25. ág. séra Jón Bjarnason Thorarensen (amtmanns) í Stórholti í Saurbæ. 18. ág. lézt að Auðkúlu í Svínadal frú Þorbjörg Halldórsdóttir (Sigurðssonar stúdents og Hildar Ei- riksdóttur, systur kand. theol. Magnúsar Eiríkssonar) kona séra Stefáns M. Jónssonar Auðkúlu. Háu verði kaupir undirskrifaðr gamalt silfr, svo sem: silfrbelti, hnappa, bikara, könnur, mill- ur o. fl.; gamla útskorna muni úr tré, svo sem: ót- skorna aska, rómft'alir, kassa, smástokkka, kefli o. fl. Ennfremr ýmsa gamla muni úr kopar og eir. Öll íslenzk frímerki kaupir sami fyrir hæsta verð. Reykjavík, Austrstræti 5. __________________Ólafr Sveinsson._______________________ Utanáskrift til Jðns ritstjóra Ólafssonar er nú: Jón Ólafsson Esq. .Skandinaven’, Editorial Rooms, 183—187 N. Peoria Str. Chicago, Ills. Piano-Magazin Skandinavien, 30 Kongens Nytorv 30, Kjöbenhavn. Stærsta verksmiðja í Danmörku. Langódýrasta verð; alt selt með 5°/0 afslætti gegn peningum eða gegn afborgun eftir samkomu lagi. Verksmiðja og nægar birgðir af Orgel-Harmonium. Dráttstöfuð verðskrá send ókeypis. Vottorð. Ég uudirskrifuð hefi i mörg ár verið sjúk af taugaveiklun, og hefi þjáðst bæði á sál og líkama. Eftir margar árangrslausar læknatilraun- ir, reyndi ég fyrir 2 árum (Kína- lífs-elixír’ frá hr. Waldemar Peter- sen í Frederikshavn, og þá er ég hafði i neytt úr fjórum flöskum varð ég undir eins miklu hressari. Enn þá hafði ég ekki föng á, að kaupa meira. Nú er sjúkleikinn aftr að áger- ast, og má sjá af því, að batinn var hinum ágæta bitter að þakka. Litlu-Háeyri, 16. jan. 1895. Quðrún Símonardóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- [ um kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaup- endr beðnir að líta vel eftir því, að i VFP standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskun.iðanum: Kín- verji með glas í hendi, og firma- nafnið Valdemar Petersen, Frede- rikshavn, Danmark. í vcrzlun Magnósar Einarssonar úrsmiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margs konar vandaðar vörur með mjög góðu verði Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. J. Jónassen, sem einnig gefr allar nauðsynlegar upplýsingar um lífs ábyrgð. Allir, sem skulda mér eru vinsamlega beðnir að borga það í peningum í haust. Seyðisfirði 14. sept. 1895. M. Einarsson. Útgefandi: Tald. Ásmundarsou. Félagsprentsmlðjan

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.