Fjallkonan


Fjallkonan - 08.10.1895, Side 2

Fjallkonan - 08.10.1895, Side 2
166 FJALLKONAN. xn 41 gert, enn ekki ætlast ég til að virðingamenn hefðu neina aukaborgun fyrir að yflrlíta skipin á vorin, heldr skyldi það innifalið í aðalskoðuninni. í sambandi við þetta þá, skal ég leyfa mér að geta þess, að mér finst það næsta óviðfeldið, að fé- lagsmenn sjálfir séu virðingamenn skipanna. Eðli- legra sýnist það vera, að kjósa virðingamennina al- veg fyrir utau félagið, einkum og sér í lagi þar sem vera mun vöi á alt eins færum mönnum til þess fyrir utan félagið. Að minsta kosti mundi ekki vandi að skipa í skarðið fyrir þann (væna’, sem enn ekki kvað vera búinn að borga ábyrgðargjald sitt, enda þótt 3. gr. félagsins ákveði, að gjaldið skuli greiða um leið og hver skipseigandi gangi í félagið. Ritað í sept 1895. B. Úr bréfi frá feröamanni. Næsta miklar sýnast mér framfarirnar í Borgar- firðinum bæði að húsabyggingum, jarðabótum og vega- gerð síðan fyrir sjö árum, að ég fór um sveitirnar í kringum Hvítá. Ég hefi farið tvær langferðir í sumar, aðra út í Ólafsvík og hina til Reykjavikr, og virðist mér næsta ólíkt umhorfs í sveitum þeim, er ég fór yfir í hvort skiftið. Syðra alt í framför og á blómavegi, enn fyrir vestan alt í eymd og niðrlæg- ingu, þar sem alt ber vott um skort á manndáð og mannrænu. Annars held ég að fé landsins væri eigi illa varið til að kaupa nokkra duglega bændr úr öðrum héruðum til að setjast að í hverri sveit í kring um Jökul, svo sem þrjá í hverjum af þessum hreppum: Breiðuvík, Neshreppi innan Ennis, Neshreppi utan Ennis, Eyrarsveit og Staðarsveit; þá mundi margt fara að færast þar i lag, því landkostir eru á þess- um stöðum hinir beztu. Til skósmiða á íslandi. Ég hefi séð bæði í Pjallk. og ísaf., að skósmiðir í Eeykja. yík hafa hækkað í verði skófatnað, sem og líka er mjög eðlilegt, því leðr í útiöndum hefir hækkað afar mikið í verði uú i ár (100% °S þar yfir) og því er ekki við að búast, að skósmiðir geti selt fyrir sama verð og áðr. Enn það gegnir furðn, að nokk- rir af þeim sömu, sem hafa skrifað undir auglýsingu þessa, eru jafnharðan að auglýsa til sölu mjög ódýran útlendan skófatnað sem helzt enginn skósmiðr ætti að hafa til útsölu. Það er svo að sjá, að þeir skósmiðir sem selja útlendan skófatnað hafi ekki mikla hugsun um framtíð atvinnu sinnar, heldr finst hugsunin vera að eins nm augnabliks hag. Setjum nú svo, að allir skósmiðir taki þetta sama fyrir, n.fl. að panta útlendan skófatnað, og selja hér, sem mjög er eðli- legt að verði, úr því kannske 2—3 gera það, og hafa ef til vill einhvern augnabliks hag. Enn ég vil spyrja þá góðu menn: Hvernig verðr þá skó- gerðahandverkið eftir 5—10 ár hér frá? Ég get vitanlega svarað mér sjálfr. Handiðn sú, er ég hér á við, verðr eftir nefndari tíma alls ekki til, því fólk kaupir þennan útlenda skófatnað, sem finst ódýrari í byrjun, enn er i sjálfu sér dýrari. Mér hefði fundizt það rétt af þeim skðsmið- um, sem hafa skrifað undir þessar auglýsingar, að hafa félags- skap með að selja engan útlendan skófatnað, heldr selja sem mest vandaðan innlendan sköfatnað, því það álít ég affarasælast bæði fyrir kaupanda