Fjallkonan - 01.01.1896, Qupperneq 3
1. janúar 1896.
FJALLKONAN.
3
enginn sýslumaðr, enginn prestr, engin meinsæri,
engin ósannindi. — einungis frjáls vilji og máske
vottar. Hafið það eins. G.
Þingeyskt bréf.
S.-Þs. 21. nóv. 1895. Að kveldi 1. okt. síðastl.
gerði kér norð-austanbyl með krapahríð. Daginn eft-
ir — fimtud. — var norð-austan stórhríð með miklu
veðri, enn þó ratandi, og um nóttina gekk hann í
norð-vestrið með svo miklu veðri, að alt ætlaði um
koll að keyra, og stóð það fram föstudaginn með svo
miklu myrkri, að varla sá skreflengd. Svo var veðr-
ið mikið, að mestu vandræði vóru að halda niðri hey-
um, grasgróin þök reif af húsum, aukheldr annað það,
sem lauslegra var, og baðstofurnar nötruðu eins og
í jarðskjálfta. Þessu fylgdi stórbrim, svo mikið, að
meira hefir aldrei komið í manna minnum, og sumir
segja aldrei þvílikt. Fjárskaðar urðu miklir á nokkr-
um bæjum í Köldukinn; sumt féð hrakti í Skjálfanda-
fljót, sumt fennti og sumu sló veðrið niður á bersvæði
og lá þannig upp í loft, þegar að var komið. Margir
kröfsuðu saman kviaærnar, áðr enn gekk í það versta,
og hýstu, og urðu því fjárskað&rnir minni, enn ella
myndi orðið hafa. Ám er sem sé hættara við að
fenna enn yngra fé. Þær þekkja betr skjólið og leita
í það. Það vilti marga, að barometrar stóðu fremr
hátt þar til á miðvikudagskveldið, og lögðu því miona
kapp á að leita fjársins, enn þeir myndu hafa gert
að öðrum kosti, og heldr enn þeir menn gerðu, sem
einungis höfðu augun að fara eftir og drauma sína.
Bátar skemdust umhverfis allan Skjálfanda og nokkur
för brotnuðu í spón. Fyrri hluta dagsins 2. okt. var
gott veðr, enn ógurlegr klakabakki til hafsins; bólstr-
arnir gnæfðu við háa himin, gulmórauðir. Eg hefi
aldrei séð ljótari bakka á æfi minni. Ég verð vist
aldrei svo drukkinn af munaði veraldarinnar, að ég
gleymi nóttinni milli 2. og 3. okt. 1895.
,Flæðarmúsarbylrinn’ — ,Októberbylrinn’, 12. okt.
1869, hefir verið talinn af nokkrum mönnum hið
mesta stórhríðartröll á haustdegi, sem þeir myndu.
Þá urðu voðalegir fjárskaðar hérísýslu; sumir bændr
misstu jafnvel alt fé sitt, enda kom þá enn meira
stórfenni enn í þessum byl. Þá var og hið mesta
hafrót, sem komið hafði þá um langan aldr. Það er
álit margra manna, að þessi bylr sé honum líkr, snjó-
fallið að vísu minna, enn brimið aftur á móti meira.
Einhver óþekkileg veiki hefir verið að atinga sér
niðr hér um slóðir hin síðustu missiri. Læknarnir
kalla hana illkynjaða Influenzu, enn gamalt fólk
segir það sé (slímveikin’ á vægu stigi. Ég held hvor-
ugir hafi rétt — og þó báðir. Ég gæti bezt trúað,
að veiki þessi væri bastarðr af báðum hinum fyr-
nefndu pestum. Bakteríur þeirra hafa fundizt á förn-
um vegi og æxlað af sér þaonan óskapnað. — Segi
þeir til sem betur vita.
Útgefendr íslenzkra bóka hyggja víst, að hér sé
lítið keypt af hinum betri bókum. T. d. kom hingað
svo lítið af prédikunum séra Páls og kvæðabókum
Sig. Breiðfjörðs og öríms Thomsens, að þær voru
gengnar út gersamlega áðr enn margr maðr vissi
einusinni að þær væru komnar. Aftr á móti er bók-
hlaðan full af ýmsum léttmetisbókum. Fyrst ég minn-
ist á bækr, verð ég að láta ánægju mína í Ijós yfir
því, að (Nal og Damajanti’ hefir birzt. — Steingrímr
ætti að kenna Matthíasi að skrifa íslenzlcan styl. Ég
býst ekki við að (þjóðskáldið’ vilji nema af yngri
mönnum miklu enn hann sjálfr er.
