Fjallkonan


Fjallkonan - 16.06.1897, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 16.06.1897, Blaðsíða 1
Kemr út um miðja yiku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar mjög ódýrar. FJALLKONAN. 2^ Gjalddagi 15. júli. Dpp- sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: ÞingholtBStræti 18. XIV, 24. Reykjavík, 16. júní. 1897. Frá útlöndum hafa borizt fréttir fram í þennan mánuð. Friðar- samningarnir milli Grihkja og Tyrkja vóru ékki byr- jaðir 3. þ. m. Tyrkir hafa farið í flæmingi undan málaleitunura stórveldanna, enn beiðzt þó, að vopna- hlé standi þar til friðarsamningar eru til lykta leidd- ir. Ófriðrinn milli örikkja og Tyrkja hefir ómað svo hátt, að lítið hefir verið talað um óeirðir, sem verið hafa annarsstaðar nm sama leyti. Frá Kúbu eru óljósar fréttir, enn í siðustu blöð- um stendr, að alþingi Bandaríkjanna hafi tekið til umræðu tillögu um, að viðrkenna Kúbu sem stríð- heyjandi riki. Foringi frjálslynda flokksins á Spáni og fyrrum ráðaneytisforseti, Sagasta, sagði fyrir skömmu á spænska þinginu, að þótt Spánverjar hefði nú sendar 200 þúsundir manna til Kúbu, hefði þeir enn ekki ráð á neiaum bletti af landi því, sem herinn færi um. Hið síðasta lánsfé til hernaðarins, 400 miljónir pjastra, er eytt, og eigi að síðr á spænska stjórnin ógoldnar 200 milj. pjastra til hermanna og annara manna á Kúbu. Það flaug fyrir, að uppreistin í Filippíneyjunum væri bæld niðr, enn eftir síðustu fréttum vóru 25 þús. eyjarskeggja undir vopnum og veitti Spánverjum erfitt við þá að eiga. Fyrir utan ófriðinn á Kúbu og Fiiippíneyjunum eru miklar viðsjár með mönnum heima á Spáni, og búist við uppreist af hálfu Karlunga. Á þrem öðrum stöðum eru enn uppreistir: í Bra- silíu, í Uruguay og i Achin (holl. nýl.) i Austr-Indí- um, enn allar ljósar fregnir vantar um þessar ó- eirðir. Málefni á næsta þingi. m. Það er víst, að á alþingi því, sem nú fer í hönd, muni verða rædd meiri stórmál enn venja er til, svo sem samgöngumálið, fréttaþráðarmálið, læknaskipunar- málið, spítalamálið o. s. frv. Þessi mál út af fyrir sig eru meira enn nóg verk- efni fyrir þingið þenna stutta tíma, sem því er ætl- aðr. Og þó er hér ekki nefnt stjórnarskrármálið. Eflaust verðr stjórnarskrármálinu eitthvað hreyft á þinginu. Enn meðan svar stjórnarinnar í þvi máli er ókunnugt, er ekki hægt að segja um, hvernig það muni horfa við þinginu og þýðingarlítið að ræða um það að svo stöddu. Það mun varla koma til mála, að h&Ida áfram á hinni óbreyttu frumvarpsleið, þar sem mönnum með- al annars er meir og meir að verða Ijóst, að frum- varpið stendr til mikilla bóta í atriðum, sem nanm- ast' geta orðið ágreiningsefni milli stjórnar og þings, svo sem eru sum ákvæðin um skipun alþingis, á- kvæðin um að þing sé haldið annaðhvort ár og að sumrinu (í staðinn fyrir á hverju ári og á vetrum) og ýmislegt fleira. — Þeir sem hafa haldið því fast- ast fram, að þingið ætti að samþykkja frumvarpið óbreytt þing eftir þing, hafa sífelt talið þeirri aðferð það til gildis, að þá fengjum vér þing á hverju ári, enn ekki hafa þeir þó verið svo samkvæmir sjálfum sér, að setja ákvæði um það í sjálft frumvarpið. — Þetta er eitt dæmi af mörgum. Samgöngumálið verðr eflaust ágreiningsefni á þing- inu, einkum það, hvort halda skuli áfram eimskipa- útgerð landssjóðs eða ekki. Það sem ritað hefir ver- ið á móti eimskipaútgerðinni heflr ekki verið ritað af neinni þekkingu eða viti. Það hefir hvergi verið sýnt fram á með einu orði, hvernig haga ætti svo til, að útgerðin svaraði betr kostnaði. Þingmenn og allir, sem hlut eiga að máli, ekki sízt fargæzlumenn og farstjóri, hafa verið skammaðir fyrir kostnaðar- aukann, enn yfir öllum hagsmununum hefir grand- varlega verið þagað. Vera má, að þinginu lítizt nú réttara að felia eimskips-útgerðarlögin úr gildi um sinn og fleygja sér í faðm sameinaða gufuskipafélagsins, sem ætlar að sögn að bjóða miklu betri tilboð enn áðr. Enn hverju skyldi þau tilboð vera að þakka? Engu öðru enn „eimskipa-útgerð landssjóðs". Þótt Vestu-útgerðin hafi orðið nokkuð dýr, er ekki þar með sagt, að slíkri útgerð megi ekki haga svo, að hún verði kostnaðarlítil eða jafnvel gróða- fyrirtæki fyrir landssjóð. Kynlegt mundi kaupsýslu- mönnum þykja, t. d., ef eimskip, sem eingöngu væri haft til ferða milli Bretlands og ísiands, svaraði ekki kostnaði. Enn hvernig er þessu þá farið? Menn þykjast nú sjá, og það mun rétt vera, að það tjái ekki að hafa sama skipið, stórt skip, eins og „Vesta“ er, bæði í ferðum landa á milli og í ferðum á hvert kauptún kringum land. Það hefði eflaust verið heppi- legra, að landssjóðr kostaði tvö skip til strandferða, segjum 150—200 tonna, sem gengju frá Reykjavik, annað austr um land og hitt vestr um land og mætt- ust fyrir Norðrlandi. Þau mundu geta farið ferðina á hálfum mánuði. — Þessi strandferðaskip ættu ekki að fara inn í hverja vík eða vog; það gerðu fjórð- ungabátarnir eða fjarðabát&rnir, eins og þegar er byr- jað. Með þessu móti yrði Reykjavík aðalstöð ís- lenzkrar verzlunar og samgangna á sjó, eins og hún á að vera. Væri ef til vill ekki óráðlegt, að keypt væri stórt brúkað seglskip til að láta liggja á Reykja- víkrhöfn, sem ferma mætti í, þegar á þyrfti að halda; sparaðist við það mikið fé. Seglskip þetta mundi ekki kosta margar þúsundir króna. Þessi strandferðaskip, sem hér er gert ráð fyrir, ættu að geta orðið miklu ódýrari enu miliiferðaskip, sem þurfa að hafa vönduðustu farþegarúm og sum þægindi, sem komast mætti af án á strandferðaskip- unum, sem einkum væru ætluð innlendum ferða- mönnum.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.