ogseljanda, að ógleymdu handverkiuu sjálfu, sem þá mundi geta haldizt við, enn með þessari vitlausu aðferð hlýtr að liða undir lok eftir f'á ár. Enginn efi er á því, að fari þessu fram, ris fljótlega upp ein- hver maðr í Reykjavík, sem eingöngu verzlar með útlendan skó- fatnað og selr hann svo ódýrt, að allir skósmiðir verða að leggja niðr iðn sína. Það er margt talað og ritað um það, að sem mest sé unnið í landinu sjálfu, sem er líka mjög áriðandi, enn það lítr ekki út fyrir að þið, skósmiðir, sem seljið hinn útlenda skófatnað, séuð á þeirri skoðun. Ég vil nú að endingu alvarlega ráða ykkr, skósmiðir, sem seljið útlenda skófatnaðinn, til að hætta því algerlega, enn selja hér unninn skófatnað, svo ódýrt og svo vel vandaðan í alla staði sem kostr er á. Það mun borga sig bæði í bráðina og einkum fyrir fram- tíðina. Ráðhollr. Lífið í Georgíu. (Eftir Senri Cantell). (Frh.J. Áðr enn Daria var gift Dimitri, hafði hún felt ástarhug til ungs manns frá Armeníu, sem hét Yamiran, og hafði hann fengið uppeldi sitt á Frakk- landi. Hún hafði grátið, þegar hún var gefin saman við Dimitri, og þótt hún væri manni sínum trú, þá gat hún samt ekki gleymt þeim manni, sem hún var búin að gefa hjarta sitt. Bakmælgin Iét þetta ekki liggja í þagnargildi, og Dimitri fekk líka nokkurn pata af því; æsti það í honum æðandi afbrýðissemi; samt bældi hann hana niðr og lét ekki á bera. Enn alt frá þeim tíma hat- aði hanu Daríu og fór aftr að slá sér lausurn í skemt- anir þær er hann hafði gefið sig við í æsku sinni. Furstafrúiu átti nú leiðinlega daga og gekk timi hennar mest í gráti, eða að lýsa sorg sinni fyrir Salóme, sem var fóstrsystir hennar, eða þá hún lék við dóttur sína, sem lá í vöggunní. Salóme var fríð og fyrir skart, og með því Vamírau gaf henni gjafir, þá örvaði hún ástríðu furstafrúarinnar í stað þess að þagga haua niðr. Hún kom bréfum milli elskendanna, Daríu og Vamirans. Einu sinni fann Dimitri georgiskar dans- vísur í herbergi konu sinnar. Þær höfðu gleymzt í legubekk. Þá brá fyrir í huga hans voðalegum mis- grun. ,Þau skrifast á, þau elskast’, tautaði hann styn- jandi með sjálfum sér. Hann þekti ekki hönd Vamírans hins armenska, enn hann varð fljótt vís hins sanna. Hann skundaði til póstmeistarans, sem var Rússi, fékk honum fimtíu rúblur, og sagði: (Lítið þér á þetta blað; þegar þér fáið bréf með sömu hendi, þá færið mér bæði blaðið og bréfið. Þá skuíuð þér fá 50 rúblur í viðbót.’ Með þessu móti fékk hann fulla víssu um sam- drátt Daríu og Vamírans. Annars kom Armeníumaðr- inn ekki í hús hans. Georgíumenn hata Armeninga yfir höfuð af öilu hjarta, enda eru Armeningar al- ment hataðir í Austrlöudum fyrir fláræði, ágirnd og lubbaskap. Georgíumenn segja: (Það þarf sjö Gyð- inga til að pretta einn Armening’. Nú er Dimitri hafði fengið það sem hann þurfti, þá gekk hann hamslaus af reiði og afbrýði inn í her- bergi kouu sinnar, þar sem hún lá á þykkum ábreið- um í liinum heitu geislum júnisólarinnar. (Þekkirðu þessa hönd?’ spurði hann titrandi og greip í handlegg hennar. (Nei’, svaraði Daría. (Þekkirðu þá þessa?’ hélt hann áfram og braut

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.