Meðal annara orða: Hryggilegt er til þess að
vita, að hann Einar skyldi þurfa að verða fótaskör
í landráða-spólu-rokknum hans Axla-Bjarnar.
Illr kurr er í mönnum yfir tillögum ísafoldar
í landsmálum, einkum þó í fjárlagamálinu, telja hana
sem kattuglu í eðli með Loka-ráð undir hverju rifi.
Hér á árunum greiddi einn hinna konungkjörnu at-
kvæði móti fjárlögunum. Þá varð ísafold úthverf,
sagði, að í slíku athæfi lægi ekkert annað enn það,
að þingmaðrinn vildi fá bráðabyrgðar fjárlög, og taldi
hún það hið mesta ódæði. Nú vill hún endilega fá
bráðabyrgðarfjárlög! Tvennir verða tímarnir. Þetta
heitir á sveitamáli, að hrœkja framan í sjálfan sig.
Strandasýslu (norðanv.) í nóv.: fleyfengr varð í gððu
meðallagi; góð-/?s7a lijá ]ieim sem síld hbfðu og er ]>að í fyrsta
sinni hér að hún heíir veiðst að haustinu. — Yonandi að menn
reyni að sinna þeirri veiði framvegis’.
Skaftafellssýslu (Mýrdal) 7. des.: fTíftarfar það sem af er
þessum vetri hefir mátt heita ágætt, enn síðan viku af jólafóstu
lagði hann á með mikilli snjókomu og byljum, svojallr fénaðr er
á fasta gjöf. Einu sinni hefir verið róið hér í vetr, og fiskaðist
5 í hlut hæst. Heilbrigði manna er er fremr góð. Ekkert hefir
orðið hér vart við hráðapestiua í haust’.
Grufubátar nyrðra. Um það mál eru sýslunefnd-
irnar nú að fjalla á Norðrlandi, enn lítt er það kom-
ið áleiðis enn.
Kaupfélag Þingeyinga hefir borgað alla sína
skuld við umboðsmennina, þá Zöllner & Vídalín. Þarf
því ekki að segja að þetta hið stærsta kaupfélag lands-
ins sé í skuldafjötrum.
Frá fslend. vestan hafs. Svo er sagt í bréfi frá merkum
manni vestan hafs, að söfnuðr hinnar ,orþodoxu’ kirkju í Winni-
peg sé allr tekinn að riðlast, og fljúgast prestar þar á um sálir-
nar, enn svo virðist sem flestar muni sleppa úr höndum þeim
sem kveðið er:
(Hér miafiskið er mjög fyrir vestan,
og mér það sagði kona ein,
að Kölski dragi kugginn hlestan,
enn klerkar fái varla bein(.
Útskálabrauðið. Sr. Þorkell á Keynivöllum, sr. Janus í
Holti og sr. Bjarni á Prestsbakka eru í kjöri, enníúrkasti: sr.
Eyjólfr í Árnesi, sr. Þorst. í Bjarnanesi, sr. Bjarni á Hvanneyri,
sr. Júlíus í Görðum og kandídatarnir Bjarni Símonarson, Geir
Sæmundsson og Sig. Sívertsen.
Xjðn af ofviðri því (2.—3. okt.), sem meðal annars er
getið um í S.-Þ.sýslu-bréfinu í þ. bl., hefir víða orðið stórkost-
legt. í einni lítilli sveit, Þistilfirði, fórust á 3. hundrað fjár og
4 bátar, auk mikils af heyi. Skaðinn þar metinn yfir 3000 kr.
Snjóflóð kom í Mýrdai 6. des. og urðu fyrir því
þrír menn, 2 frá Vík, sem lítt meiddust, og 1 frá
Fagradal, sem beið bana af því, Sigurðr sonr Mag-
núsar bónda, sem býr þar. Hann var um tvítugt
að aldri, efnismaðr.
Sjálfsmorð. Stúlka frá Múlakoti í Fljótshlíð,
Ingibjörg Ólafsdóttir bónda í Múlakoti drekti sér í
vetr í á, sem rennr þar hjá bænum. — Um miðjan