Fjallkonan - 19.08.1896, Blaðsíða 2
130
FJALLKONAN.
xm 32
sé stefuulaus eða reikandi. Þjóðv. hefir svo sem ekki
verið við eina fjölina feldr í landsmálum. Stundum
hefir hann t. d. fylgt fram fulium aðskilnaði íslands
og Danmerkr, enn annað veifið hefir honum ekkert
þótt nýtaudi nema hið margþvælda stjórnarskrárfrum-
varp; stundum hefir hann flutt (athugasemdalaust’
greinir Eiríks Magnússonar um (svikamyinu’-fjárstjórn
landsins, enn árum saman hefir blaðið þó ekki hreyft
því máli. Margt fleira mætti telja. Hin eina stað-
festa, sem þessi pólitíski flautaþyrill hefir sýnt, hefir
verið að leggja sífelt í einelti einstaka menn og ætt-
ir þeirra(!) með persónulegum árásum, og svo iðinn hefir
hann verið við það starf, að varla lítr maðr svo tbl.
af Þjóðv., að þar sé ekki eitthvað slíkt að finna.
Það „er furða“, efhr. Skúli hefir ekki „rekið sig
á“ það, að almenningr fyririítr slíka blaðameusku, og
að álit hans, sem aldrei hefir haft mikið að missa,
hefir orðið enn skuggalegra síðan hann barðist mest
á þinginu um peningana handa sjálfum sér, og gerð-
ist það lítilmenni að greiða sjálfum sér atkvæði.
Útgef. FjaUk.
Úr ferö.
I. Úr Reykjavík til Gullfoss.
Nú er vegrinn úr Reykjavík á Þingvöil orðinn
svo greiðr, að það má ríða á 5 tímum. Hann er
allr hlaðinn og sléttr að kalla austryfir heiði, halla-
lítill, enn liggr í ótal smákrókum. Frá Kárastöðum
vantar enn veg á Þingvöll, Almaunagjáarveginn, enn
vegagerðarmenn hafa nú verið að undirbúa þann veg
í sumar. Yegrinn yfir Þingvallasveitina verðr sein-
gerðr vegna hrauns og klungrs, enn þegar hann er
allr lagðr, verðr fljótfarið úr Rvík austr í upphéruð
Árnessýslu, sem er hið búsællegasta hérað á öllu land-
inu. Má því vænta þess, að þegar vegr þessi er al-
gerðr, sem verðr að fám árum liðnum, aukist við-
skiftin þaðan að austan við Reykjavík. Mér heyrð-
ist á bændum þar eystra, að þeir væru farnir að
vonast eftir járnbrautinni, enn ég hélt ég mætti full-
yrða, að landstjórnin hefði enn eigi gert neitt til að
grenslast eftir, hvað járnbrautaiagning kostaði hér.—
Það verðr gaman, þegar niðjar vorir fara að þjóta í
silfrlegum rafmagnsvögnum; þeir verða náttúrlega úr
almíni (aluminium), sem nóg mun vera af héríjörðu,
og þá verðr landið sjálft eitthvað svipfegra, er búið
verðr að rækta skóga á ýmsum stöðum. — Mosfelis-
heiðin er heldr hrjóstrug, og lítið er nú skóglendið
í Þingvallasveitinni, sem áðr hefir mjög verið skógi
vaxin, því að þar var kallað í Bláskógum. Sveitin
hefir þá verið fríðari, þegar Grímr geitskör vaidi
alþiugi þar stað. Hún er þó enn allbjörguieg, og
mikil prýði að vatninu, enda mætti að líkindum verða
að því meiri búbót enn er, ef veiði væri stunduð í
því með meiri kunnáttu og dugnaði. — Á Þingvelli
sjálfum er einkennilegt og fagrt um að litast, og
rifjast fornaldariífið hvergi jafnvel upp fyrir sögu-
manninum, enn ekki er þar nú annað eftir af forn-
um minjum enn búðatóf'tirnar og breiðir vegatroðn-
ingar. Það væri víst þörf á að gera enn vandlega
fornfræðilega rannsókn á Þingvelli, því rannsóknir
þær, sem þar hafa verið gerðar, eru ails ekki full-
nægjandi. Það þarf að grafa algerlega upp búða-
tóftirnar, án þess þó að raska hleðslu og steinalagn-
ingu. Það er nú líklegt, að kostr gefist á að rann-
saka bæði þenna stað og ýmsa aðra, efDanir leggja
fram fé lianda Bruun fornfræðingi til fornleifarann-
sókna hér á landi, sem þá ætlar að verða í samvinnu
við Fornleifafélagið.
