Fjallkonan - 19.08.1896, Síða 4
132
FJALLKONAN.
XIII 32
20 ál. langt, og er því vonandi að ekki verði skortr á góðri
beitu eftirleiðis’.
Skagafjarðarsýslu, 8. ágúst. , Tiðin má beita góð sið-
an sláttr byrjaði; flestir búnir að hirða tún; töðufengr er i
meðallagi, enn votengi snögg. — Allgóðr fiskafli er oftast hér
á firðinum og beita. — Tvö timbrskip hafa komið á Sauðárkrók
í sumar, annað norskr timbrmaðr og keypti hótelhaldarinn á Sauð-
árkrók alt það sem hann kom með hingað og selr svo út frá
sér með uppsettu verði. — Nú er Sigurðr Thoroddsen hér á
staðnum til þess að mæla þá fyrirhuguðu akbraut fram Skaga-
fjörðinn; óvíst þykir, hvort meira verðr gert á þessari öldinni
að þeirri vegagerð. — Búfræðingr Albert Kristjánsson á Páva-
stöðum hefir i sumar fengið sér sláttuvél og rakstrarvél. — í orði
er nú, að bygð verði 2 íshús hér, annað á Sauðárkrók, enn hitt
austan fjarðarins; það er gott ef framkvæmt verðr.
Bréfkafli frá presti. [Höíundrinn minnist á bók
Balfours Foundations of belief og segir meðal ann-
ars:] — Einkennilegt er, að Balfour gerir svo mikið
úr hefðarvaldinu (vanans, álitsins o. s. frv.), enn lít-
ið úr skynserainni. Þess ber vel að gæta, að tbelief’
er að taka hjá honum í altækum skiiningi, þ. e. alls
konar trú: trú i daglegu lífi á hverjum málefnum
sem vera skal og í hverri vísindagrein, svo sem nátt-
úrufræði, félagsfræði, siðfræði o. s. frv., enn engan veginn
eingöngu í guðtrúarmálum. Vísindalega sönnun kallar
hann í rauninni naumast nokkuð annað enn það, sem
Englendingar halda mest fram og heitir (Induction’
í rökfræðinni, sem Stuart Mill hefir skarað svo mikið
fram úr i. Hún er fólgin í því, að finna altækt lög-
mál, framsett í altækum eða yfirleitum máisgreinum,
út úr sérstökum viðburðum eða staðreyndum, svo
sem: allar hvrndar dýrategundir eru jótrdýr. Reynsl-
an fræðir oss um þetta lögmál, enn vísindin geta
eigi fundið hér neitt orsakasamband.
Ég hefi lesið í vetr meðal annars heimstrúarþings-
bókina (The Worlds Parliament of Religions). f
henni er óendanlegr vísdómr, eigi að eins um trúar-
brögð flestra þjóða, heldr og um helztu stefnur guð-
fræðiskenslunnar nú. Flestir leggja áherzluna á sið-
fræðiskenninguna, og er það alveg rétt, og alvarleg
viðleitni er hjá mjög mörgum, að sætta og sameina
trúarbrögðin, að leita upp hið sameiginlega, finna
kjarnann, enn sleppa sem mest öllum lítilsverðum á-
greinings atriðum. Þetta virðist . Verði Ijós' eigi
þekkja, eða eigi samþykkja.
Yfirlýsing. Eg hefi ekki ritað fréttir af Eyrar-
bakka 22. f. m. í [Fjallkonuna’ (XIII, 30), eins og svo
margir hafa borið mér á brýn.
Eyrarbakka, 15. ágúst 1896.
Jón Pálsson, organisti.
í>aK.pappa
selr
Th. Thorsteinsson
(Liverpool).
Steinolíutunnur
tómar kaupir
Th. Thorsteinsson
(Liverpool).
Óróna sjóvetlinga
kaupir
Th. Thorsteinsson (Liverpool).
Tómar hálfflöskur undan öli og hvitar heil-
flöskur undan whisky kaupir
Th. Thorsteinsson
(Liverpool)
Hurðarlamir
Hurðarskrár
Húnar
Gluggahjörur
Borar af öilum teg.
Sveifar.
fást í verzlun
Th. Thorsteinsson
(Liverpool).
I' verzlun Magnúsar Einarssonar á Seyðis-
flrði fást ágæt vasaúr og margskonar smekhleg-
ar, fásénar og vandaðar vörur
með mjög sanngjörnu verði.
Agætt
nærf atavaðmál
er til sölu 1 Eúngholtsstræti
18.
Myndarleg stúlka
getr fengið vist í góðu húsi í Reykjavík 1. október
i haust. Ritstjóri vísar á.
íslenzk umboðsverzlun.
Fyrir áreiðanlegt verzlunarhús erlendis kaupi ég
sérstaklega með hæsta verði, vel verkaðan málsjisk
óhnakkakýldan (18 þuml. og þar yfir, hér um bil
1400 skpd.). Borgunin verðr greidd strax og hleðslu-
skjalið (Connossementet) er komið, sem sýni að fiskr-
inn sé í skipinu, og send í peningum hvort sem vera
skal, eða útlendum vörum með lægsta verði, ef þess
er óskað.
Jakob (xiumlögsson.
Cort Adelersgade 4.
Kjöbenhavn K.
íslenzk
umboðsverzlun.
Eins og að undanförnu tek ég að mér að selja
allskonar íslenzkar verzlunarvörur og kaupa inn út-
lendar vörur og senda á þá staði, sem gufuskipin
koma á. Glögg skilgrein send i hvert skifti, lítil
ómakslaun. Utanáskrift:
Jakob Gunnlögsson.
Cort Adelersgade 4.
Kjöbenhavn K.
Til leigu:
Brúkaðr reiðskapr, söðlar hnakkar, klifsöðl-
ar og koffort. Brúkaðir söðlar seldir með hálf-
virði.
Vesturgötu 55.
Samúel ólafsson.
3NTokkrir hestar af töðn óskast til kaups
í Þingholtsstræti 18.
Útgefandi: Yald. Ásmundarson.
Félagsprentsmiöj an.