Fjallkonan - 01.01.1896, Qupperneq 1
GJalddagl 15. jdll. Upp-
sögn skrifleg fyrlr 1. okt.
Afgr.: Þlngholtsstrœtl 18.
Kemr flt um mifija viku.
Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.).
Auglýsingar mjögódýrar.
FJALLKONAN.
XIII, 1. Reykjavík. 1. janúar. 1896.
Jggdrasill—Óðins hestr’.
Ný skýring hinnar fornu hugmyndar eftir Eirík
Magnússon bókavörð í Cambridge. Yerð: 1 kr. Fæst
hjá kaupmanni Ben. S. Þórarinssyni Reykjavík.
Uppeldisstoftiun munaðarleysingja.
Fjallk. hefir verið send grein sú er hér fer á
eftir, um að koma á fót uppeldisstofnun fyrir mun-
aðarlaus börn.
,Sýn mér trú þína
af verkum þinum’.
Margir hér á landi munu hafa heyrt getið um
uppeldisstofnanir, enn fáir munu þar á móti þekkja
gagn það sem slíkar stofnanir vinna. Ætla ég því, hr.
ritstjóri, að leyfa mér að biðja yðr, að gera svo vel
og ijá þessum línum rúm í yðar heiðraða blaði.
Uppeldisstofnan er, eins og sjáift nafnið bendir á,
sú stofnun, sem tekst á hendr að taka að sér skyldur
þær sem á foreldrunum hvila, að því er uppeldi og
góða fræðslu barnanna snertir, og sleppir ekki hend-
inni af börnunum fyr enn þau eru orðin þess um-
komin, að geta séð fyrir sér, auk þess, sem uppeldis-
stofuunin gerir meira fyrir þjóðfélagið enn for-
eldrarnir, því um leið og hún sér um uppeldi hinna
munaðarlausu og gerir þá að nýtum mönnum, þá létt-
ir stofnunin á gjaldendunum útgjöldum þeirra í þarfir
sveitarféiagsins. Hver gjaldandi hefir því í peninga-
legu tilliti stóran hagnað af slíkum stofnunum, og
ætti því þetta eitt, þótt ekki væri aðrar æðri hvatir
um að ræða, að vera nóg ástæða fyrir okkr íslend-
inga, að láta nú ekki fleiri árin Iíða svo, að vér ekk-
ert hugsum um að koma hér á stofn, þó ekki væri
annað enn vísir til einnar slíkrar nauðsynjastofnunar.
Hugsum okkr, t. d., hvort Reykjavík ekki myndi
vera nokkuð öðruvísi, enn nú er, ef t. d. einhver maðr
fyrir 100 árum hefði myndað hér lítinn sjóð
í þessum tilgangi. Mér er nær að halda, hefði
bvo verið, að menn nú hér í Reykjavík myndi varla
þekkja orðið ,aukaútsvar’.
Fyrirtæki þetta er stórt, og til þess þarf mikla
peninga, ef það á að geta gert nokkurt gagn, enn
þó er fyrirtæki þetta alls ekki stærra enn svo, að
Reykjavíkr-bæ ætti að vera það vorkunnarlaust með
prívat samskotum og tiistyrk góðra manna, að vera
búinn að koma þessari nauðsynja stofnun á hér
innan nokkurra ára, og þarf meira að segja
alls ekki að taka ýkja mikið nærri sér; að eins
verða borgarar bæjarins, jafnt æðri sem lægri, að Ieggja
á hylluna alla metorðagirnd og allan sérgæðingsskap
að því er mannvirðingar snertir, og láta alls ekkert
verka á sig misjafnar skoðanir manna i öðrum þeim
málum, sem alls ekkert snerta þetta málefni, hvort
heldr svo þessar ólíku skoðanir kunna að stafa frá
trúarmálum, eða öðru því sem engin áhrif á að
hafa á bróðurlega samvinnu í slíku máli sem þessu.
Til þess að geta unnið með trú og dygð að stofn-
un fyrirtækis þessa, þá þurfum við líka að vera lif-
andi sannfærðir um, að hér sé um velferðarmál að
ræða, sem vert sé að beita kröftum sínum fyrir, enn
til þess að sannfærast um þetta, þá ætla ég engum
að leita ráða til antiara enn sinnar eigin samvizku,
að því er þetta málefni snertir, og bið ég þá að at-
huga þá aðferð, sem sveitarfélögin viðhafa, þegar verið
er að hola niðr þeim börnum, sem eru komin upp á
náðir sveitarfélaganna. Blessuð sveitarfélögin okkar
hugsa sjaldan um annað, enn að taka þann staðinn
sem er ódýrastr.
Munum eftir því, ,að margar hendr vinna létt
verk’ og hinu, að ,sterkr og eindreginn vilji megnar
mikið’.
Um leið og ég nú leyfi mér að skora á alla góða
menn, að mynda öflugan félagsskap, til þess í verki
að koma hugsun þessari fram, þá heiti ég jafnframt
því, að skrifa sjálfan mig fyrir 50 kr. gjöf til upp-
eldisstofnunar munaðarlausra barna.
Ryik, 23. dos. 1895.
B. H. Bjarnason.
*
* *
Við þessa tillögu heiðr. höf. má hnýta beztu ósk-
um, enn hætt er við að mál þetta komizt ekki bráð-
lega í kring. Því hefir verið hreyft fyrri, enn enginn
hefir viljað gefa því gaum. — Líklega má þó treysta
því, að biskup og höfðingjar kirkjunnar hér verði
fremstir í flokki að styðja þetta mál, og ætti fram-
gangi þess þá að vera borgið.
(K ÁK’.
,Það er ég sannfærðr um, að betr hefði því fé
verið varið, sem gengið hefir til Möðruvallaskólans,
ef því hefði verið varið til hundaskóla’.
Þessum orðum mælti gamall bóndi og greindr,
fyrir stuttu, svo ég heyrði báðum eyrum. Það var
ekki lengra á milli okkar enn svo, að axarkjagg
myndi hafa tekið, eí það hefði verið handbært. — Þó
hafði hann látið son sinn ganga á Möðruvallaskólann;
enn hins vegar var hnndapestin nýlega gengin um
garð.
Líkar skoðanir og sú sem kemr fram í þessum
orðum eru algengar hér á landi; það er eins og marg-
ir menn hsfi haldið, að (realskólarnir’ hér á landi
myndi skila fóðrapeningi sínum fullum af mör lær-
dóms og menningar — eftir tvo vetr. Þessir menn
gleyma því, að lærðu skólarnir skila margri horgrind-
inni út á almenninginn eftir 6—10 ára innigjöf við
stallinn.
Jafnvel Fjallk., sera þó er ekki blá í barðið, hefir
leitazt við að leiða athygli lesenda sinna að realkenslu-
kákinu hér á landi, viljað að námstíminn yrði Iengdr
— jafnvel alt að 6 vetrum, ef ég man rétt, o. s. frv.;
enda væri það í sjálfu sér blessað og gott.