Fjallkonan - 25.03.1897, Blaðsíða 2
46
FJALLKONAN.
XIV 12.
verðið á þessu fé hlýtr að verða talsvert lægra enn
áðr, þegar enskir bændr hafa keypt það til að a!a
fram eftir vetrinum. Útflutningr á saltkjöti hlýtr að
aukast stórum, enn þá lækkar verðið, og einkum
verðr ástandið ískyggilegt, ef lagðr verðr innflutnings-
tollr á saltkjöt í Noregi, þar sem það hefir verið
selt mest áðr.
Til þess að bæta úr þessum vandræðum, þarf að
fá nýja markaði fyrir lifandi fé frá íslandi.
Það eru fleiri lönd, enn Eoglaud, sem kaupa fé.
Til Belgiu eru á ári hverju flutt inn um 340,000 fjár,
enn af þessum ósköpum verða aftr um 150,000 flutt
út til Frakklands. Til Duukerque á Frakklandi eru
árlega, að eins frá Argentina, flutt inn um 76,000
fjár, eun þessi innflutningr er að aukast ár frá ári.
Þetta fé þykir lélegt, enn selzt samt fyrir 30—32
franka hver kind.
Þessar upplýsingar eru að vísu fáar, og geta því
út af fyrir sig að litiu gagni komið. Það þarf að
safna nákvæmum skýrslum um markaði þessa, til
þess að hægt verði að dæma um, hvort flytja megi
fé frá íslaudi til þessara landa með góðri von um
ábata, og ef það sannast, að þolanlegt verð geti feng-
izt fyrir féð, þarf að róa að því öllum árum, að til-
raun verði gerð, til að flytja íslenzkt fé þangað.
Mér þykir mál þetta mjög svo þýðingarmikið, og
hefi ég því ásett mér, að leggja minn skerf til þess.
að koma máli þessu áfram. Ég ætia mér á morguu
að leggja af stað í ferð til Belgíu og Frakklands, til
þess að safna svo miklum upplýsiugum um fjármark-
aði þar, sem hægt er á stuttum tíma, og mun síðar
gefa skýrslur um ferð mína.
Herra Zölluer hefir í vetr gert lofsverðar tilraun-
ir, til að senda íslenzkt fé til Frakklands, og það
hefir komið til tals, að hann fengi „Vestuu til þess
að flytja fé þangað frá íslandi í haust, og að ódýr-
ara aukaskip verði fengið til þess að fylgja jfram á-
ætlun „Vestu, að minsta kosti að því er síðustu ferð-
ina snertir, og mun með því um leið mega spara
talsvert af útgjöldum þeim fyrir eimskipaútgorðina,
sem haustferðirnar hafa haft í för með sér.
Hvernig úr þessu rætist, er enn bágt að segja,
enn að minsta kosti vænti ég þess, að mönnum heima
muni þykja fróðlegt að sjá skýrslur um þetta efni.
Ég get um leið tilkynt yðr, að félag íslenzkra
kaupmanna hér gerir tilraunir til að semja við danskt
félag, „Laudhusholdningsselskabet1*, sem hefir það
fyrir mark og mið, að bæta efnahag bænda, og eru
góðar líkur til, að þeim samningum lykti svo, að
flutt verði lifandi íslenzkt fé inn til Danraerkr á þessu
komanda hausti.
Virðingarfylst.
D. Thomsen.
Lög um bæjabyggingar.
