Fjallkonan


Fjallkonan - 19.08.1896, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 19.08.1896, Blaðsíða 3
19. ágúst 1896. FJALLKONAN. fiskr var fyrir, og hefði verið mokfíski, ef botnvörpu- mennirnir hefðu ekki spilt miðunum. Þetta er sam- hljóða almannarómr allra sjómanna, og þeir vita betr hvað fram við þá sjálfa kemr, heldr en ,fiskifræðing- ar’ og þeir, sem rita um þetta inni í stofum sínum, en koma sjálfir hvergi nærri. Vér þurfum enga (fiskifræðinga’ til þess að fræða oss um botnvörpurnar og fiskiveiðarnar, það þekkjum vér allt af reynslunni. Menn flýja ekki hundruðum saman á burtu að or- sakalausu; mennirnir flúðu héðan af því öll björg var frá þeim tekin. Nú er fiskr kominn aftr hér inn í Faxaflóa, eftir að búið er að friða miðin með þess- um samningi, sem sumir taka svo nærri sér. Hvort almúginn á (Suðrnesjum’ er fáfróðari enn almúginn í ísafjarðarsýslu, mun að sinni verða óút- kljáð. Annars er það ódrengskapr einn að brigzla sjó- mönnum hér syðra um það, að þeir ekki sæki sjó, enn flýi hann með ástæðulausnm viðbárum, og er þetta ekki betra en brigzl uin fátækt þeirra, að þeir hafi einungis opnar ferjur enn ekki þilskip. Álftnesingr. Veðrátta er nokkuð óþurkasöm hér um slóðir. Þó hafa hey enn ekki hrakizt til muna sem til hefir spurzt, og töður hafa víðast náðst með góðri hirðing. Aflabrögð hafa verið góð nú um langan tíma, enn virðast vera að minka. Botnvörpuskip hafa nú lengi hafst við í öarðssjó, og fiskað iðulega í landhelgi. Það hefir verið kært fyrir yfirvöldunum, hver sem árangrinn verðr. Hafís er fyrir Hornströndum austanverðum, tals- verð breiða. Komst landseimskipið (Vesta’ þar naum- lega milli lands og íss á leið sinni hingað síðast. tVesta’ kom hingað 14. þ. m. með allmarga far- þega að vestan, og fáeina að norðan, og fór að morgni 16. þ. m. áleiðis til útlanda með fáeina farþega; þar á meðal var Hannes Þorsteinsson, ritstj. Þjóðólfs, og Halldór Jónsson bankagjaldkeri. Eimskipið (Mount Park’ frá Zöllner & Vídalín fór héðan 17. þ. m. með 700 hesta. Stærsta brú í heimi. Það er ráðgert að byggja brú milli bæjanna Detroit og Windsor í Ameríku. Hún verðr lengst í heimi, 3200 metra á lengd og mundi kosta 16. milj. króna. Börn og eldspítur. í sumar brunnu nokkur hús í Noregi í bæ einum (Kabelvaag) af þeim orsök- um, að ungt barn hafði verið að leika sér að eidspít- um. Skaðinn var 30 þús. krónur. Smérgerðarvél. Hingað til lands eru farnar að flytjast smérgerðarvólar eða (separatorar’ og er ein slík vél auglýst í einhverju blaði. Með því að slíkar vélar eru alt af að verða full- komnari, viljum vér ráða mönnum til að fara var~ lega í að kaupa vélar af gamalli gerð. Hin nýjasta vél af þessu tagi, sem vér höfum heyrt um getið, er eftir sænskan verkfræðing. Það 131 ;• er lítil vél, sem kemst fyrir á ferfeti, enn jafa&st þó á við heilt smérgerðarhús. Þessi vél býr smérið til umsvifaiaust úr mjólkinni, eitis og hún kemr úr kúnni. Þessi vél vann í sumar verðlaunapening úr guili á sýningu ensks iandbúnaðarfélags í Leicester og þótti taka stórum fram öðrum þess kyns véium, sem eru langtum seinvirkari og erfiðari viðfangs. Af 70 uppfundningum á sýningunni fengu að eins 2 gullpenings verðlaun. í vél þessari er smérið altilbúið á 2VS rnínútu og verðr að gæðum á við bezta Normaudí-smér, sem er sú tegund smérs, er selst hæsta verði á Englandi. Druknun. 