Fjallkonan


Fjallkonan - 01.01.1896, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 01.01.1896, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. XIII l nóv. hengdi sig maðr úti í fjárhúsi á Vatnshól í Húna- vatnssýslu Natan Rósantsson (Natanssonar þess er myrtr var). Sðlvi Helgason, sem lengi flakkaði um alt land, dó í vetr, hálfáttræðr. Mannalát. Hinn 18. f. m. andaðist séra Guðm. Eelgason á Bergstöðum í Svartárdal, eftir langa legu í lungnatæringu, á 33. aldrsári, fæddr á Svínavatni 18. júlí 1883, sonr Helga bónda þar Benediktssonar og Jóhönnu Steingrímsdóttur frá Brúsastöðum í Vatns- dal Pálssonar prests á Undirfeíli Bjarnasonar. Hann var útskrifaðr úr skóla 1886, og af prestaskólanum 1889, vígðr s. á. prestr að Bergsstöðum. Séra Guð- mundr var vel gáfaðr, liprmenni og fjörmaðr, enn var jafnan heilsutæpr. Hann var kvæntr og á börn á lífi. Hinn 23. þ. m. andaðist hér í bænum frú Rat- rín Þorvaldsdóttir, ekkja Jóns Árnasonar bókavarðar á 67 aldrsári. Hún var fædd í Hrappsey á Breiða- firði 3. apríl 1829, og bjuggu þar foreldrar hennar Þorvaldr Sigurðsson Sivertsen umboðsmaðr, bróðir Ólaf's próf. Sivertsen í Flatey og Ragnhildr dóttir Skúla Magnússonar kammerráðs á Skarði og Kristín- ar Bogadóttur í Hrappsey. Frú Katrín var fyr gift Lárusi próf. Sigmundssyni Johnsen í Skarðsþingum (f 1859), enn síðar giftist hún (1863) Jóni Árnasyni bókaverði og þjóðsagnasafnara, er andaðist 1888. Einka- son þeirra hjóna, Þorvaldr, dó í latínuskólanum 1883, mesti afnispiltr. Frú Katrín sál. var góð kona, gáf- uð og kjarkmikil og í fremstu merkiskvenna röð. Dáinn er og einn af hinum merkari bændum í Þingeyjarsýslu, Björn Gunnlaugsson í Skógum í Axar- firði. Hann varð bráðkvaddr. Hann var nær fimm- tugr að aldri, sonr Gunnlaugs bónda, er lengi bjó á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, Sigvaldasonar frá Hafra- fellstungu; er sú ætt austan af Jökuldal. Þeir langfeðgar vóru allir orðlagðir dugnaðar- og kjark- menn. Björn Grunniaugsson var mjög vel að sér og mikill hæfileikamaðr, með hinum efnaðri bændum þar nyrðra og drengr hinn bezti. Hann var kvæntr Arn- þrúði Jónsdóttur merkisbónda í Laxárdal í Þistilfirði og eru mörg börn þeirra. Algáðir hafa þeir naumast verið, stúdentarnir, sem bera hr. Einari B. vitni í síð. Fjallk. — þegar þeir hlýddu lestrin- um hjá honum 8. f. m.—Fjallk. heflr skilrika menn fyrir sig að hera. £>að verðr þvi að standa, sem í ötdrættinum stendr. FJALLKONAN- 1896. Þetta ár kemr Fjailk. út einu sinni í viku, eins og að undanförnu, og verðið verðr hið sama og áðr. Greinar um landsstjórnarmál og héraðsstjórnarmál verða ekki teknar í blaðíð framvegis, nema þær sé mjög stuttar. Ean þakkir kann blaðið fyrir gagnorðar greinar um búnað og önnur atvinnumál. Fyrir beztu ritgerðir um þau efni verða greidd ritlaun, eftir því sem höf. og útgefanda kemr saman nm. Af sögum og skemtun ýmsri mun blaðið flytja meira enn áðr og myndir af merkismönnum við og við. Sömuleiðis sem mest af nýjungum frá útlöndum, eins og venja hefir verið. Góðar vonir eru um að blaðið geti nú flutt tíðari og meiri fréttir bæði innlendar og útlendar, með því að samgöngurnar verða betri. Þar með er einnig vonandi, að greiðari skil verði á blaðinu til kaupenda, enn þeir mega heldr ekki bregðast að greiða andvirði þess, eins og áskilið er. Því eru þeir kaupendr út um land, sem fá að eins sent eitt eintaJc af blaðinu með pósti, beðnir að senda útgefanda sem fyrst andvirði árgangsins 1896. Verzlun G. Zoega & Co. Hér með tilkynnist heiðruðum almenningi, að frá næsta nýari skiftist verzlun sú, er við sameiginlega höfum rekið undanfarin ár, þannig, að hvor okkar verzlar fyrir sig og undir sínu eigin nafni, GK Zoéga í hinum gömlu verzlunarhúsum sínum, enn Th. Thor- steinsson í sínu húsi (Liverpool). Um leið og við þökkum viðskiftavinum okkar fyrir þá hylli og velvild, sem við sameiginlega höfum notið, vonum við hér eftir sem hingað til að njóta sama veivilja. Reykjavík, 27. desember 1895. (x. Zoöga. Tli. Thorsteinsson. Til þilskipaútgerðar fæst ait, svo sem: Kaðlar Færi Segldúkr Patent farfi, auk alls annars, sem til útgerðar heyrir, mjög ó- dýrt. Ódýrara eftir því sem meira er keypt. Sýnishorn af vörum til sýnis, og eru menn beðn- ir að gefa sig fram nógu snemma, svo ég í tíma geti séð hvað mikið ég þarf að panta nú með (Laura’ í marz. Th. Thorsteinsson. C. Zimsen hefir einkaútsölu fyrir ísland á Quibells Sheeps Dip & Cattle Wash. Igætt haðlyf á kindur og aðrar skepnur. Reglur fyrir brúkuninni verða prentaðar á íslenzku. Kensla yfirsetukvenna byrjar 1. marz. J. Jónassen. Pant anir. Eins og mörgum mua þegar vera orðið kunnugt, þá tekst ég á hendr að panta allskonar útliendar vör- ur, og fylgi ekki prinsípi hinna mörgu annara, sem fyrir vörupöntunum standa, að færa innkaupsverðið fram; enn læt í þess stað innkaupsreikningana fylgja hverri vörupöntun. Reynið fyrst á litlu, og sjáið til, hvort vörur þær sem þið pantið í gegnum mig, ekki verða töluvert ódýrari, eun þótt þið keyptuð þær í gegnum pöntunarféiög eða aðra, sem fást við pantanir. Beykjavík, 10. desemher 1895. ____________ ZO. XX. Bjarxiason. Forngripi allskonar, úr hvaða efni sem eru: smíðisgripi, gamla peninga, vefnað o. fl. kaupir útgef- andi Fjallhonunnar og selr ehhi út úr landinu. Útgefaudi: Tald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðj an.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.