Fjallkonan


Fjallkonan - 16.06.1897, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 16.06.1897, Blaðsíða 3
16. júní 1897. FJALLKONAN. 95 höfðingi einn í nágrenninu honum tvær svartar ;kóngsdætr’ og eina ambátt. Enn nokkru síðar hurfu þær allar og hélt Peters, að þær hefðu leítað til annarn höfðingja þar í grendinni. Hann fór því með vopnaða hermenn á fund hans og heimtaði stúlk- urnar, enn hinn kvaðst ekkert vita, hvar þær væri niðr komn- ar. Peters fór þá heim og dró alt sitt lið saman og fór aftr á fund svertingja-höfðingjans, enn hann hafði haft njósnir af ferðum Peters og flýði úr þorpi sínu með alla menn sína. Þeg- ar Peters kom þangað, lagði hann eld í þorpið og brendi það til kaldra kola. Svertingja-hötðinginn frétti hvar komið var, og sendi nú þessar 3 stúlkur tii Peters. Hann skipaði að berja þær, og vóru kóngsdæturnar barðar 200 högg hvor, enn ambátt- in flýði áðr enn röðin kom að henni. Hún náðist þó aftr og var hún þá dæmd til dauða at Peters sjálfum og mönnum hans og tekin af lífi. Pyrir þessar sakir var dr. Peters ákærðr heima á Þýzka- iandi og dómrinn var kveðinn upp íyrir skömmu. Hann var dæmdr sýkn, enn vikið frá embætti og dæmdr til að greiða málskostnað. Harðara vildi réttvísin á Þýzkalandi ekki taka á þessari meðferð hans á varnarlausu fólki í Afriku, sem kristnu þjóðirnar eru að siða með brennivíni, bareflum, nauðgunum kvenna, brennum og manndrápum. ÍSLENZKR SOGUBÁLKR. Jón Franz. (Frh.). Hugðu mennirnir að þetta mundi vera Jón Pranz, og vildu ná honum. Enn þó ekki væri nema við einn mann að fást, hefði það ekki verið svo auðgert, ef hann hefði reynt að verjast, því gjáin var kröpp og einstigi niðr, svo ekki gat nema einn maðr í senn komizt að Jóni, og var það hættuför, þegar við útilegumann var að eiga, enn ekkert ilt reyndi hann að gera mönnunum. Heldr þótti þeim óvistlegt hjá Jóni þar íhraungjót- unni; vistir hans vóru hestar þeir, er hann hafði náð frá Jóni kammerráði á Melum, og var þó mjög farið á að ganga. Brot- inn pott hafði Jón til að elda kjötið í, enn fyrir vatnsfötu hafði hann höfuðleðr eins hestsins og spenti það út með hríslukvist- um, enn svaf við hrosshárnar á nóttunni. Nýbúinn kvaðst Jón vera að drepa hryssuna og folaldið; hefði hann þangað til bund- ið undir hana, til þess að geta haft mjólk. Hennirnir tóku nú Jón Pranz heim með sér og var hann enn sendr vestr að Ing- jaldshóli. Jón var eftir þetta dæmdr til æfilangrar Brimarhólms- vistar og fór hann utan. Enn eftir 14 ár, þegar Kristján kon- ungr áttundi var krýndr, var hann náðaðr, og kom þá hingað út aftr; var hann þá mjög gamali og hrumr orðinn. Frá Fjalla-Eyvindi. Það er haft eftir Grími stúdent Jónssyni í Skipholti í Árnes- sýslu, að hann bafl mjög langað til að sjá Pjalla-Eyvind, því Eyvindr var hálfbróðir Jóns föður Gríms. Þegar Grímr var um það bil átta ára að aldri, var það eitt kvöld um vetr, að hann fór út í fjós með fjósamanninum, þegar hann fór að gefa kúnum. Þegar í fjósið kom, fór maðrinn að sópa frá kúnum, enn Grímr fór inn í hlöðubás og stóð þar; sér hann þá hvar eitthvað kemr í dyrnar og skýzt inn i auðan bás, sem var ná- lægt þeim; sýndist honum það líkast manni alsnjóugum, og skrjáfaði í þessu, eins og þegar gengið er á hörðum skinnfötum. Þegar Grímr sá þetta, varð hann svo hræddr, að hann þorði ekki að hreyfa sig, og ekki heldr að kalia til fjósamannsins, sem einkis varð var, af því hann var að gefa kúnum. Stuttu á eft- ir kom Jón faðir Gríms inn í fjósdyrnar; var það oft venja hans á kvöldin, þegar hann var búinn í garðinum, að koma í fjósið og líta eftir kirðingu kúnna. Þegar Jón var korninn í dyrnar, staldrar hann lítið eitt við, lítr upp í dyrabásinn og spyr, svo lágt, að Grímr, sem alt af stóð i hlöðubásnum, að eins heyrði það: „Er nokkur þarna“? Heyrði þá Grímr, að svarað var ofur lágt upp í básnum: „Eyvindr“. Segir þá Jón svo lágt, að Grímr varla heyrðí: „Já, já". Hélt Jón siðan áfram inn í fjósið og fðr að litast þar um. Þegar Grímr vissi, hver kominn var, varð hann óhræddr og hugsaði einungis um að geta séð frænda sinn, enn ekki þorði hann samt að ganga til hans. Eftir dálitla stund fór Jón bóndi aftr úr fjósinu og tók Grím