Fjallkonan - 11.05.1897, Síða 2
74
FJALLKONAN.
XIV 19.
bændum til tjóns, eða þá að hann vantreysti hagsýni
kaupmanna til þeas, að gera vöruskiftin við aðrar
þjóðir möguleg vegna kostnaðar við þau. Að visu
er það gömul og ný reynsla, að fiestir kaupmenn
eru næsta óhagsýnir í rekstri þessa starfs fyrir þjóð-
ina; það hafa kaupfélögin sýnt með því, að reka
þetta sama starf með hálfu minni kostnaði eða meira.
Eun nær finst mér samt, að finna ráð til að tak-
marka kostnaðinn, enn að takmarka verzlunina vegna
kostnaðarins.
Að varningr geti verið verðmeiri á þeim markaði,
sem kaupmaðr keypti hann á, enn þar sem hann
selr hann, sannar ekki heldr hið minsta í þessu til-
liti. Það sannar ekki annað enn það, að sá kaup-
maðr, sem þannig kaupir og selr, gerir blátt áfram
vitleysu, sem framleiðendr og neytendr aldrei láta
sig henda, ef þeir eru sjálfráðir. Sé markaðrinu ó-
truflaðr af samkeppis og gróða brögðum kaupmanna
og annara auðmanna, þá er sérhver vara í hæstu
verði þar, sem hún hefir mest not&gildi, enn verðr
ekki framleidd svo nægilegt sé, til að fullnægja eft-
irspurninui. Nú vita allir, að nýtt kjöt er tvöfalt,
þrefalt og fjórfalt dýrara í iðnaðarborgum erlendis
enu hér á landi, og sama má segja um ulliua. Ritstj.
Dskr. gagnar ekkert að vitna til þess, að kaupmenn
kaupi hana stundum dýrari hér, enn þeir geta selt
hana erlendis. Það kemr alls ekki af því, að hún
hafi í rauninni hærra verðgildi hér enn erlendis,
heldr af vitlausri og skaðlegri verzlunaraðferð kaup-
manna, sem Dskr. sjálf hefir einmitt íekið fram á
öðrum stað. Enn hún skellir skuídinni á landsmenn
fyrir það, sem einungis er að kenna gönum kaup-
menskunnar. Þess vegna vill hún sníða hag lands-
manna eftir þörfum kaupmanna; hún vill laga verzl-
un vora við önnur lönd þannig, að hin innlenda kaup-
mannastétt, sem öll hennar verzlunarvizka snýst utan
um, geti þrifizt á verzluninni, hvað sem það kostar.
Annað enn þetta verðr ekki dregið út úr verzlnnar-
kenningum Dagskrár.
í niðrlagi svars síns til B. I. segir ritstj. Dskr.,
að aðalatriðið í þessu máli sé, hvort landsmenn
verzli of mikið í hlutfalli við framleiðslu og iðnað,
og þeirri spurningu hafi B. I. ekki gefið neitt svar.
Það var ritstj. Dskr. sem fuliyrt hafði, að vér verzl-
uðum of mikið, og á þessari fullyrðingu ósannaðri
hafði hann svo bygt verzlunarkenning sína, hafði
bygt á því, sem hann átti eftir að sanna, og hefir
ekki enn sannað. B. I. bar því engin skylda til að
sanna hið gagnstæða; enu hann hafði rétt tii að
krefjast sannana fyrir fullyrðingum Dskr. Þær eru
ókomnar enn; enn hér hafa verið færðar ailgóðar
sannanir fyrir því, að fullyrðiugar Dskr. séu raka-
lausar, og að ritstj. hafi ekki haft annað að bjóða í
svari sínu til B. I. enn skinástæður.
Á stuttri grein síðar í sama blaði Dskr., sem svar-
ið til B. I. er í, er sami vandræða blæriun. Þar
reynir ritstjórinn að þvo hendr sínar fyrir fólkinu,
og lýsa yfir því, að sakíaus sé hann af því, að viija
illa íslenzkum kaupfélagsskap. Slíkr handa þvottr
er næstum viðbjóðslegr, og það eins fyrir því, þó á-
rás Dagskrár á kaupfélagsskapinn kunni að vera
sprottin af vanþekkingu á sönnum kaupfélagsskap,
enn ekki öðru verra, og sé því einskonar óviljaverk.
