Fjallkonan


Fjallkonan - 25.03.1897, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 25.03.1897, Blaðsíða 3
25. marz 1897. FJALLKONAN. 47 sé ekkert því til fyrírstöða, að slík ákvæði nái til bændaeignanna, og sjálfseignarbændr væru eins skyld- ir til þess að tryggja bæi sína fyrir firningu eins og leiguliðar. Það er með lögam boðið að hafa nægi- legt og viðunanlegt húsrúm fyrir skepnur þær, sem maðr hefir undir höndam og á; því mætti þá ekki eins gera hverjum húsráðanda að skyldu, að hafa viðuaanlegt, húsrúm fyrir fólk það, sem þeir eru að lögum skyldir að ejá fyrir? Það varðar líka við lög, að meiða náunga sinn; enn er það nokkuð betra að setja hanu í þau húsa-kynni, þar sem lífi hans og heilsu er stór hætta búin? Þeir bæir munu enn ekki fáir hér á landi, sem fyrir loftleysi og margan illan aðbúnað er beinn háski í að búa, og ekkert útlit er fyrir að þessu fáist breytt til batnaðar, ef löggjafar- vald vort lætr það afskiftalaust. Það munu vera fleiri enn ég, sem skrifa línur þessar, sem óska af heilum hug, að næsta alþing taki til meðferðar lög um úttekt jarða, sem stuðii til þess, að betri bæjarbyggingar og hentugra fyrirkomulag á bæjum komist á enn nú alment gerist, því þaðmundi leiða til þjóðþrifa. J. J. Ófriðrinn á Krít. Georg konungr svaraði svo áskoruu stórveidanna, að Grikkir væru samdóma þeim um að æskilegt væri að alþjóðafriðr héidist, enn þeir yrðu að reyna að sjá um, að ekki yrði landauðn á Krít. Ráðagerðir stór- veldanna mundu ekki verða tii þess, að koma á friði á eynni, heldr til þess að óaldarmenn mundu ieggja þar alt í auðn. Enn með því, að herskip frá stór- veldunum væru nú á vakki kringum Krít, þá þyrfti ekki gríski flotinn að vera þar lengr, enn hinn gríska landher mætti þar á móti ekki kaila heim af eynui, því hans þyrfti með, til að halda frið og reglu á eynui. Það væri heiiög skylda Grikklands, að varna þvi að Kríteyingar féllu nú í hendr Tyrkja. Ef gríska herliðið á Krít hefði feugið þau boð frá stór- velduuum, að koma á friði og regiu á eynni, þá mundi það hafa verið gert. Loks er þvi skotið tii stórveldanna í svari Grikkja, að Kríteyingar lýsi sjáifir yfir því, hvaða stjórn þeir kjósi. Síðan hafa stórveldin verið að bræða málið, enn vóru ekki orðin sammála er seinast fréttist. Svo er að sjá sem Rússar hafi þar mestu að ráða möti af- skiftum Grikkja, og eru Þjóðverjar og Austrrikis- menn með þeim .á einu bandi. Ítalía gengr þar næst, enn Frakkar eru meira á móti, ena þó háðir atkvæð- um hinna. Englendingar eru á báðum áttum. Það eru sifeldar róstur á Krít. Ýmsir bæir í greud við höfuðstaðinn Kaneu eru lagðir í eyði og hafa Múhammeðsmenn flúið þangað og liggr við hungr- dauða. — Múhammeðsmenn hafa ekki heldr sparað rán og illvirki. Stórveldin hafa sent herskip sín til Kcítar tii að vernda Tyrki, enn ekki hina kristnu bræðr. Grikkir hafa þar á móti jafnt reynt. að vernda hina tyrkuesku eyjarbúa sem Grikki sjáifa fyrir ófriðinum. Foringi uppreistarmanna á Krít, kapt. Korakas, hefir kært, að italskt her kip hafi hjáipað Tyrk- jum. Sjáifboðaliðar frá ýmsum löndum eru að tíuast til Grikklands. Eftir síðustu fregnum var talið líkiegt, að Tyrk- irogGrikkir mundusjálfirgetaorðið ásáttir um Kritar- málið. Hafa þó Grikkir helzt farið fram á það, að eyjan yiði lögð undir Grikkland, eða yrði að minsta kosti sjáiíri sér ráðandi. f Dr. Grímr Thomsen. Á lífsius nótt stóð skáldið úti’ í anda. Vor æfi dular-ham sem nóttin ber. Þá sá hann dísir sér til beggja handa, — sem Þiðrandi — enn horíði’ á þeirra her með hugarró, og lék á gigjn Braga; sú tónamagni töfrar hvað sem er. Þær eftir söngnum sig því urðu’ að laga og sýna skáldi lífið fornaldanna: Við leiknar dvaldi’ hann frægðir fyrri daga: við kappsigling og kappreið guða’ og manna, við kappdrykkjur og leiki, töfl og glírnur, við æfing þors og aíis og fimleikanna, við krafta-skáldskap, kvæðalist og rímur, við kvennleg tök er mannsafl sigrað fengu. Við slíka skemtnn glaður undi Grímur. í ómsius leiðslu allar vættir gengu, Og Elli kom, enn lét hann syngja’ í friði. Því nornir glöptu gigju hans að engn. Enn alt í einu leit hann af því liði: Um lágnættið hann sér að kvöldskin breytist í morgundýrð hjá Miðgarða norðurhliði. Þá bregður Skuld við skjótt, er færið veitist, og skáldið markar Alföðrs með geiri. Nú hverfur alt. Enn útsýn ljóma skreytist, og dagur rann sem rúmi’ og tíð var meiri, og rent fékk skáídið biminvöktum augum á nýjar sjónir, æðri, fegri’ og fleiri. Br. J. Vestmannaeyjum, 7. marz: „Sama gæða veðrátta hefir hald- | izt síðan ég skrifaði seinast. Sujólaust og frostlaust að kalia, svo að sumir hafa verið við byggingar og jarðabætur á þorran- um og góunni. Enn sama fiskileysið hefir verið alt til þesBa, og hefir kveðið svo ramt að því, að 1—4 smákindr hafa stund- um fengizt á bát meiri hluta dagsins, og oft sem ekki hefir verið róið í góðu sjóveðri vegna ördeyðunnar. Nýbfiið er „að draga út“ (sem kallað er) á vetrarvertíðar-skipum. í gær hét svo, að fyrst sæist fiskr koma hér á land; var þá alment róið stórskipum; 3—5 í hlut, fyrir sunnan Súlnasker á 70 faðma dýpi; eitt skip 6 í hlut við Bjarnarey (á ,,Mannklakk“), annars- staðar því nær ekki vart. Sumir fengu ekkert. Fyrir nokkrum dögum hafa sézt hér 2 frakknesk fiskiskip kringum ey- jarnar, er ekki hafa borið sig fiskiiega. Enskr lúðufiskari var hér í gær og fleiri daga með lóðir (náttúrlega i landhelgi); hafði fiskað afbragðsvel lúðu og þorsk til útsuðrs af eyjunum og við Geirfuglasker. Menn eru mjög vonardaufir hér með vertíðarafla, þareð eng- in fiskiganga er enn komin, og svo þegar fitlendir yfirgangs- vargar eru komnir og koma óðum með aiefli til að raka upp þá fiska, sem slæðast kunna hingað. Hér mun orðinn nokkuð al- mennr bjargarskortr, sem ekki er furða í sjávarplássi, eftir jafn- langt fiskileysi og misbrest á matjurtagörðumí sumar leið. Það eru matjurtagarðar eða garðræktin og ferðir til Austfjarða eða peningar þaðan, sem hafa forðað hér hungri og hallæri um nokk- ur undanfarin ár“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.