15. eða 16. þ. m. fórst bátr úr Reykjavík með tveimr karimönnum og tveimr kven- mönnum, sem voru við heyskap i Lundey og vóru að fara heirnleiðis. Karlmennirnir hétu BjarniGunn- laugsson, giftr maðr frá Q-rímsstaðaholti, og Grísli Magnússon, ógiftr maðr frá sama heimili, enn kven- mennirnir Guðrún Magnúsdóttir, vinnukona hjá Sig- urði íángaverði Jónssyni, og Kristín vinnukona hjá Sigfúsi bóksala Eymundssyni. Mannalát. Dáinn er eéra Hannes L. Lorsteinsson prestr að Fjallaþingum (Víðihðli). Varð bráðkvaddr í verzlunarstaðnum Vopnafirði. Séra Hannes er fæddr 20. ágúat 1852 í Sauðanes- sðkn á Langanesi, og voru foreldrar hans Þorsteinn bóndi Jðn- atansson, sunnlenzkr að ætt, og Kagnheiðr Grímsdðttir bðnda í Þistilfirði. — Þau bjuggu lengst á Brimnesi á Langanesi og síðan að Hermundarfelli í Þistilfirði. Séra Hannes gekk í latinuskólann 1877, og útskrifaðist 1884, fðr á prestaskðlann sama ár, útskrifaðist þaðan 1886 og vígðist 12. sept. s. á- að Fjallaþingum. Þar var hann prestr síðan, í 10 ár. Séra Hannes hafði mikla hæfileika til að bera, fjölhæft at- gervi og listfengi. — Hann ritaði íslenzku manna bezt, enn því miðr er fátt til eftir hann ritað. — Hann var dugnaðarmaðr hinn mesti, og áðr enn hanu fór í skðla, stundaði hann sjð og var lengi formaðr. Hann var kjarkmaðr mikill, enda átti hann til þess kyn sitt að rekja. Séra Hannes var ðkvæntr. Hann var vinsæli af sðknarbörnum sínum og drengr hinn bezti. Hinn 22. apríl þ. á. dó ekkjan Margrét Jðnsdðttir í Hjörs- ey 83 ára, dðttir dbrm. Jðns Sigurðssonar á Álftanesi, og ekkja eftir Kristján bónda i Vallakoti enn tengdamóðir Andrésar Fjeldsteðs á Hvítárvöllum. Merkiskona og af merku fðlki komin. X. 6. júní dó prðfastsekkja Ingibjörg Helgadðttir í Eauðanesi, 78 ára að aldri, ekkja eftir séra Þðr&rin prófast Kristjánsson, síðast þjðnandi i Vatnsfirði (dáinn 1883). Merkiskona fyrir margra hluta sakir. Hreinskilin og hjartagóð; höfðinglynd, trygg og vinföst, þrekmikil kona og skyldurækin. — Hafði átt 11 börn með manni sínum, enn að eins 4 þeirra lifa hana. _________ Síðustu ár æfinnar var hún þrotin að heilsu, enn hélt fullri sjðn og heyru til hins síðasta. Nafn hennar á með réttu að setjast meðaí nafna hinna merk- ustu kvenna lands vors. X. Barðastrandasýslu (Bíldudal), í júlí: „Fukafli er fremr gððr nú sem stendr hér yzt í Arnarfirðinum, hefir verið um 800 á skip á sólarhring af stútung og ýsu; enn fremr er fiskrími mishittr, svo hjá flestum er aflinn ekki nema um 2—300. _________ Sild hefir veiðst hér nægileg til beitu nú í hálfan mánuð, bæði handa bátum og þilskipum. Þilskipin héðan eru búin að afla 15—20 þúsund, síðan þau iögðu út í miðjum apríi. Hér er verið að byggja íshús og frystihús, 12 ál. breitt og

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.