Fjallkonan - 01.01.1896, Side 2
2
FJALLKONAN.
xm 1
Enn erum vér íslendingar þess umkomnir, að
draga framfaraveifuna nema í hálfa stöng í menta-
málum fremr enn í atvinnumálum t. a. m?
Ég held ekki.
Það má segja um alla framfaraviðleitni hér á
landi, að hún sé að eins ,kák’. Það má segja að em-
bsettismannaskólarnir hér á landi sé ,kák’, þegar þeir
eru bornir saman við samkyns skóla erlendis. Það
má segja, að fróðleikr hvers einasta manns sé ,kák’,
hversu fróðr sem hann er, þegar fræði hans eru bor-
in saman við þekkingu allra annara manna saman-
lagða. — Benedikt Gröndal er vafalaust hinn fjöl-
fróðasti íslendingr, sem nppi er — og verið hefir —
enn smávaxinn myndi þó fróðleikr hans sýnast, ef
hann væri borinn saman við fræði alls mannkynsíns.
Slíkt dæmi sem þetta verðr að vísu ekki reiknað
með tölum á spjaldi, enn það má reikna það með lík-
ingum i huganum.
Það má stinga árinni ennþá dýpra. Er ekki
sjálft lífið ,kák’ með öllum sínum blóðþorsta, vígtönn-
um og hræklóm?
Annars ætlaði ég ekki að leggja af stað í vís-
indalega eða heimspekislega langferð, enda hefi ég
hvorki nesti eða skó í þá för. Ég vildi þó benda
náunganum á, að mentun manna og fróðleikr fer ekki
einungis eftir því, hve Iengi þeir hafa dvalið á skól-
um. Skyldi t. d. ritstjóri Fjallk. vilja skifta fróðleik
við suma sexvetlinga latínuskólans — svo ég velji
þó ekki af lakari endanum?
Mér kemr ekki í hug, að halda því fram, að al-
þýðuskólarnir hér á landi sé eins fulíkomnir og æski-
legt væri. Þó eru þeir allir spor í áttina. Mér finst
að vér íslendingar megum þakka hamingjunni fyrir,
ef oss tekst að stíga, þó ekki sé nema fáein spor í
áttina. G. F.
Borgaralegt hjónaband.
Þegar Jón biðr Guðrúnar sér til eiginkonu, þá
tekr hann hana ekki framyfir Sigríði fyrir þá sök,
að hún sé guðhræddari, eða líklegri til þess að gera
hann sáluhólpinn. Jón er ekki svo ákaflega mikið
að hugsa um það, þann timann, sem hann er safna
yfirskegginu. Guðrún er sem sé laglegri, loðnari um
lófana og af betra fólki! Með öðrum orðum: hún
þóknast augum hans betr, eða hinum veraldlega
manni, hinum gamla Adam, og svo búmannsefninu í
honum, sem ætlar sér að lifa á jörðinni og yrhja
jörðina, hvað sem hinu líðr, svo lengi sem framast er
unnt.
Hvað sannar svo þetta?
Þetta sannar það, að hjúskaprinn er einn af Iand-
setum höfðingja þessa heims, og að hann hvilir eins
áreiðanlega á jörðinni, eins og Babelsturninn og reyk-
háfrinn, og hver önnur bygging, sem af höndum er
ger. Þær eiga allar sama markið: þrírifað í þrí-
stýft hægra, og þrettán rifur ofan í hvatt vinstra, og
allar verða þær að taka stakkaskiftum, ef þær eiga
að vara, annars sópar stormvindr byltinganna þeim
niðr fyrir ætternisstapa, fyr eða síðar. — Það er
jafn örðugt að neita þessu með rökum, eins og að
flétta reipi úr sandinum.
(Hvað herrann saman hefir tengt | húsgangarn-
ir slíta’, sagði Siggi gamli Breiðfjörð. Það heitir svo
í orðabók eiuni, að Guð tengi sarnan hjónin. Þó er
það kunnugt, að margr strákhvolprinn hefir nagað
sundr tengslið og ekki orðið meira fyrir, en að gleypa
í sig vætuspón. Er það í raun og sannleika kyn-
legt, þótt tvær grimur renni á heilbrigða skynsemi,
þegar þetta tvent er borið saman?
Það er lika kynleg mótsögn, að fela hinum skrift-
lærða að binda saman hjón að lögum, enn tollheimtu-
manninum hitt: að bregða skálminni á haftið. Þó
má vera, að þetta atriði hafi ekki mikla þýðingu í
angum manna hér á landi, þar sem þjónar ríkisins
og kirkjunnar ganga hverir í annara brókum á víxl,
og stundum í harla sundrleitum erindagerðum. Skyldi
það vera bekla Gunnars helmiugs, sem félagsheildin
okkar gengr í?
Lög um, að þjóðkirkjumönnum sé leyfilegt að
ganga í borgaralegt hjónaband, hafa nokkrum sinnum
verið borið upp á þingi, enn jafnan mætt mikilli mót-
spyruu. Það er að segja: mörg atkvæði hafa jafnan
verið á móti málinu, og er það nóg til þess, að fella
hvert mál sem er — þótt engar ástæður af viti sé á
takteinum. — Það var víst á þinginu ’93, sem herra
biskupinn spratt upp og kvaðst „þora að neita því“,
að Luther myndi liafa verið rnáli þessu hlyntur .. .
Þessi neitun mun hafa átt að sauna það, að hugmynd-
in væri óaiandi og óferjandi hinni kristilegu kirkju.
Skyldi annars nokkurt smáskamtaglas eða hænu-
höfuð-kúpa í landinu vera hæfilega lítið fyrir sííkar
röksemdir og aðrar eins ? — Það var Halli hinn vitri,
sem sá það og sagði, að ’prestarnir mættu sjálfir verða
fegnastir“, að sleppa við að vígja þá menn í hjóna-
band, sem ekki vilja þiggja af þeim slíka þjónustu. —
Heiðr þeim, sem heiðr heyrir, þótt hann hafi prests-
hempu efsta fata i stað dómaraskikkju, sem farið
hefði betr. — Annars munu fáir menn hér á landi
svo fráhverfir orðnir kirkjunni og prestunum, að þeir
hafi nokkuð á móti því, að þeir gefi sig í hjónaband —
einungis ef hjónabandsformúlan er rifin úr görmun-
um og færð í snotrari búning; hjúskaparieiðin, sem
gegnum liggr skrifstofu sýslumannsins, er sem sé
heldr enn ekki krókótt og þröng.
Þar sem hjúskaprinn hvílir á jörðunni, enn
alls ekki á neinni trúarlegri hugsjón, ættu siðvöflur
kirkjunnar að gerast útlægar úr ríki hans. Það þarf
ekki skarpa greind eða nákvæma eftirtekt- til þess
að sannfærast um, að siðvöflur — seremoniur — kirkj-
unnar hafa alls enga þýðingu fyrir farsæld hjúskap-
arins. Ég efast ekki um, að hinir vitrari prestar sé
mér samdóma í þessu. tSIaki’ kirkjan ekki á þess-
ari (kló’, þá munu þeir sanna til, sem lifa þegar ég
er dauðr, að hún missir margan góðan háseta fyrir
þráann og heimskuna.
Og þegar þið svo eruð komnir úr skiprúminu,
drengir góðir! þá flettið upp sögunni af Adam og
Evu, og lesið um giftingu þessara heiðrshjóna, sem
voru hvort öðru trú eins og hrafnahjón. Kynnið yðr
aðferð Skota, hvernig þeir hafa sig í hjónasængina: