Fjallkonan - 13.11.1895, Side 1
Kemr út nm miðja yikn.
Árg. 8'Tcr. (erlendis 4 kr.).
Anglýsingar mjögódýrar.
FJÁLLKONAN.
GJalddagi 15. júli. Upp-
sögn Bkriíleg fyrir 1. okt.
Afgr.: Þingholtsstrœti 18.
XII, 46.
Reykjavík, 13. nóvember.
1898.
Því heflr verið hreyft í blöðunum, að hér á landi
ætti að gefa út blað, sem eingöngu ræddi um bún-
aðarmál (séra Jóhannes L. L. Jóhannsson í 25. tbl.
Þjóðólfs þ. á.) og hefir Fjallk. einnig verið send grein
í sömu átt.
Ég fæ ekki skilið, að þörf sé á slíku blaði eða
nokkur líkindi séu til að það mundi svara kostnaði.
Búnaðarrit þeirra Hermanns Jónassonar og Sæm.
Eyjólfssonar mun heldr ekki svara kostnaði og naum-
ast geta staðizt, ef Búnaðarfélag Suðramtsins styrkti
það ekki. Nú mætti ef til vill gera ráð fyrir, að
búnaðarblað fengi fleiri kaupendr enn Búnaðarritið,
enn þá er þess að gæta, að margfalt meiri vanskil
eru á andvirði blaðanna, enn á borgun bóka og tíma-
rita, sem venjulega eru borgnð við móttöku. Það
þarf heldr ekki að gera ráð fyrir, að kaupendr að
slíku búnaðarblaði yrðu jafnmargir og kaupendr hinna
fjölkeyptari blaða, og þar með er víst, að ekki yrði
hægt að gefa það út nema með styrk úr landssjóði.
Menn vilja hafa sem fjölbreyttast efni í blöðunum,
og blöð eða tímarit, sem eingöngu ræða einstakleg
efni, geta ekki þrifizt meðal jafnfámennrar þjóðar
sem íslendingar eru, enda hafa öll þess konar tíma-
rit dáið hér út bráðlega (Kirkjutíðindin, Tímarit um
uppeldi og mentamál o. fl.).
Margir munu hafa glæsilegar ímyndanir um það,
að það sé ábatavænlegt að gefa út þau blöðin hér í
landi, sem hafa um 2000 kaupendr, enn þeir hinir
sömu hafa víst hvorki ljósar hugmyndir um það,
hvað það kostar, að gefa út blöð, né hitt, hve mikil
vanskil verða á borgun blaðanna. Útgáfa hvers tbl.
af Fjallk. eða Þjóðólfi kostar 60—70 kr., án þess
nokkuð sé reiknað i ritlaun og ritstjórnarlaun. — Út-
sendingarkostnaðrinn einn á Fjallk. og Kvennablað-
inu er yfir 1000 kr. — Með því að útgáfu og út-
sendingarkostnaðrinn á blöðunum er svona mikill,
geta þau ekki staðizt, nema með tiltölulega miklum
kaupendafjölda eða miklum auglýsingum. — Mörg
útlend blöð hafa ekki fleiri kaupendr enn íslenzku
blöðin, enn þrífast þó betr og eru miklu stærri, enn
það er einmitt vegna auglýsingafjöldans.
Þá þykir sumum það og vandalítið verk að gefa
út blöð; hver strákr, sem eitthvað getr blaðrað um
pólitík, þykist jafnvel hafa betr vit á blaðstjórn enn
blaðamennirnir sjálfir. Enn getr nokkur vænzt þess,
að blöðin geti orðið öllum lesendum að skapi, sem
skifta mörgum þúsundum, og sinn er við hverja heimsk-
una bundinn? — Auðvitað er ritfærum mönnum vel-
komið að koma hugsunum sínum á prent í blöðun-
um, og ættu þau með því móti að líkindum að verða
fjölskrúðugri og gagnlegri; væri það eflaust sæmra
fyrir þá sem mestar vansmíðar sjá á þeim, heldr enn
að geyma ljós sitt undir mæliaski og vera sjálfir
hugsunarlausir og afskiftalausir um alt, enn láta rit-
stjórana hugsa og rita fyrir sig.
Nú að undanförnu hefir orðið mjög tíðrætt hér
í bænum um Sáluhjálparherinn (eða Hjálpræðisherinn),
sem heldr iðulega samkomur á kveldin fyrir fólkið.
— Áheyrendrnir haf'a að sögn stundum verið fremr
óstýrilátir, og nú fyrir skömmu lenti þar í ryskingum,
svo að lögreglan varð að koma til sögunnar og mun
þó hafa lítið dugað. Nú hefir fólki verið bannað að
safnast saman fyrir utan húsið, þegar jierinn’ heldr
fundi, að viðlögðum sektum.
Hvað sem menn segja um kynlega kenningar-
aðferð og seremoníur Sáluhjálparhersins, þá verðr því
ekki neitað, að þetta félag hefir gert stórmikið gagn
víða erlendis. Þarf ekki lengra að fara enn til Kaup-
mannahafnar; þar hefir ,herinn’ komið á fót nytsöm-
um stofnunum til að veita fátæklingum atvinnu, ala
upp fátæk börn og gera úrkast lýðsins að siðuðum
mönnum. Þó kveðr auðvitað enn meira að starfsemi
hersins í fjölmennustu borgunum í Englandi og Ame-
ríku.
Þegar 4herinn’ nær að festa hér fætr, má því
telja víst, að hann geri hér einnig eitthvað fyrir fá-
tæklingana, og mun því vera hyggilegast að láta hann
óáreittan, enda mun hann ekki stökkva úr landi þótt
hann mæti mótspyrnu, heldr sækja því fastara fram
enn áðr.
Með því að bráðapestin í fénu er nú farin að
gera vart við sig hér og hvar, eins og vant er fram-
an af vetri, er þörf á að brýna fyrir almenningi, að
vanda alla meðferð fjárins eftir föngum, og eru marg-
ar góðar bendingar um það í ýmsum blöðum og rit-
um. Það er ekki ólíklegt, að bráðapestin sé einkum
skæðari á Suðrlandi og Yestrlandi enn nyrðra og
eystra fyrir þá sök, að fjárhúsin eru víða lakari fyrir
sunnan og vestan. — Af ónógu og rakafullu lofti í
fénaðarhúsunum kemr meðal annars lungnaveiki, sem
er mjög almenn á fénaði. Yíða mun og misbrestr á,
að fénu sé gefið nægilegt salt og drykkjarvatn, sem
hvorttveggja hefir mikla þýðingu fyrir heilsu fénaðar-
ins. — í Noregi hefir það þótt reynast vel til að
varna lungnaveiki og jafnvel bráðapest, að gefa fé,
fyrst er það er tekið í hús, í 3—4 morgna deig, sem
blandið er salti og tjöru, og að tjarga jötuna. Slík
ráð munu þó hafa lítið að þýða, ef hirðing fénaðar-
ins er mjög ábótavant.
Eigi að síðr má ætla að bændr reyni öll þau
ráð, sem talið er að hafi komið að liði gegn lungna-
veiki eða bráðapest í fé. — Lungnaveikinni hefir ver-
ið veitt of lítil eftirtekt. Það er ekki ólíklegt, að
berklaveikin (tuberkulose) útbreiðist hér í fénaðinum
eins og i öðrum löndum, og sé svo, verðr hættan
margfalt meiri, að sýki þessi magnist manna á milli.
Bólusetninga ráðið gegn bráðapestinni er lítið
reynt hér, enn þó svo mikið, að það er ekki með