með sér. Aldrei sá Grímr Eyvind koma til baðstofu um kvöld- ið; hugsaði hann sér þvi að fara snemma á fætr morguninn eft- ir og skygnast um í öðrum húsum eftir Eyvindi, þvi það í- myndaði hann sér, að Eyvindr mundi halda til þar einhverstað- ar um nóttina. Um morguninn fór Grímr svo snemma ofan, að hann kugði að enginn mundí vera kominn á fætr, og gekk upp í heygarð; enn þegar hann kom þangað, sér hann mann fara frá bænum gangandi og teymdi hann hest með böggum; fór hann engan mannaveg og stefndi tii óbygða. Það þóttist Grímr vita, að þetta mundi vera Eyvindr. í heygarðinum hitti Grímr föður sinn og var hann þá búinn að gera mikið af útiverkum. Aldrei sá Grímr Fjalla-Eyvind eftir þetta. Hestr hvarf frá Jóni í Skiphoíti um þessar mundir, og lét bðndi aldrei leita hans. Og þegar Grímr seinna sagði þessa sögu, taldi hann víst, að faðir sinn hefði gefið Eyvindi hestinn og klyfjar þær, sem hann flutti á honurn. Hallr í Heydalsseli. Hallr hét bóndi og bjó í Heydalsseii; sá bær er framan til í svo kölluðum Yíkrdal, sem gengr upp frá Hrútafirði utan til. Halir átti konu, og var heimilisfólkið ekki annað enn hjónin og stúika 13 vetra gömul. Þegar þessi saga gerðist, bjó á Stóru- HvaÍBá bóndi sá er Magnús hét; sá bær er niðr við fjörðinn og alllangt frá Heydalsseli. Hjá Magnúsi bónda var kvenmaðr, sem fékst við yfirsetukvennastörf. Það bar til einn morgun, þegar Magnús bóndi kom á fætr, að Hallr bóndi í Heydalsseli var kominn; spyr Magnús hann tíðinda, enn hann kvaðst engin segja. Gekk Magnús þá til smiðju og fór að smíða, því hann var smiðr góðr. Hallr gekk þangað líka og sitr þar og spjall- ar við bónda; líðr svo fram til þess, að Magnús bóndi ætlar að fara að borða morgunverð; gengr hann þá úr smiðju og býðr Halli að verða sér samferða og þiggja mat hjá sér. Þetta þiggr Hallr. Eítir máltíð gengr Magnús aftr til srniðju; sömuleiðis Hallr; sitr Hallr þar hjá Magnúsi bónda fram til miðdegis. Loks þykir Magnús ekki einleikið, hversu þaulsætinn Hallr er og spyr hann um erindi hans. Segist Hallr hafa ætlað að biðja hann að ljá sér yfirsetukonu, því konan sín sé að því komin að ala barn og hafi verið orðin veik, þegar hann fór að heiman. Yerðr bóndi alveg hissa, þegar hann heyrir þessi tíðindi, og á- vítar Hall harðlega fyrir sinnuleysi hans, að hafa setið þar allan þenna tíma og ekki gert uppskátt erindið. Síðan var stúlkan sótt, sem þá var komin á hrísmó, og var komið nón, þegar hún var ferðbúin; var þeim Halli þá boðið að taka sér bita áðr þau færi; þáði Hallr það þakksamlega, enn stúlkan kvaðst fara mundu ein af stað, ef Hallr kæmi ekki þegar. Segir Hallr þá við hana: „Og láttu ekki svona, Guðrún mín, ekki liggr lífið á; borða máttu matinn þinn“. Settist Hallr því næst að snæð- ingi, enn stúlkan hélt ein af stað upp yfir fjall í Heydalssel. Þegar hún kom þangað, var barnið fætt hjá konunni, enn mjög af henni dregið, vegna þess að enginn var til að hjúkra henni. Hrestist hún þó brátt eftir að Guðrún kom. Löngu síðar kom Hallr bóndi heim og var enginn asi á honum, heldr enn vant var. Framfarir heimsins. Enskr hagfræðingr, Mulhali að nafni, hefir ritað bók sem heitir „The Industries and Weaith of Na- tions" (Iðnaðr og auðr þjóðanna). Hún er afarfróðleg og sýnir, að Evrópa hefir tekið meiri framförum á 30—40 árum undan- förnum enn áðr öldum saman. Pyrstu tildrög tii þess telr Mul- hall stjórnarbyltinguna 1848, sem þaut sem stormbyír yfir Evrópu og gerði hreyfing á mörgu. Þjóðhöfðingjarnir urðu að taka frelBÍskröfur lýðsins að miklu til greina, og af því stafa einnig efnalegar og félagslegar framfarir. Bændrnir, sem í Kússlandi, Austrríki og víðar vóru í ánauð, geta rétt hag sinn. Samgöng- urnar og verkvélarnar greiða fyrir því, að aimenningr kemr af- urðum sínum og iðnaði í betra verð enn áðr. Gufuaflið eykr framleiðsluna margfaldiega. Menn hafa miklu betra viðrværi enn áðr. Mannfjölgunin er meiri enn áðr eru dsemi til. Á 65 árun- um síðustu hefir fólk á Bretlandi fjölgað um 65 af hundraði bverju, á Prakklandi 18, á Þýzkalandi 75, á Bússlandi 92, i Austrriki 45, á Ítalíu 48, í öðrum evrópskum löndum 62, 1

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.