Til þess bendir jafnvel það, sem ritstjórinn færir fram
sem vörn fyrir sig, nefnilega að hann hafi tekið það
greiuiíega fram, að kaupfélögin ættu að verzla við
kaupmenn iunanlands, enn ekki með milligöngu er-
indreka á erlendum markaði. Eiumitt þetta sýnir,
að ritstjórinn þekkir ekki kaupfékgsskapinu. Því
þau félög, sem eingöngu skifta við kaupmenn innan-
lands eru alls ekki kaupfélög, heldr rétt og slétt skrúfa
á kaupmenn, til að halda þeim í skefjum. Þau hafa
ekkert tillit til þess, sem er aðalatriðið í virkilegum
kaupfélagsskap (co-operation), að fækka milliliðunum
milii framleiðenda og neytenda til þess, að gera við-
skifti þeirra sem einföldust, greiðust og ódýru3t; slík
félög hafa ekki heldr neina dýpri skipulagslega þýð-
ingu, sem er anuað aðalatriði virkilegs kaupféíags-
skapar.
Annars eru verzlunarkenningar Dskr. i samræmi
við alla framkomu blaðsins, alt annað sem Dagskr.
hefir flutt og kent. Aðalstarf blaðsins, síðan það
varð til, hefir verið að rífa niðr og sverta í augum
almenniugs alt það, er hann hefir vænt sér viðreisn-
ar af, enn ekki oitt einasta málefui hefir verið bygt
j upp eða stutt í blaðinu. Og til að árétta þessa stefnu
| blaðsins heldr ritstjórinn fyriríestra til þess, að reyna
að sannfæra menn um, að yfirgripsmeiri féiagaskapr
eða félagslegar umbætr geti ekki þrifizt hér á landi;
„skrúfur“ verkmanna sé hið eina, sem hér væri
hugsanlegt í þá átt, ef menn væru ekki of heimskir
til að nota það vopn.
Hér kemr það svo fyrir sjónir, að Dagskrá sé sá
svartálfr í blaða og þjóðlífi voru, sem ætti að rekast
út 1 hin yztu myrkr. Eugir eru þjóðinni óþarfari enn
siíkir vantrúarboðar, sem alt af eru á verði til þess,
að reyna að slökkva og kæfa hvern vonar og trúar
neista, sem kviknar hjá þjóðinni um bætta framtíð
og vaknandi krafta.
29. marz 1897.
Benedikt Jónsson.
Þjóðmeistarinn ísfirzki.
Ég hefi alt af verið þjóðlegr og elakað alt, sem tekr nafn
af þjððinni. Þó þykir mér ekkert jafn-vænt og „&jóðvii.“ og
hann Skúli. J4, hann Skúli er maðr eftir mínu hjarta. Hann
kann að segja þeiin til syndanna. Af forvitrn sinni s4 hann,
að íslendingar mnndu um aldr og æfi um ekkert annað hugsa
enn um askinn sinn (shr. Þjððv. nr. 37 ’96), nema hann kendi
þeim að aga landshöfðingjan. Ég hefi alt af verið 4 því, að
skynsamleg rök og hðgvær útlistun m41a eigi ekki við 4 þesa-
nm tíma, sizt þegar emhættismenn rita. Ég sé lika, að „Djóðv.“
heldr alt aðra leið, sem er girniiegri til tróðieiks og uppbyggi-
legri fyrir þjóðina. — Landshöfðinginn og stjðrnin tðku honum
ekki eins og 4tti að vera. Skúli er settr af, í stað þess að 4tt
hefði að gefa út auglýsingu um, að eins og Skúli ættu allir
sýslumenn að skamma yfirboða sína, allir hreppstjórar sýslu-
mennina, öll hjú húsbændrna, allir prestar prófastana og allir
prófastar biskupinn, þ4 mundi þjóðinni fljðtt lærast að hugsa
um meira enn „aslcinn sinn“. Hikið fanst mér til Skúla, þegar
liann sté upp 4 lögberg, og gaf öllum iandslýð til kynna, hversu
það væri ósvífið, að lofa sér ekki að sitja í embætti; hann sem
verði svo miklu af sínum dýrmætu kröftum til að siða yfirmenn
landsins. Hér fanst það sannarlega ekki of mikið, þó hann
gerði sig ekki 4nægðan með minna enn 9000 kr. í s4rabætr.
Enn s4 n4nasarskapr að fara að klípa af þessu! Qanga m4tti
þó að því vísu, að Skúii átti þetta, fyrst hann, sem vírðist vera
svo staklega óeigingjarn, gaf sjálfr atkvæði fyrir því, að hann