Fjallkonan


Fjallkonan - 19.08.1896, Qupperneq 1

Fjallkonan - 19.08.1896, Qupperneq 1
SJalddagi 15. Júli. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18. Kemr flt nm miðja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.). Auglýsingar mjög ódýrar. FJALLKONAN. XIII, 32. Reykjavík, 19. ágúst. 1896. Yfirgangr botnverpinga. Uppgjöf dönsku stjórnarinnar. Yernd Dana. Það er sagt, að utanríkisráðaneytið danska hafl gefið hinum ensku botnvörpuvíkingum upp ekki að eins þau lagabrot, sem þeir hafa þegar framið hér við land á þessu ári, heldr jafnvel þau, sem þeir kunna að fremja framvegis í sumar eða síðar. Þessir ofbeldismenn mega því Iíklega hegða sér eins og þeim sýnist við ísland framvegis, og brjóta íslenek fiskilög að ósekju. Stjórnin danska fyrirgefr það. Þar á móti verða hinir ensku botnvörpumenn að hegða sér eftir dönskum lögum, þegar því er að skifta, því enga linkind veitir stjórnin þeim í botnvörpuveið- unum fyrir Jótlandsströndum. Þetta mun vera að láta alla þegna njóta sama jafnréttis? Þessi íslenzku botnvörpulög eru þá orðin þýðing- arlaus bókstafr og eftirlit danska varðskipsins Heim- dalls málamyndakákið tómt. Nú reynir áþreifanlega á vernd dönsku stjórn- arinnar, sem dannebrogsmannsefnið Ísafoldar-Björn og konungs-loftungan Benedikt Sveinsson hafa báðir látið svo mikið yfir og talið svo dýrmæta, þegar talað hefir verið um að ísland og Danmörk ætti að skilja í öllu meinleysi. Það er svo sem ekki ónýtt, að vera skjólstæð- ingr þjóðar, er ekki einusinni getr varizt fáeinum fiskimannahræðum, sem við fyrstu tilraun skelfa svo stjórnina, að hún þorir ekki að beita landslögum. TIL ÞJÓÐV.-SKÚLA. Þjóðfrelsishetjan og föðurlandsástarpíslarvottrinn S.T. Sk. Thoroddsen hefir rekið upp gaul i Þ-jóðvilj- anum sínum út af því, að merkisbónda einum á Vestr- landi, sem ritað hefir greinina (Rödd úr eyðimörkinni’ í 28. og 29. tbl. Fjallk. síðast, fórust svo orð i niðr- lagi þeirrar greinar, eftir er hann hefir iátið það á- lit í ljósi, að fult svo áriðandi sé að efla atvinnuvegi landsins og framleiðsluna, sem að koma upp nýjum embættaskólum (háskólamálið) og fjölga feitum em- bættum: — uEnn meðan atvinnuvegir vorir eru í öðru eins kaldakoli og nú, þá væri okkr líklega nauðsynlegra að fá eina duglega þúfnasléttunarvél, eða vél í eina fleytu, heldr enn þó vér fengjum skrifvélabáknið: landstjórann með ráðgjöfunum”. Þetta færir Þjóðv. svo i stílinn, með sínum venjulega áreiðanleik, þannig . . . „Lætr 4Fja!Ikonan’ . . . flytja lýðnum þá kenningu, að nauðsynlegra sé líklega að fá eina duglega þúfnasléttunarvél, enn inn- lenda ráðherrastjórn . . . Hærra er ekki frelsi þjóðar- innar undan útlendri áþján metið!’ Þetta sem (Þjóðv.’ ber Fjallk. fyrir, hefir nú reyndar aldrei staðið í henni, eins og sést af nefndri grein og tilvitnuninni hér að ofan. Hugsun höf er að eins sú, að meðan atvinnuvegir landsins eru í slíku kaldakoli sem nú, muni líklega vera enn nauðsynlegra að efla þá til lands og sjávar, enn að fá landstjórann og ráðgjafana. Ég hugsaði annars að enginn heilvita maðr væri sá hérvilliugr, að meta stjórnarform, hve gott sern vera kann, dýrra enn hinar nauðsynlegustu lífsþarfir.' Fyrst verðum vér þó að lifa, til þess að oss verði stjórnað. Dirfist nokkur að neita því, að atvinnuvegirnir eigi að vera oss mest áhugamál af öllu, þar sem þeir eru líka það eina málefni, sem hvert mannsbarn í landinu, sem komið er til vits og ára, getr að unnið með sýnilegum árangri? Verðr hið sama sagt um stjórnarskrárfrumvarpið? Þjóðv.-ritstjórinn hefir alt af (þjóðfrelsi’ og (fram- sókn’ á vörunum; það eru glæsileg orð, sem einnig geta verið munntöm þeim mönnum, sem eingöngu hugsa um sjálfa sig og eru verstu kúgarar sjálfir. Enn (þjóðfrelsi og framsókn’ á lítið skylt við stjórnarskrárfrumvarpið þeirra Ben. Sveinssonar & Co., (skotthúfu-frumvarpið’ með danska landstjóranum. (Þjóð- frelsi og framsókn’ er heldr ekki fólgið í eintómu stjórnarformi, og allra sízt þegar það er ekki nema á pappírnum. Það á sér alt aðrar og dýpri rætur—í þjóðinni sjálfri. Það sem því er ómd-nauðsynlegast landinu til viðreisnar, er að gera þjóðina likamlega og andlega hœfa til sjálfstjórnar, og hinn vissasti og skjótasti vegr til þess er ekki að berja eitthvert hálf-úrelt stjórnarskrárfrumvarp blákalt fram til eilífðar, heldr að koma upp atvinnuvegunum, gera þjóðina efnalega og kaupskaparlega óháða Dönum, — þá eru öll líkindi til að stjórnarsambandinu milli Dana og íslendinga verði brátt slitið án mikillar fyrirhafnar. Þar á móti er það vissasta ráðið til að eyða stjórnarskrármálinu, sem þeir Ben. Sv., Skúli og sum- ir þeirra jábræðr hafa upp tekið, að velja þeim mönnum ill og hæðileg orð, sem vilja reyna aðrar leiðir í mál- inu, enn hafa engu síðr einlægan vilja og þrek til að steína að sama marki — alinnlendri stjórn, — 8V0 sem (tillögumennirnir’ á síðasta þingi, sem hafa verið svívirtir í (Þjóðviljanum’. Ekki hafa (tillögumenn’ haft slíkt í frammi. Það eru forkólfar frumvarpsmanna, sem mest hafa alið sundrungarandann síðan í fyrra sumar, og er engin von um sigr, meðan vér höfum þann Þór í stafni. Þetta sjá allir hinir gætnari menn, og séra Sig- urðr Stefánsson, hinn pólitíski fóstbróðir -Þ;óJu.-SkúIa, fer jafnvel velviljuðum orðum um stjórnarskrármáls .tillöguna’ í ritgerð sinni um stjórnarskrármálið í And- vara þ. á. Það sitr illa á Þjóðv. að gefa í skyn, að Fjalllc.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.