Eins og mönnum er kunnugt, mun nú víðast hvar
hér á landi farið eftir lögum af 12. jan. 1864 við
úttektir á jörðum, þótt þau þyki óliðleg og næstum
óframkvæmanlegt fyrir úttektarmenn að fullnægja á-
kvæðum þeirra. Þar að auki er mjög efasamt, hvort
þau eiga ætíð við eða ná til alfira jarða. í þessum
lögum er sagt svo, að fráfarandi skuli skila öllum
jarðarhúsum í gildu standi eða með fullu álagi eftir
mati úttektarmanna. Þetta eitt er mjög athugavert
laga ákvæði, að gera úttektarmenn óskeikula eins
og páfann, enn gefa engar reglur fyrir, hvernig þessi
hús eiga að vera sem í gildu standi verða álitin, því
ekki er tekið fram, að þau skuli vera ný, ekki heldr
hvað lengi þau geta staðið, þótt ný væru, svo út-
tektarmenn búa sér til reglur, hver eftir sínu höfði,
sem verða með eins mörgu móti eins og úttektar-
mennirnir eru margir; það hefir líka komið fyrir, að
álag á jarðir hefir tapazt hjá búendum og það á
sjálfum prestssetrunum. Eitt það iit, sem þetta
fyrirkomulag með úttektir á jörðum leiðir af sér,
er það, að engiun leiguliði er skyldugr að byggja
haganlegri eða vandaðri bæ, enn hann tók við, hversu
mikið álag, sem á hann er iagt, — það er vandaðra
hús enn þau bæjarhús vóru, þegar þau vóru nýbygð;
og afleiðingin er sú, að bæjarbyggingum fer mjög
seint fram hjá okkr.
Mér hefir dottið í hug, að hagfeldara mundi, undir
flestum kringumstæðum, bæði fyrir ábúendr jarðanna
og einkanlega fyrir framfarir í bæjabyggingum, að
lögum um úttektir á jörðum væri breytt, og úttektir
á jörðum ættu sér ekki stað, eins og þær nú gerast,
enn að, eins væru skoðanir gerðar á hús og mann-
virki, þegar þau væru nýbygð og þá lagt á álag
fyrir göllum, eða ef hús og mannvirki væru nídd
fyrir trassaskap og illa umgengni. Enn í stað álags
væri goldin árleg leiguliðabót, sem rynni í sérstak-
an sjóð, til þess þar að geymast og ávaxtast, þar til
þyrfti að byggja upp bæina. Það mætti nota Söfn-
unarsjóðinn til þess að ávaxta þessa byggingasjóði,
eun hver einstök jörð ætti að hafa siun reikning. í
hverrar jarðar byggingarsjóð ætti að ganga það álag,
sem metið er fyrir galla á nýjum byggingum, ef það
væri ekki þá þegar brúkað til þess að bæta gallana,
og eius það álag sem gert væri fyrir illa hirðingu og
níðslu.á bæjum. Svo ætti að vera byggingarnefnd í
hverri sveit, sem segði fyrir um, hvernig byggja skyldi
og hefði eftirlit með að þær væru vel og vandlega
af heudi leystar og segði nákvæmlega fyrir öllu formi
og sæi um, að ekki kæmu uppskrúfaðir reikningar
fyrir byggiugarnar.
Þetta fyrirkomulag myndi eftir mínu áliti vera
talsvert hentugra enn það sem nú gerist; bæirnir
mundu smátt og smátt fara að verða hentugri og
betr bygðir og líkjast meira hvor öðrum. Það mundi
líka koma talsvert léttara niðr á ábúendr, að borga
árlega leiguliðabót, enn að svara út álagi í einu, eða
byggja upp bæi sína af eigin ramleik, því leiguliða-
bótin tvöfaldast 1 sjóðnum á nokkrum árum, svo hún
þarf ekki að vera næsta há, þegar hún er borguð ár-
lega.
Tökum til dæmis: Nýr bær nokkuð stór og vel
bygðr, 8em að iíkindum stendr i 50 ár kostar 2000
kr.; leiguliðabót á bæ þennan er nægileg 12 kr. á
hverju ári, því það má óhætt geraráð fyrir, að tals-
vert af efni í bæ þessum verði brúklegt í nýjan bæ
eftir 50 ár.
Ég ætlast til að allir ábúendr haldi við þökum
og veggjum á torfbæjum, fyrir utan íeiguliðabótina^
og það sé sjálfsögð skylda allra.
Það munu nú ýmsir halda þvi fram, að þetta muni
ekki geta náð til bændaeigna, enn ég fyrir mitt leyti