í Þingvallasveit eru góðir gistingastaðir áKára-
stöðum og á Brúsastöðum og Þingvelli. Á þessum
stöðum gista fiestir útlendir ferðamenn, sem fara til
Þingvallar eða Geysis. — Um útlenda ferðamenn
heyrði ég víða talað í þessari ferð, og var það alt á
eina leið, að engum þótti tilvinnandi að hýsa þá.
Þeir væru hinir hvimleiðustu gestir, heimtufrekir, ó-
kurteisir og hnýsnir, enda bættu ekki fylgdarmenn-
irnir úr, sem oft væru gikkir og sérdrægir í viðskift-
um. — Sem dæmi um, hve ósiðaðir sumir þessir út-
iendingar eru, má þess geta, að það ber að sögn til,
að þeir gera öll sín þarfindi á stofugólfin á sveita-
bæjum, og það jafnvel þótt þeir standi þar ekki við
nema stundarkorn. — Það væri mikil framför, ef
hótel kæmust upp á aðalstöðvum útlendra ferðamanna,
svo sem á Þingvelli og við Geysi, og væri Englend-
ingum engin vorkunn, að gera það sjálfir, enda veit
ég ekki betr enn þeir hafi bygt þannig hótel í Noregi.
Við komum heim að staðnum á Þingvelli, og
fengum þar beztu viðtökur hjá prestinum, séra Jóni
Thorsteinsen, sem farnast vel búskaprinn eins og
flestum prestum í Árnes sýslu og Rangárvalla.
Yegrinn frá Þingvelii og austr úr hrauninu er
einhver sá ógreiðtærasti. Enn þegar austr kemr á
Lyngdalsheiði, má skeiðríða alla leið til Geysis, og
þegar búið er að gera nýjan veg alla þá leið, má
hæglega fara það á „sikli“ (reiðhjóli) á dag. — Sú öld
mun vera fyrir höndum hér á landi, þegar vegirnir
gerast greiðir, að „siklar“ fari að tíðkast, og gæti
það miðað til mikilla framfara.
Þegar ofan af heiðinni er komið, blasir við Laug-
ardalrinn, sem er einhver fallegasta sveit á landinu.
Hlíðin er vaxin þéttum og allstórgerðum skógi, upp
í brún, sem er í mestu framför. Svo eru rennisléttar
grösugar engjar fyrir neðan, spegilfagrt stöðuvatn
og rjúkandi hverir og laugar, og loks fegrsta fjalla-
sýn í nokkurum fjarska. Qtsýnið er því hið fjölbreytt-
asta og fríðasta, sem getr að líta hér á landi.
(Pramh.)
Athugasemd viö (Þjóöviljann’.
í Þjóðviljanum 8. ágúst þ. á. stendr svo: . . . .
(hjá fáfróðasta almúganum á Suðrnesjum, sem í fiski-
leysinu, sem þar var í vor, mun hafa slegið skuld-
inni á botnvörpuskipin, tii þess að hafa einhverjum
um að kenna’.
Greinarhöfundrinn er hér að afsaka botnvörpu-
skipin um leið og hann annars áfelljr þau, enn bæði
ranghermir og fer með óviðrkvæmilegar getsakir.
Á (Suðrnesjum’ áttu menn ekkert við botnvörpu-
skipiu; höfundrinn veit ekki hvað (Suðrnes’eru. Það
voru Álftnesingar, sem áttu við þau, og þeir (og
Seltirningar einnig og Akrnesingar) höfðu full-
an rétt til að (slá skuldinni á botnvörpuskipin’, því
þau eyðilögðu allan atvinnuveg þeirra. Það er heldr
ekki satt, að fiskileysi hafi verið hér í vor, því nógr